03.06.2016 08:17
Sameiginleg úrtaka hestamannafélaganna Skagfirðings, Neista, Þyts
Keppt verður í A-flokki og B-flokki gæðinga, barna,- unglinga,- og
ungmennaflokki. Tölti T1, 100 metra skeiði,150 metra skeiði og 250
metra skeiði.
Boðið verður upp á tvöfalda umferð í öllum flokkum nema tölti
Ef skráning er góð er möguleiki að fyrri tveir skeiðsprettirnir í básaskeiðinu fara fram
föstudagskvöldið 10.júní og seinni tveir á sunnudaginn 12.júní.
Skráning fer fram á http://skraning.sportfengur.co
Skráningu lýkur þriðjudaginn 7. júní kl 23:59
ATH! Ekki verður tekið við skráningum eftir að skráningafrestur rennur út.
Skráning telst ekki gild fyrr en kvittum hefur borist á netfangið itrottamot
Nánari upplýsingar berast á
https://skagfirdingur.is/
þegar nær dregur
Íþrótta og mótanefnd Skagfirðings
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 1490
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 3877
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 2233007
Samtals gestir: 91583
Tölur uppfærðar: 30.8.2025 03:58:52