30.10.2015 23:32
Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts
Í dag var á Gauksmýri haldin uppskeruhátíð æskulýðsstarfsins hjá Þyti. Mörg af börnunum og unglingunum sem tóku þátt í starfinu síðastliðið starfsár mættu til að taka á móti viðurkenningum fyrir þátttökuna og eiga skemmtilega stund saman. Um 60 börn og unglingar tóku þátt í starfinu síðasta starfsár sem var mjög fjölbreytt; hestafimleikar, reiðnámskeið, Trec, Knapamerki 2 og 4 og ýmis mót sem þau tóku þátt í. Allir krakkarnir fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og húfu merkta Þyti. Kolbrún Stella formaður Þyts veitti verðlaun fyrir stigahæstu þrjá knapa barna- og unglingaflokks.
Stigahæstu knapar í barnaflokki:
1. sæti Eysteinn Tjörvi Kristinsson
2. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir
3. sæti Ingvar Óli Sigurðsson
Stigahæstu knapar í unglingaflokki:
1. sæti Karitas Aradóttir
2. sæti Eva Dögg Pálsdóttir
3. sæti Anna Herdís Sigurbjartsdóttir
Skrifað af Þórdís
Flettingar í dag: 1316
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 10727
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 1748984
Samtals gestir: 83828
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 04:23:44