03.04.2018 22:00
Aðalfundur Þyts 2018
Aðallfundur Þyts 26. Mars 2018.
Mættir: Pálmi Geir Ríkarðsson, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, Kolbrún Grétarsdóttir, Jóhann Albertsson, Sigríður Ólafsdóttir, Þorgeir Jóhannesson, Steinbjörn Tryggvason, Sigurður Björn Gunnlaugsson, Sigfús Ívarsson, Jónína Sigurðardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Fanney Dögg Indriðadóttir, Herdís Einarsdóttir, Sofia Krantz, Þröstur Óskarsson, Jóhannes Ingi Björnsson, Helga Rós Níelsdóttir, Halldór Sigfússon, Tobbi, Matthildur Hjálmarsdóttir, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Magnússon og vinnumaður.
Pálmi setur fund og tilnefnir Steinbjörn Tryggvason sem fundastjóra og Guðrúnu Ósk Steinbjörnsdóttur sem ritara. Það er samþykkt. Steinbjörn tekur við stjórn fundar og bíður Pálma Geir Ríkarðsson að fara yfir skýrslu stjórnar.
Pálmi Ríkarðsson fer yfir skýrslu stjórnar.
Sigríður Ólafsdóttir fer yfir reikninga félagsins. Fyrsta árið sem Hagsæld sér um gerð ársreiknings. Gjaldkeri segir það breytingu til batnaðar.
Spurt út í lið 7. Töluverð aukning á ógreiddum félagsgjöldum og ógreiddum námskeiðum. Sigríður svarar þeirri fyrirspurn og bendir á að óvenju lítið var um ógreidd félagsgjöld í fyrra svo í ár eru þessu ógreiddu gjöld á pari við fyrri ár.
Rætt um fjárhagsstöðu Þytsheima. Stjórn ekki vel að sér í því og rætt um að þar megi betur fara. Bent á að eðlilegt væri að ársreikningur Þytsheima væri lagður fram samhliða ársreikningum félagsins.
Spurt út í skuld varðandi æskulýðsstarf. Reikningar sendir seint út svo margir voru að borga eftir áramót.
Reikningar samþykktir.
Tillaga að hækka árgjald úr 4000 kr í 4500 kr. Það er samþykkt.
Kosningar:
Sofia Krantz, Kolbrún Grétasdóttir og Friðrik Sigurðssons tilnefnd af stjórn félagsins sem meðstjórnendur til 2 ára. Það samþykkt með lófaklappi.
Stjórn tilnefnir Fríðu Marý Halldórsdóttur og Þröst Óskarsson sem varamenn til eins ár. Það er samþykkt með lófaklappi.
Skoðunarmenn til eins árs kosnir Jóhann Albertsson og Júlíus Guðni Antonsson.
Varaskoðunarmenn til eins árs kosnir Sigrún Þórðardóttir og Halldór Sigfússon.
Fundurinn felur stjórn að finna fulltrúa á USVH þing á næsta ári.
Önnur mál:
Pálmi ræðir um nefnd sem myndi taka að sér að sjá um mál reiðhallar og félagssvæðisins. Mannvirkjanefnd. Það hvílir mikið á fáum einstaklingum og þarf fleiri hendur til þess að létta undir. Bent á að ekki hefur verið skipt niður vikum á korthafa varðandi þrif á reiðhöll og að læsa á kvöldin. Stjórn ætlar að ganga í málið og finna betri flöt á bæði þrifum og daglegri notkun reiðhallar. Stjórn falið að skoða þetta mál frekar.
Spurt hvort einhver sé tilbúin að koma inn í stjórn reiðhallarinnar. Pálmi veltir upp þeim möguleiki að stjórn hestamannafélagasins taki yfir stjórn reiðhallarinnar.
Bent á að það væri skemmtilegt að bjóða til vinnukvölds og skemmtikvölds. Reyna að virkja fólk betur í starfið.
Spurt út í ræsi yfir ána svo hægt sé að komast yfir hana að vetri til. Nefnd um það mál var starfandi fyrir tveimur árum og vann flottar hugmyndir sem virðast hafa gleymst hjá sveitarfélaginu. Hesteigendafélagið ætti í raun að koma inn í þetta mál.
Stjórn skorar á Hesteigendafélagið að funda hið fyrsta og fara yfir mélefni félagsins og endurvekja það.
Spurt út í reiðvegamál. Hvernig er viðhaldi þeirra háttað og hvenær er það hugsað? Viðhaldi ábótavant varðandi vegina sjálfa og girðingar. Halldór Sigfússon svarar fyrirspurn og segir að þetta árið verður tileinkað viðhaldi. Elsti hlutinn af reiðveginum verður tekin til skoðunnar í sumar.
Rætt um girðingu meðfram Brandagili. Þarf að yfirfara hana. Halldór Sigfússon þakkar ábendinguna.
Úrtaka fyrir Landsmót. Formaður vill að úrtaka fari fram á gæðingakeppnisvelli. Skiptar skoðanir á því hvað fólk vill. Úrtaka ræðst svolítið af því hvað eigi að gera fyrir svæðið. Rætt um hvort eigi að stækka völlinn. Stjórn falið að skoða kostnað við stækkun á vellinum. Bent á að úrtaka sé næstum hvert ár og mikilvægt að hross keppi á velli hliðstæðum þeim sem þau koma til með að keppa á stærri mótunum. Einnig bent á að það séu áhorfendur að mæta sem myndu ekki annars koma ef við færum með úrtökuna annað.
Pálmi þakkar þá sem víkja úr stjórn fyrir vel unnin störf og bíður nýtt fólk velkomið til starfa. Sigríður Ólafsdóttir þakkar fyrir samstarfið og óskar nýrri stjórn velfarnaðar. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir tekur heilshugar undir.
Steinbjörn slítur fundi kl 22:03.