24.03.2014 22:41

Reiðhallarsýning Þyts - hestar fyrir alla

 

Reiðhallarsýning Þyts, Hestar fyrir alla, verður laugardaginn 29. mars n.k. í Þytsheimum á Hvammstanga kl. 13:00.

Mjög fjölbreytt sýning þar sem sjá má hversu fjölhæfur íslenski hesturinn er og hversu stórum hópi fólks hann hæfir.

Knapar frá barnsaldri upp í fullorðinsár. Knapar frá algerum byrjendum til mikilla reynslubolta í kennslu, þjálfun og keppni.

 

Aðgangseyrir kr. 1.000. Frítt fyrir 12 ára og yngri.

 

Hlökkum til að sjá ykkur

Undirbúningsnefndin

Flettingar í dag: 1364
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 6572
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 2061434
Samtals gestir: 89324
Tölur uppfærðar: 5.7.2025 04:59:17