15.10.2015 18:10

Framtìð landsmóta, hver er þín skoðun?

Landssamband Hestamannafélaga og Bændasamtök Íslands standa fyrir vinnufundi um framtíð landsmóta hestamanna 17. okt nk. Markmið vinnufundarins er að félagsmenn komi saman til að móta stefnu varðandi Landsmót. 

Tveir Þytsfélagar fara à fundinn fyrir hönd félagsins, við ì stjórninni höfum rætt okkar skoðanir á framtíð landsmóta og erum komin með okkar niðurstöðu en okkur langar til að fà fleiri sjónarhorn og taka saman helstu niðurstöður fyrir okkar fulltrúa. Því biðjum við um skoðanir félaga à neðangreindum punktum. Megið senda tölvupóst á Guðrúnu à gudrunstei@hunathing.is sem mun taka niðurstöðurnar saman fyrir fulltrùana à föstudaginn 16.10 nk.
 
Punktar;
Hver er tilgangur Landsmóta?
Fyrir hverja er LM?
Hverju viljum við ná fram? viljum við fjölga gestum - erlendum og innlendum? 
Keppendur á Landsmótum, hverjir hafa þátttökurétt? à að breyta úrtökum? à að skipta upp kynbóta og gæðingakeppninni
Dagskrá og afþreying á Landsmótum? à að hafa aðra afþreyingu en hestamennsku á LM? à að stytta/lengja dagskrá? à að breyta timasetningunni? 
Umgjörð Landsmóta? eigum við að hafa einn þjóðarleikvang íslenska hestsins eða hafa landsmótið til skiptis à nokkrum stöðum eins og núverandi fyrirkomulag er?
Þurfa öll LM að vera eins?
 
Þið þurfið ekki að senda inn skoðanir à öllum punktunum nema auðvitað ef þið hafið skoðanir à þeim öllum. emoticon
 
Hlökkum til að fà ykkar skoðanir.
Stjórnin
 
Flettingar í dag: 1286
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1418473
Samtals gestir: 74871
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:50:38