18.01.2018 14:53

Firmakeppni 2018

Hestamannafélagið Þytur heldur sína árlegu firmakeppni laugardaginn 10. febrúar og hefst hún klukkan 14:00  í Þytsheimum.

Keppt verður í 5 flokkum;  polla, barna, unglinga, karla og kvennaflokki. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki nema í pollaflokki þar fá allir keppendur viðurkenningu fyrir þátttöku.

Við hvetjum alla til að mæta vel skreyttir og eiga skemmtilegan dag saman.

Búningaverðlaun verða veitt í barna, unglinga, karla og kvennaflokki.

Boðið verður upp á pylsur, skúffuköku, kaffi og djús á staðnum J

Eins og fyrri ár verður skráning keppenda í firmakeppnina á staðnum og því gott að mæta stundvíslega.

 

Firmakeppnisnefnd

Flettingar í dag: 1355
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 1911
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 2047049
Samtals gestir: 89198
Tölur uppfærðar: 2.7.2025 09:11:59