01.11.2014 15:55
Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts
Í dag var á Sveitasetrinu Gauksmýri haldin uppskeruhátíð æskulýðsstarfsins hjá Þyti. Mörg af börnunum og unglingunum sem tóku þátt í starfinu síðastliðið starfsár mættu til að taka á móti viðurkenningum fyrir þátttökuna og fá veitingar að hætti Gauksmýrarverta.
Um 60 börn og unglingar tóku þátt í starfinu síðasta starfsár. Starfið var mjög fjölbreytt: hestafimleikar, reiðnámskeið, Knapamerki 1 og 3, reiðhallarsýning og ýmis mót sem þau tóku þátt í.
Allir krakkarnir fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og grænan bol með merki félagsins. Kolbrún Stella formaður Þyts veitti verðlaun fyrir stigahæstu þrjá knapa barnaflokks og unglingaflokks.
Stigahæstu knapar í barnaflokki: 1. sæti Eysteinn Tjörvi Kristinsson 2. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir 3. sæti Ingvar Óli Sigurðsson
|
||