06.01.2017 10:34

FM 2017


Framkvæmdastjórn Fjórðungsmóts Vesturlands 2017 í Borganesi býður hestamannafélaginu Þyti að taka þátt í Fjórðungsmótinu dagana 28. júni - 2. júlí 2017.

Mótið verður með svipuðu fyrirkomulagi og mótið 2013 nema það verður haldið á nýjum stað þ.e. í Borgarnesi en ekki á Kaldármelum.
Hvert félag hefur rétt til að senda einn keppanda fyrir hverja 50 félagsmenn í hringvallagreinum. Reglur um hvaða kynbótahross komast inná mótið verða kynntar í janúar. Þá verður væntanlega keppt í tölti opnum flokki og 17 ára og yngri.

Nánari upplýsingar síðar.

Stjórnin

Flettingar í dag: 501
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 2289
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 2555665
Samtals gestir: 94769
Tölur uppfærðar: 10.12.2025 09:13:26