Töltþjálfun fyrir alla"/>

11.02.2014 09:30

Töltþjálfun fyrir alla

Fimmtudaginn 13. Febrúar verður haldið fræðslukvöld um þjálfun tölts í reiðhöllinni á Hvammstanga. Farið verður yfir grunnatriði tölts, hvernig á að þjálfa það með tilliti til ákveðinna galla í gangtegundinni og hvernig þeir eru lagaðir og einnig hvernig má halda áfram að bæta tölt þó það sé gott.

Fræðslukvöldið er haldið af þremur reiðkennaraefnum Hólaskóla þeim Arnari Bjarki Sigurðarsyni, Hilmari Þór Sigurjónssyni og Petronella Hannula. Kvöldið byrjar á fyrirlestri um tölt og tæknileg atriði við þjálfunina. Þau atriði verða síðan sýnd í í sýnikennslu og hvernig má nota þau til að hjálpa við tölt reið.

Fyrirlesturinn hefst klukkan 19:00

500 kr kostar inn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hilmar og Þrenna frá Hofi I

 

Arnar Bjarki og Kaspar frá Kommu   

            

Petronella og Þjóðhátið frá Snartarstöðum II

Flettingar í dag: 1286
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1418473
Samtals gestir: 74871
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:50:38