14.02.2019 08:46
Framlengdur skráningarfrestur !!!
Skráningarfrestur hefur verið framlengdur fram að miðnætti.
Einnig eru keppendur sem hafa skráð beðnir að athuga hvort þeir hafi ekki örugglega fengið tölvupóst um skráninguna, annars hefur hún ekki tekist.
verður að vera búið að skrá á miðnætti fimmtudaginn 14. febrúar.
Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs.
Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Pollar skrá sig einnig til
leiks.
Í 1., 2., og unglingaflokki verður keppt í V3, forkeppnin riðin skv. stjórn þular: Hægt tölt -Hægt- til
milliferðar brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðarstökk - Milliferðar til yfirferðartölt
Í 3.flokk og barnaflokk verður keppt í V5, forkeppnin er riðin skv. stjórn þular: Frjáls ferð á tölti - Hægt til milliferðar
brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðar stökk
Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar fyrir skráninguna, annars er slóðin þessi: http://skraning.sportfengur.com/ og
farið undir mót.
Skráningargjaldið er 2.500 fyrir fullorðna og 1.500 fyrir ungmenni og unglinga. Skráningargjöld verður að millifæra
svo skráning sé tekin gild. Skráning í Pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng.
Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000 kr.
Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er.
kt: 550180-0499
Rnr: 0159-15-200343
Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com
Knapar eru beðnir að yfirfara skráningar vel og skila breytingum inn fyrir klukkan 12:00 á föstudag á
netfangið thytur1@gmail.com.
Aðgangseyrir er 500 en frítt fyrir 12 ára og yngri.
Aðalstyrktaraðili fjórgangsins í Norlensku mótaröðinni er Kaupfélag Vestur Húnvetninga

Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 766
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 6167
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 1754601
Samtals gestir: 83914
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:13:00