15.01.2015 13:11

Fyrirlestur með Susanne Braun (Susi)

Miðvikudagskvöldið 21. janúar nk verður fyrirlestur og sýnikennsla með Susanne Braun um hnykkingar, fyrirlesturinn hefst klukkan 19.00 og er til 22.00 í Þytsheimum. Verð er 2.000 fyrir félagsmenn en 3.000 fyrir aðra. Skráning hjá Evu á email sigeva74@hotmail.com, lokaskráningardagur 19.01 nk.

Dr. Susanne Braun, fagdýralæknir fyrir hestasjúkdóma og IVCA kírópraktor, Susi hefur vakið athygli manna með óhefðbundnum lækningaaðferðum en meðfram hefðbundnum dýralækningum stundar hún hnykkingar á hestum. Susi segir að hnykkingar reyni frekar á tækni en krafta. Til að losa læsta liði þurfi snöggt átak. Það er því ekki eins mikið mál og það virðist vera fyrir fínlega konu að hnykkja hest. 
Tilgangurinn með hnykkingum er sá að jafna hreyfigetuna í hryggjarliðum. Í fyrirlestrinum kynnir hún hnykkingameðferð og svara nokkrum spurningum, til dæmis:
 
-Hvað gera hnykkingar fyrir hestinn?
 
-Hvað gera taugarnar fyrir líkamsstöðuna?
 
-Hvað orsakar læsingar?
 
Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417936
Samtals gestir: 74854
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:29:37