Sólon frá Skáney verður til afnota í löngu gangmáli á Þingeyrum á vegum Hrossaræktarsamtaka Vestur-Hún og Austur-Hún.
Tollurinn kostar 115.000 m/VSK fyrir félagsmenn og 125.000 m/VSK fyrir utanfélagsmenn. Innifalið í verðinu er hagagjald og ein sónarskoðun.
Sólon kemur í kringum 20.júní. Nánari upplýsingar hjá Magnúsi í Steinnesi í síma: 897 3486.
Sólon á 16 afkvæmi í 1.verðlaunum og hæst dæmda afkvæmi hans er Skýr frá Skálakoti en hann hefur hlotið 8,48 fyrir sköpulag, 8,85 fyrir kosti og aðaleinkunn 8,70. Sólon er undan Spegli frá Sauðárkróki og Nútíð frá Skáney, hann er með 119 í kynbótamati.
Dómsorð
Sólon gefur vel stór hross. Höfuð er svipgott með beina neflínu. Hálsinn er reistur, vel settur og mjúkur en nokkuð sver. Yfirlínan er úrvals góð, bakið breitt og vöðvað og lendin jöfn og öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt og fótahá en ekki létt á bolinn. Fætur eru prúðir og sterklegir en nágengni alltíð að aftan. Hófar eru efnisþykkir en nokkuð hælalágir. Prúðleiki er afbrags góður. Sólon gefur rúmt og taktgott tölt með góðri fótlyftu, brokkið er síðra heldur ferðlítið og ójafnt. Flest afkvæmin eru alhliðageng og er skeiðgeta efnileg. Afkvæmin hafa þjálan reiðvilja, góðan höfuðburð og prýðilegan fótaburð. Sólon gefur stór og myndarleg hross með úrvals bak og lend. Gangur er alhliða, töltið best með ágætum fótaburði. Sólon hlýtur fyrstuverðlaun fyrir afkvæmi og sjöunda sætið.
Félagssvæði Þyts er Vestur-Húnavatnssýsla. Félagið var stofnað 26.febrúar 1950. Formaður er Pálmi Geir Ríkharðsson og félagarnir eru 289
Landsbanki Íslands er
aðalstyrktaraðili Þyts