11.01.2014 19:06
Ísólfur íþróttamaður ársins í Húnaþingi
Á myndinni eru, frá vinstri talið, Ísólfur, Guðrún Gróa og Salbjörg Ragna.
Í öðru sæti varð Salbjörg Ragna Sævarsdóttir körfuknattleikskona hjá Umf. Njarðvík með 26 stig og í þriðja sæti Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir körfuknatleikskona hjá Umf. Snæfelli með 22 stig. Verðlaunahafar hlutu eignarbikara og Ísólfur farandbikar auk styrks frá Landsbankanum á Hvammstanga.
Ísólfur sem keppir fyrir Hestamannafélagið Þyt hefur á undanförnum árum skipað sér í raðir bestu hestamanna landsins. Árið 2013 var honum farsælt á keppnisbrautinni og keppti hann á mörgum mótum með frábærum árangri og hlaut Ísólfur titilinn gæðingaknapi ársins 2013 á Uppskeruhátíð hestamanna á landsvísu. Árangur Ísólfs á árinu er mjög góður og hæst ber eftirfarandi:
Ísólfur var langstigahæsti knapi ársins hjá Þyt og fékk hvorki meira né minna en 782 stig . (í fyrra 441 stig)
Hann var sigurvegari í B-flokki gæðinga á Fjórðungsmótinu á Vesturlandi, en Ísólfur kom 3 hestum í úrslit í þeim flokki.
Á Íslandsmótinu varð hann níundi í fimmgangi og fimmti í tölti og fjórgangi. Semsagt í A-úrslitum.
Í Meistaradeild Norðurlands sigraði hann fjórgang og fimmgang, varð annar í tölti, fimmti í T2 (slaktaumatölt), fjórði í skeiði og endaði meistaradeildina með að vera stigahæsti knapinn.
Íþróttamenn USVH geta orðið þeir íþróttamenn 16 ára og eldri sem lögheimili eiga í Húnaþingi vestra eða keppa undir merkjum félaga innan USVH.
Það eru stjórnarmenn í aðildarfélögum USVH og stjórn USVH sem kjósa íþróttamanninn.
heimild: nordanatt.is
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 497
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 351
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 1575554
Samtals gestir: 79763
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 09:22:17