17.04.2018 12:22
Tiltekardagur Þyts og fundur um úrtöku
![]() |
Hestamannafélagið Þytur auglýsir tiltekardag í hesthúsahverfinu fimmtudaginn 19. apríl n.k. Við hvetjum hesthúsaeigendur og aðra félagsmenn að taka til hendinni og fegra hverfið í sameiningu.
Um kvöldið kl. 19 boðar stjórn félagsins til fundar í félagshúsinu um framkvæmd úrtöku fyrir Landsmót í Reykjavík. Mikilvægt er að sem flestir mæti.
Eftir fundinn sameinumst við í þrif í reiðhöllinni. Dúndrandi stemning og margar hendur vinna létt verk.
Með sumarkveðju
Stjórn hestamannafélagsins Þyts
Skrifað af Fanney
Flettingar í dag: 1150
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 3877
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 2232667
Samtals gestir: 91581
Tölur uppfærðar: 30.8.2025 03:37:41