21.10.2013 21:27
Birna Olivia Agnarsdóttir Ödqvist
Nafn: Birna Olivia Agnarsdóttir Ödqvist
Skóli: Dreifnámið á Hvammstanga (Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra)
Uppáhaldsdrykkur: Kalt íslenskt vatn er nokkuð gott!
Uppáhaldsmatur: Folaldakjöt.
Hvenær ætlar þú að taka inn? Ég er búin að taka inn, við Eydís Anna erum að temja saman.
Hvað finnst þér vera það besta við hestamennskuna: Mér finnst alltaf lang skemmtilegast að sjá árangurinn þegar verið er að frumtemja. Fyrstu dagarnir eru alltaf jafn skemmtilegir og það er alltaf gaman þegar hestarnir fara að treysta manninum. Annað sem mér finnst mjög gott við hestamennskuna er félagsskapurinn og að keppa.
Hver er skemmtilegasti hestur sem þú hefur þjálfað og af hverju? Jafet frá Lækjamóti er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er sérstakur en samt skemmtilegur karakter og við höfum orðið nokkuð góðir vinir. Hann er viljugur, næmur og kemur mjög oft á óvart. Þó getur hann verið nokkuð erfiður en kemur í flestum tilfellum skapinu í lag!
Hefur þú áhuga á ræktun? Ef svo er hver er uppáhalds stóðhesturinn þinn og af hverju? Já ég hef áhuga á ræktun en er ekki byrjuð að rækta. Það eru til svo margir rosalega góðir stóðhestar, ég á mér eiginlega ekkert uppáhald.
Hvað er skemmtilegasta atriði sem þú hefur tekið þátt í á sýningum með Þytsfélögum? Það var sérstaklega gaman á Æskan og hesturinn á Sauðárkróki 2011.
Finnst þér gaman að keppa? Einhver árangur sem stendur upp úr? Já ég hef mjög gaman af að keppa. Mér finnst alltaf gaman þegar gengur vel, til dæmis var mjög gaman á síðasta íþróttamót Þyts þegar ég skoraði ágætlega hátt í tölti eða þegar ég komst inn á landsmóti 2012. Sérstaklega miðað við að ég hef aldrei verið að þjálfa eða keppa á íslenskum hestum fyrr en ég kom til Íslands 2010.
Hver er helsta fyrirmyndin þín í hestamennskunni: Persónulega finnst mér best að læra af mínum eigin mistökum en fjölskyldan á Lækjamóti mun alltaf vera fyrirmyndin mín. Helga Una er líka mjög dugleg og mér finnst ótrúlega gaman að sjá hversu vel henni gengur og sérstaklega miðað við aldur.
Eitthvað sem mætti bæta við æskulýðsstarfið? Það væri gaman að gera meira, hafa hittinga og gera eitthvað skemmtilegt og fjölbreytt. Það væri líka gaman að fara aftur í ferð og skoða hesthús og svona eins og var gert 4. apríl 2012.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 1874
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 10727
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 1749542
Samtals gestir: 83832
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 04:44:44