20.11.2014 08:15
Punktar úr fundargerð
Almennur félagsfundur var haldinn í gærkvöldi, 19.nóv í félagshúsi Þyts. Mæting ágæt en góðar umræður sköpuðust.
Punktar úr fundargerð:
- Kolla kynnti hugmynd stjórnar um stækkun á hringvelli þeas bæta við hann þannig að það sé einnig 300 m völlur. Komu góðar umræður í kjölfarið, er þetta nauðsyn? hvað er hagkvæmast að gera? Komu fram hugmyndir um að gera frekar upphitunarvöll en að stækka hringvöllinn. Stjórn fundar um þetta, etv sniðugt að koma með tillögu á aðalfund.
- Einnig hugmynd stjórnar að laga svæðið austan við völlinn, taka dómhúsin og slétta svæðið svo auðveldara sé að slá.
- Fyrirhugaðar breytingar á dagssetningum móta næsta sumar þeas fyrst verður íþróttamót 13. og 14. júní og gæðingamót 15. og 16. ágúst.
- Kolla fór aðeins yfir Húnvetnsku liðakeppnina, farið yfir dagsetningar hennar. 14. febrúar verður Smali, 27. febrúar fjórgangur, 20. mars fimmgangur og tölt í 3. fl og yngri flokkunum, 17. apríl tölt og skeið. Breyting frá því sem verið hefur er að börn og pollar fá að koma inn í mótið. Tilkynnt að liðin verða lögð niður og skrá þarf öll lið til leiks fyrir lokaskráningardag fyrsta móts.
- Kolla sagði frá því að sýningin verður ekki í ár, ákveðið að hafa sýninguna annað hvert ár.
- Stefnt að ferð í Borgafjörðinn, tímasetningin ekki komin á hreint en verður auglýst mjög fljótlega. Tillaga var að fara á sýningu vestlendinga en kom fram athugasemd að þá hefði fólk etv ekki tíma til að taka á móti gestum vegna undirbúnings fyrir sýningu. Stjórn heyrir í Borgfirðingum með þetta og setur inn auglýsingu.
- Eva sagði frá námskeiðum vetrarins, frumtamningarnámskeið í janúar. Nefndin að skoða fræðslur og áframhaldandi námskeið af frumtamningarnámskeiði.
- Dagatal laust til umsóknar, ef einhver hefur áhuga á að vinna að því endilega hafið samband við Vigdísi í síma 8951146
- Firmakeppnin, spurning að breyta sniðinu á henni, kom hugmynd að sameina þorrablótið sem við höfum haldið seinnipartinn í janúar og firmakeppnina. Verður skoðað og auglýst.
- Kolla sagði frá dagssetningum Grunnskólamótanna. 15 feb á Blönduósi, 15. mars á Sauðárkróki og 12. apríl á Hvammstanga.
- Aðrar umræður á fundinum, kom upp sú umræða hvernig auka ætti nýliðun í greininni. Þetta er ekki nýtt vandamál né staðbundið og verðum við því að vera vakandi og opin fyrir öllum hugmyndum. Ein hugmyndin sem kom á þessum fundi er að félagsmenn myndu "ættleiða hestabarn" þ.e.a.s. að við myndum veita aðgang að hrossi og veita aðstöðu og aðstoð þeim börnum og unglingum sem hafa áhuga en vantar tækifærið til að ríða út. Stjórn Þyts er farin að skoða þessi mál og voru strax tveir á fundinum sem sögðust til í að skoða þetta fyrirkomulag. Þytur yrði þá etv einhversskonar milligönguaðili.
Flettingar í dag: 1286
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1418473
Samtals gestir: 74871
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:50:38