31.03.2014 21:55
Lokamótið - spennan í hámarki !!!
Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar er tölt, keppt verður í 1. og 2. flokki í tölti T3 (tekið tillit til þess að hægja þarf í beygjum á hraða töltinu). Í unglingaflokki og 3. flokki í tölti T7. Mótið verður laugardaginn 5. apríl og hefst kl. 14.00 og verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudagsins 2. apríl. Skráning er á mail: thytur1@gmail.com. Það verða tveir inn á í einu og verður stjórnað af þul. Prógrammið er, hægt tölt snúa við, hraðabreytingar og hratt tölt í T3. Prógrammið í tölti T7 er hægt tölt, snúið við og frjáls ferð á tölti.
Við skráningu þarf að koma fram kt knapa, IS númer hests, fyrir hvaða lið knapi keppir og upp á hvora höndina skal riðið.
Skráningargjaldið er 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.
Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.
Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar
Mótanefnd