11.02.2016 21:24

Fjórgangur

 

 

 

Annað mót Húnvetnsku liðakeppninnar verður föstudaginn 19. febrúar, og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 16. febrúar. Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs. Keppt verður í fjórgangi í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, unglingaflokki og barnaflokki, einnig verður Pollaflokkur.

Í 1, 2 og Unglingaflokki verður keppt í V2, forkeppnin riðin: hægt tölt - brokk - fet - stökk - greitt tölt.

Í 3. flokki og barnaflokki verður keppt í V5, forkeppnin riðin: frjáls ferð á tölti - brokk - fet - stökk. 

Úrslit í öllum flokkum verður riðin eins og forkeppnin. Riðið verður uppá vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað. B - úrslit verða riðin ef það eru 15 eða fleiri hestar í flokki.

 

Þið skráið ykkur til leiks á slóðinni: http://skraning.sportfengur.com/ og farið undir mót. ATH, Sportfengur gefur ekki valkost á V5 þannig að þeir sem ætla að skrá sig í 3. flokk velja V2 minna vanir og börnin velja V2 börn.

 

Skráningargjaldið er 2.500 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að millifæra inná reikning 0159-15-200343 svo skráning sé tekin gild. Foreldrar polla sem ætla að skrá sig sendi upplýsingar á thytur1@gmail.com.

Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000.

 

Þeir sem kjósa að keppa utan liðakeppninnar geta ekki unnið til stiga í einstaklingskeppninni.

 

Verðlaun fyrir 1. sæti í öllum flokkum eru gefin af Ástund hestavöruverslun.

 

 

Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar er SKVH.

 

Mótanefnd

Flettingar í dag: 1286
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1418473
Samtals gestir: 74871
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:50:38