18.01.2014 15:36
Námskeið!
Helgarnámskeið 14.-15. Febrúar 2014
Almennt reiðnámskeið - Taumsamband - Áseta og stjórnun.
Staðsetning: Reiðhöllin á Hvammstanga
Sýnikennsla og spjall föstudagskvöldið 14. febrúar Kl. 20:00
Laugardagur: byrjar kl. 09:30. Hóptími, 3-4 saman fyrir hádegi í 50 mín. (fer eftir fjölda á námskeiði).
Einkatími 30 mín, byrjað kl. 13:00. Öllum sem eru á námskeiðinu heimilt að fylgjast með hvort öðru.
Verð: 10.000 kr. á mann
Kennari: Fanney Dögg Indriðadóttir reiðkennari.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Maríönnu (mareva@simnet.is) í síma 896 3130 og Öldu í síma 847 8842, fyrir miðvikudaginn 12.febrúar.
Ef áhugi er fyrir hendi getum við einnig boðið upp á frumtamningarnámskeið eins og var í desember síðastliðnum, í umsjón Þóris Ísólfssonar reiðkennara. Námskeiðið er 12 tímar; 2 bóklegir og 10 verklegir. Verð: 30.000 kr. Hafið bara samband við okkur og þegar nægur fjöldi er kominn þá skellum við því í gang.