09.03.2014 22:53
Húnvetnska liðakeppnin - fimmgangur/tölt
Í fimmgangi í 1. flokki verður einn og einn inn á í einu og ræður því knapinn sínu prógrammi sjálfur en skeiðið eru tveir sprettir fjær áhorfendum. Í fimmgangi 2. flokki verða tveir inn á í einu og verður stjórnað af þul. Prógrammið er, tölt, brokk, stökk, fet og skeið (skeiðið eru tveir sprettir fjær áhorfendum og einn í einu). Töltið verður einnig stjórnað af þul og er prógrammið í tölti T7 hægt tölt - hægt niður á fet og skipt um hönd og svo frjáls ferð á tölti. Í tölti T3 er prógrammið hægt tölt, hægt niður á fet og skipt um hönd. Hraðabreytingar eða hægt tölt, greinilegur hraðamunur á langhliðum, hægt tölt á skammhliðum og að lokum yfirferðartölt (tekið tillit til þess að hægja þurfi á skammhliðum).
Skráningargjaldið er 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.
Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 3230
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 10727
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 1750898
Samtals gestir: 83845
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:19:38