27.05.2014 20:19
Gæðingamót Þyts 2014
Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir LM 2014, verður haldið á Kirkjuhvammsvelli 7. júní nk
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
? A-flokk gæðinga
? A-flokk gæðinga áhugamenn
? B-flokk gæðinga
? B- flokk gæðinga áhugamenn
? Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu)
? Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu)
? Börn (10-13 ára á keppnisárinu)
? Skeið 100m
? Pollar (9 ára og yngri á árinu)
? Tölt opinn flokkur
Á gæðingamótinu verður boðið upp á sérstakan flokk fyrir polla. Pollum er ekki sætaraðað en allir frá þátttökuverðlaun. Pollum er ekki heimilt að mæta á stóðhestum.
Skráningar skuli berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 3.júní á netfangið thytur1@gmail.com. Það sem koma þarf fram í skráningu er IS-númer hests, kt. knapa og í hvaða grein er keppt í. Mótanefnd áskilar sér rétt til að sameina flokka eða fella niður ef ekki næst næg þáttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 3.000 kr. Fyrir börn og unglinga 2.000 kr. og 500 kr. fyrir pollana. Skráningargjöld greiðast inn á reikning 0159-26-001081 kt. 550180-0499 í síðasta lagi fyrir kl 21:00 fimmtudaginn 5. Júní annars ógildist skráningin og viðkomandi fer ekki á ráslista Einnig eru þeir sem eru með farandbikara beðnir um að koma þeim til mótanefndar fyrir mót.
Vinsamlega veitið því athygli að í gæðingakeppni þarf hesturinn að vera í eigu Þytsfélaga. Keppendur eru beðnir að skoða vel reglur LH sem gilda um þátttöku í gæðingakeppni.
Mótanefnd auglýsir eftir aðstoð við ýmis störf á mótinu, en framgangur mótsins veltur alfarið á góðum stuðningi félagsmanna.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Mótanefnd