05.11.2013 14:31

Eva Dögg í spjalli


Ég og Brokey á Grunnskólamótinu á Sauðárkróki 2013


Nafn: Eva Dögg Pálsdóttir

Skóli: Grunnskóli Húnaþings vestra

Uppáhaldsdrykkur: Ísköld mjólk og svali.

Uppáhaldsmatur: Fyrir utan ís þá er það grillað svínakjöt.

Hvenær ætlar þú að taka inn? Ég bara veit það ekki, efsast um að ég taki eitthvað inn sjálf.

Hvað finnst þér vera það besta við hestamennskuna: Það er ansi margt, en t.d. bara ríða út og þjálfa.
Hver er skemmtilegasti hestur sem þú hefur þjálfað og af hverju? Það eru nokkur mjög skemmtileg, t.d. Brokey frá Grafarkoti. Hún er skemmtileg, viljug meri með góðar gangtegundir og það er bara gaman að þjálfa hana.  

Hefur þú áhuga á ræktun? Ef svo er hver er uppáhalds stóðhesturinn þinn og af hverju? Já ég hef nú áhuga á því. Ég veit nú ekki hvort ég eigi mér einhvern einn uppáhalds en ef ég á að nefna einhvern þá dettur mér fyrst í hug Alur frá Lundum. Afþví að mér finnst þetta fallegur, jafnur hestur og hann hefur verið að gera það gott í keppni.

Hvað er skemmtilegasta atriði sem þú hefur tekið þátt í á sýningum með Þytsfélögum? Ég hef tekið þátt í nokkrum skemmtilegum atriðinum en skemmtilgasta er Pink Ladies.  

Finnst þér gaman að keppa? Einhver árangur sem stendur upp úr? Já, mér finnst það mjög gaman. Ætli það sé ekki bara á landsmótinu 2011, þegar ég komst í A-úrslit í barnaflokki á Heimi frá Sigmundarstöðum.

Hver er helsta fyrirmyndin þín í hestamennskunni: Ég held að ég eigi mér ekki neina eina fyrirmynd, en það eru samt alveg nokkrir sem ég lít upp til.

Eitthvað sem mætti bæta við æskulýðsstarfið? Kannski ekki beint bæta við en það væri gaman ef það væri önnur ferð þar sem að við heimsækjum ræktunarbú og fleira.

 
Ég og Heimir á LM 2011 tv og th við Karítast í PINK LADIES búningunum.

Flettingar í dag: 1286
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1418473
Samtals gestir: 74871
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:50:38