29.01.2018 08:27
Reiðnámskeið með Artemisiu Bertus
FT norður mun standa fyrir reiðnámskeiði í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki 10.-11. febrúar næstkomandi.
Námskeiðið er opið öllum sem vilja bæta sig og sinn hest. Misa hefur náð frábærum árangri um árabil, bæði á kynbóta- og keppnisbrautinni, auk þess að hafa starfað sem kennari við Hólaskóla. Nefna má að hún stóð uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar fyrir sunnan 2012, og allir muna eftir frábærum sýningum hennar í gæðingafimi og fjórgangi á hestinum Korgi frá Ingólfshvoli.
Síðastliðið sumar sigraði Misa fjórganginn á Íslandsmótinu með yfirburðum með 8,27 í einkunn og þar að auki reið hún til úrslita á heimsmeistaramótinu í Hollandi.
Kenndir verða tveir einkatímar laugardag og sunnudag.
Verð: Fyrir FT félaga 20.000
Fyrir utanfélagsmenn 25.000