26.06.2015 08:31

Eysteinn Tjörvi á FEIF Youth Camp


Eysteinn Tjörvi Kristinsson frá Hestamannafélaginu Þyt er á leið á FEIF Youth Camp sem haldið verður í Þýskalandi dagana 28. júní. - 5. júlí 2015. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13 - 17 ára og markmið þeirra er að kynnast krökkum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annarra þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.

Búðirnar eru haldnar í Reitschule Berger í Bestwig-Berlar sem er 150 km fyrir austan Dusseldorf. Búðirnar eru á vegum FEIF sem er Alþjóðasamtöku um íslenska hestinn um allan heim og fer Eysteinn fyrir hönd Íslands.
Flettingar í dag: 1560
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 1642
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 2558366
Samtals gestir: 94824
Tölur uppfærðar: 11.12.2025 20:22:59