19.02.2018 14:07
Úrslit á 1. móti Húnvetnsku liðakeppninnar
Þá er fyrsta móti Húnvetnsku liðakeppninnar lokið, en það fór fram í Þytsheimum sunnudaginn sl og var keppt í fyrsta skipti í TREC sem er vinsælt keppnisform meðal frístundahestamanna víða um heim. TREC er þrautakeppni sem kallar fram það besta í góðum reiðhesti. Fjölhæfni og geðslag íslenska hestsins eru talin vel til þess fallin að nota í TREC. Hesturinn þarf að vera vel taminn, kjarkaður og hlýðinn til að farnast vel í greininni. Nánar um reglur Þyts í greininni má sjá í frétt hér á heimasíðu félagsins.
Eftirfarandi urðu úrslit í öllum flokkum.
Barnaflokkur:
1. sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Dropi frá Hvoli 91 stig
2. sæti Indriði Rökkvi Ragnarsson og Ígull frá Grafarkoti 59 stig
Unglingaflokkur:
1. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Ronja frá Lindarbergi 84 stig
2. sæti Margrét Jóna Þrastardóttir og Melodý frá Framnesi 68 stig
3. sæti Bryndís Kristinsdóttir og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 62 stig
4. sæti Eysteinn Kristinsson og Glóð frá Þórukoti 40 stig
3. flokkur:
Sigurvegari 3. flokks fékk gjafabréf frá Regulator Complete ÍS
1. sæti Eva-Lena Lohi og Kolla 103 stig
2. sæti Sigrún Eva Þórisdóttir og Skutla frá Hvoli 80 stig
3. sæti Jóhannes Ingi Björnsson og Baltasar frá Litla-Ósi 64 stig
2. flokkur:
Sigurvegari 2. flokks fékk gjafabréf frá Regulator Complete ÍS
1.sæti Stine Kragh og Prins frá Þorkelshóli 121 stig
2. sæti Pálmi Geir Ríkharðsson og Laufi frá Syðri-Völlum 82 stig
1. flokkur:
Sigurvegari 1. flokks fékk gjafabréf frá Regulator Complete Ís.
1. sæti Fanney Dögg Indriðadóttir og Ísó frá Grafarkoti 106 stig
2. sæti Elvar Logi Friðriksson og Gutti frá Grafarkoti 39 stig
Mótanefnd
SKVH Sláturhús er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku Liðakeppninnar.
Regulator Complete ÍS gefur verðlaun til allra keppenda í 1. sæti í fullorðinsflokkum á öllum mótum Húnvetnsku liðakeppninnar.