01.11.2016 12:07
Glæsilegri uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og hestamannafélagsins lokið
Föstudaginn 28.10 var uppskeruhátíð æskunnar og á laugardeginum 29.10 uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktunarsamtaka V-Hún. Enn eitt árið náum við að halda frábæra skemmtun, borða góðan mat, verðlauna knapa ársins og hross ársins og horfa á snillingana í skemmtinefnd kítla hláturtaugarnar.
Barnaflokkur og unglingaflokkur (vantar Karítas á mynd)
Knapar ársins eru, í barnaflokki Guðmar Hólm Ísólfsson, Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Dagbjört Jóna Tryggvadóttir, í unglingaflokki Karítas Aradóttir, Ásta Guðný Unnsteinsdóttir og Eysteinn Tjörvi Kristinsson, í ungmennaflokki Birna Olivia Agnarsdóttir, Eva Dögg Pálsdóttir og Eydís Anna Kristófersdóttir, í 2. flokki Sverrir Sigurðsson, Þorgeir Jóhannesson og Sigrún Eva Þórisdóttir og að lokum í 1. flokki, Ísólfur Líndal Þórisson, Helga Una Björnsdóttir og Fanney Dögg Indriðadóttir.
Innilega til hamingju knapar með frábæran árangur á árinu !!!
Ungmennaflokkur (vantar Evu Dögg ) og 2. flokkur
1. flokkur
Fljótlega mun koma frétt frá Hrossaræktunarsamtökunum með efstu hross og ræktunarbú ársins.
Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417936
Samtals gestir: 74854
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:29:37