23.01.2015 11:52

Fyrirlestur hjá Susi

Sl miðvikudag var fyrirlestur og sýnikennsla hjá Susi ( Susanne Braun ) þar sem hún fjallaði um hnykkingar. Susi hefur vakið athygli manna með óhefðbundnum lækningaaðferðum en meðfram hefðbundnum dýralækningum stundar hún hnykkingar á hestum. Susi segir að hnykkingar reyni frekar á tækni en krafta. Til að losa læsta liði þurfi snöggt átak. Það er því ekki eins mikið mál og það virðist vera fyrir fínlega konu að hnykkja hest. Tilgangurinn með hnykkingum er sá að jafna hreyfigetuna í hryggjarliðum. 
20 manns mættu á fyrirlesturinn og fannst hann fróðlegur og skemmtilegur. Hér má sjá þrjár myndir frá kvöldinu.





Flettingar í dag: 1286
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1418473
Samtals gestir: 74871
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:50:38