01.03.2015 20:13

Fjórgangur Húnvetnsku liðakeppninnar

Annað mót Húnvetnsku liðakeppninnar verður föstudaginn 6. mars, og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 3. mars. Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs.   Keppt verður í fjórgangi í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, unglingaflokki og barnaflokki. Pollar munu keppa í tvígangi. Í 1. flokki er keppt í V1 (eins og reglur LH segja til um) en í öðrum flokkum V3, forkeppnin riðin:  hægt til milliferðar tölt - milliferðar til yfirferðatölt - hægt til milliferðar brokk - hægt til milliferðar stökk - fet. 

Úrslit í V1 og V3:  hægt tölt - brokk - fet - stökk - yfirferðartölt 


Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar fyrir skráninguna, annars er slóðin þessi: http://skraning.sportfengur.com/  og farið undir mót. ATH, þeir sem ætla að skrá sig í 3. flokk velja ungmennaflokk. Sportfengur býður ekki upp á 3. flokk. Einnig þeir sem eru að skrá sig á fyrsta mót núna að senda tölvupóst á thytur1@gmail.com með upplýsingum í hvoru liðinu keppandi er.

 

Skráningargjaldið er 2.500 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Foreldrar polla sem ætla að skrá sig sendi upplýsingar á thytur1@gmail.com 


Mótið hefst á pollaflokki.


Dagskrá.

Pollaflokkur

Barnaflokkur
Unglingaflokkur
3.flokkur 

Hlé
2.flokkur 
1. flokkur
úrslit

Aðgangseyrir er 500 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar 

Mótanefnd

Flettingar í dag: 2334
Gestir í dag: 90
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1419521
Samtals gestir: 74879
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 14:11:33