12.04.2016 03:20

Fulltrúar Þyts

Eitt mest spennandi mót ársins verður föstudaginn 15.apríl í Samskipahöllinni í Spretti. Meistari meistaranna er nýtt mót þar sem sigurvegarar úr mótaröðum landsins keppa til úrslita og um titilinn Meistari meistaranna 2016 í fjórum greinum.

Keppnisraðirnar eru Meistaradeildin, KS deildin, Uppsveitardeildin,
Húnvetnska liðakeppnin, KB mótaröðin, Kea mótaröðin,
Vesturlandsdeildin og Gluggar og Glerdeild áhugamanna.


Greinarnar eru  fjórgangur, fimmgangur, slaktaumatölt og tölt. Einungis eru riðin úrslit í hverri grein og eru keppendurnir 7-8 í hverri grein.Keppnisrétt hafa þeir sem eru sigurvegarar þessara greina í ofangreindum keppnisröðum.  Ef sigurvegarinn er að keppa í fleiri en
einni grein eða af einhverjum sökum kemst ekki mætir sá knapi og hestur sem voru í öðru sæti.Keppnin fer fram á föstudagskvöldið 15 apríl og hefst kl. 19:00. Aðgangseyrir er kr. 1000 pr mann. Það er alveg ljóst að þetta mót verður eitt mest spennandi mót
vetrarins þar sem saman koma úrvals knapar og hestar af öllu landinu. Miklu verður tjaldað til og í boði verða flottir vinningar ásamt peningaverðlaunum fyrir fyrstu þrjú í hverri grein.

 

Fulltrúar Húnvetnsku liðakeppninnar eru:

Fjórgangur

 

Jessie Huijbers og Hátíð frá Kommu

 

Fimmgangur

Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir  og Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum

 

T2 - Slaktaumatölt 

 

Fanney Dögg Indriðadóttir og Brúney frá Grafarkoti

 

 

Tölt

 

Elvar Logi Friðriksson  og Byr frá Grafarkoti

 

Fyrirhugað er að hafa rútuferð suður til að styðja okkar fólk og hafa gaman saman, þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að hafa samband við Guðrúnu 848-3639 eða Kollu 863-7786 sem fyrst ;-) 

Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417936
Samtals gestir: 74854
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:29:37