04.03.2018 22:11

Æfingatímar í ÞYtsheimum fyrir lið í Húnvetnsku liðakeppninni

Nú styttist í að keppt verði í fjórgangi í Húnvetnsku liðakeppninni.

Lið keppninnar (konur og karlar) eru að stefna að því að æfa saman í Þytsheimum þar sem mikið er í húfi við að safna stigum í hús!

Liðsstjórar hafa nú tekið frá æfingatíma í Þytsheimum og hvetja alla sem reiðfærir eru til þess að kíkja við í Þytsheimum og eiga skemmtilega stund saman fyrir komandi keppni. Tökum nú fram fjórgangarana í hesthúsunum og skráum okkur til leiks! Skemmtilegast er að sem flestir taki þátt. 

Lið karla á nú frátekinn tíma kl. 20:00 mánudaginn 05.03.2018 og lið kvenna á frátekinn tíma á þriðudaginn 06.03.2018  kl. 21:00

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 940
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 2289
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 2556104
Samtals gestir: 94772
Tölur uppfærðar: 10.12.2025 18:19:33