15.01.2018 14:31
SÝNUM KARAKTER: HVERNIG HÆGT ER AÐ ÞJÁLFA SÁLRÆNA OG FÉLAGSLEGA FÆRNI IÐKENDA Í ÍÞRÓTTUM
Miðvikudaginn 17. janúar næstkomandi kl. 19:30 í reiðhöllinni í Víðidal, stendur stjórn LH fyrir kynningarfyrirlestri á verkefninu "Sýnum karakter" Sýnum Karakter: Hvernig hægt er að þjálfa sálræna og félagslega færni iðkenda í íþróttum.
"Sýnum karakter er átaksverkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði verkefnissins byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni." (http://synumkarakter.is)
LH boðar því reiðkennara og þjálfara sem og foreldra þátttakenda í afrekshópi LH og Meistaradeild æskunnar sem og alla aðstandendur þessara verkefna á þennan kynningarfund. Að auki eru allir reiðkennnar, æskulýðsfullrúrar, stjórnarmenn hestamannafélaga sem og aðrir áhugasamir foreldrar hestakrakka velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
"Ef allir vinna saman að því að bæta og styrkja karakter ungu kynslóðarinnar þá verður framtíð þeirra - og okkar allra - enn bjartari og betri" (http://synumkarakter.is)
Dr. Viðar Halldórsson félagsfræðingur heldur fyrirlesturinn en Viðar hefur á undanförnum árum starfað fyrir fjölmörg íþróttafélög, félagslið og landslið, íþróttastofnanir sem og einstaklinga - auk þess að starfa fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Vonumst til að sjá sem flesta nýta sér þennan fróðleik beint í æð!
Stjórn Landssambands hestamannafélaga
Samstarfsaðilar verkefnisins eru:
ÍSÍ, UMFÍ og Íslensk Getspá