30.01.2016 22:48
Fyrsta mót - Smali
Fyrsta mótið í Húnvetnsku liðakeppninni verður haldið föstudagskvöldið 05.02. og hefst kl. 19.00 í Þytsheimum, keppt verður í smala. Skráning er á netfang thytur1@gmail.com fyrir miðnætti miðvikudagskvöldsins 03.02. Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, flokkur, hestur og IS númer. Skráningargjöld eru 1.500 kr í smala fyrir fullorðna en 1.000 fyrir börn og unglinga. Greiða þarf skráningargjöld áður en mót hefst inn á reikning Þyts 0159-15-200343 kt. 550180-0499.
Keppt verður í barnaflokki (börn fædd 2003 - 2006 ), unglingaflokki (börn fædd 1999 - 2002), 3 flokki, flokkur sem er ætlaður þeim sem eru að byrja að keppa eða hafa litla keppnisreynslu. 2 flokki, fyrir þá sem hafa nokkra keppnisreynslu en eru ekki að stunda keppni að neinu ráði og 1. flokki sem er ætlaður þeim sem eru mikið í keppni. Það fara 9 hestar brautina aftur ef 15 eða fleiri keppendur eru í flokki, annars fara 5 í úrslit.
Einnig verður í boði pollaflokkur þar sem pollarnir okkar fá að spreyta sig í brautinni.
Stigin í smala inn í liðakeppnina í forkeppni eru þannig að 300 stig gefa 6 stig, 290 - 299 stig gefa 5,8 stig, 280 - 289 stig gefa 5,6 stig, 270 - 279 stig gefa 5,4 stig osfrv.
Úrslitin eru eins á öllum mótunum þeas 1 sæti = 10 stig, 2 sæti = 8 stig, 3 sæti = 6 stig, 4 sæti = 4 stig, 5 sæti = 2 stig, 6 sæti = 2 stig (ef B-úrslit), 7-10 = 1 stig
Einstaklingskeppni:
1.sæti - 10 stig
2.sæti - 8 stig
3.sæti - 7 stig
4.sæti - 6 stig
5.sæti - 5 stig
6.sæti - 4 stig
7.sæti - 3 stig
8.sæti - 2 stig
9.sæti - 1 stig
Mynd af brautinni (sem er sú sama og í fyrra) og æfingatími fyrir keppendur kemur inn hvað úr hverju.
Smalinn:
Reglur smalans:
Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.
Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.
Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig. Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!
Brautin verður svipuð og undanfarin ár, gamla brautin er spegluð eins og hún var í fyrra, í staðin fyrir U-ið eru komnar 3 stangir sem þarf að ríða undir, þessar stangir koma úr nýju keppnisgreininni TREC. 2 m eru á milli stanganna og eru 14 refsistig við hverja stöng ef hún er felld. Fyrir að sleppa því að ríða undir stangirnar þá er það 3 x 28 refsistig.
Síðan verða 2 hindranir (brokkspírur) sem þarf að fara yfir, við hverja fellda hindrun eru 14 refsistig. Hér fyrir neðan má sjá brautina 2015.
Í ár verður ekki hlið eða veifa sem þarf að taka upp og með sér í mark.