01.04.2019 11:57

Fundargerð aðalfundar Þyts 2019

Aðalfundur Þyts
19. mars 2019


Mættir eru: Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, Pálmi Geir Ríkarðsson, Sofia Krantz, Kolbrún Grétarsdóttir, Steinbjörn Tryggvason, Matthildur Hjálmarsdóttir, Jónína Pálmadóttir, Guðlaug Sigurðardóttir, Jóhannes Ingi Björnsson, Jóhann Albersson, Sigfús Ívarsson, Guðmundur Sigurðsson, Jónína Sigurðardóttir, Tryggvi Rúnar Hauksson, Jóhann Magnússon, Irina Kamp, Aðalheiður Einarsdóttir

Pálmi biður fólk velkomið og skipar Guðrúnu Ósk sem ritara og Steinbjörn sem fundarstjóra. Það er samþykkt af fundinum.

Steinbjörn tekur við stjórn fundar og kynnir Pálma sem fer yfir skýrslu stjórnar. Pálmi stikklar á stóru um félagsstarf síðasta árs.

Steinbjörn kynnir Kolbrúnu sem fer yfir reikninga félagsins. Orðið gefið laust og fundarmenn hvattir til að koma með spurningar. Kolbrún bendir á að það vanti upplýsingar um hver greiði inn á reikninga sem snúa að veitinganefnd. Jóhann Albertsson biður um orðið. Hann bendir á að sökum sambýlisstöðu sinnar sé hann ekki lengur hæfur sem skoðunarmaður reikninga og vill að það verði tekið fyrir í kosningum á eftir. Hann bendir svo á mikilvægi þess að eftir hvern viðburð þurfi að koma einhver greinargerð á innkomu og úttektum til gjaldkera. T.d. sundurliðun á skráningargjöldum, dómarakostnaðar, verðlaunakostnað og annað sem til fellur. Kolbrún bendir á það að það sé mikilvægt að nefndirnar setji nafn nefndarinnar í skýringu þegar lagt er inn eða tekið út. Rætt um að rekstrarafkoma félagsins sé góð en það þurfi að endurskoða skipulagið í kringum fjármálin. Spurt hvort engin leiga sé á félagshúsinu. Pálmi segist hafa tekið þá ákvörðun að hætta því eftir að ungmenni fóru að sækjast eftir að leiga húsið í samkomur sem passa ekki við anda íþrótta. Rætt um óvenjuháan rafmagnskostnað á félagshúsinu síðasta ár. Máli vísað til stjórnar. Spurt út í afskrifuð félagsgjöld og æfingagjöld. Pálmi svarar og bendir á að kerfið sem heldur utan um félagatal hafi ekki afskráð félaga sem höfðu sóst eftir afskráningu. Þeir fengu því reikninga sem voru afskráðir. Rætt um hvort megi ganga harðar eftir fólki að borga félagsgjöld en stjórn ætlar að ganga í málið á næstu vikum. Kolbrún bendir á að leiga á Þytsheimum sé ekki búin að dragast saman heldur sé hún í tveimur þáttum á reikningum.
Steinbjörn ber reikninga undir atkvæði. Þeir eru samþykktir samhljóða.

Árgjald

Steinbjörn kynnir næsta lið sem er árgjald. Pálmi leggur til að það haldist óbreytt. Bent á að margir félagsmenn greiði árgjald án þess að koma að starfsemi félagsins og hætt við að þessir aðilar hætti í félaginu sé árgjald hækkað mikið. Árgjaldið er 4500 kr. Fundurinn samþykkir tillöguna.

Kosningar.
Steinbjörn kynnir kosningar og Pálmi segir að þurfi að kjósa formann og meðstjórnanda. Pálmi og Fanney gefa kost á sér áfram og er það samþykkt af fundinum. Pálmi er því kosinn formaður til tveggja ára og Fanney meðstjórnandi til 2 ára.

Kosið um tvo varamenn til eins árs. Jónína Lilja og Guðrún Ósk bjóða sig fram sem varamenn í stjórn og er það samþykkt.

Kosið um tvo skoðunarmenn til eins árs. Jóhann Albertsson gefur ekki kost á sér áfram. Matthildur gefur kost á sér og er kosin. Júlíus Guðni er kosin til áframhaldi setu.

Kosið um tvo varamenn skoðunarmanna til eins árs. Jóhann Magnússon gefur kost á sér og er kosin ásamt Halldóri Sigfússyni sem er kosin til áframhaldandi setu.

Kosið um 5 félagsmenn til að sitja USVH þing. Rætt um þingið sem kemur undir liðinn önnur mál. Því er beint til stjórnar að manna þingið.

Önnur mál.

Rætt um mikilvægi þess að hestamenn sendi fulltrúa á þing USVH og að hestamannafélagið þurfi að sækja meira í USVH. Pálmi situr nú sem varamaður í stjórn USVH og er því komin með góðan skilning á starfsemi félagsins. Pálmi bendir á að námskeið á vegum félagsmanna em fékk ekki stuðning á vegum USVH vegna þess að námskeiðið náði ekki 10 vikum. Stjórnin mun skoða málið áfram en Pálmi bendir á að breyttur rekstrargrunndvöllur á reiðhöllinni gæti komið til þess að þess þyrfti ekki.

Kallað eftir ársreikningi reiðhallarinnar. Pálmi segir að hann sé ekki tilbúin og mun kallar til fundar þegar hann liggur fyrir. Verið að vinna í málinu í hægu samstarfi við skattinn.

Logi ræðir um námskeiðishald í reiðhöllinni ef höllinn sé laus á haustin sem myndi þá ná að teygja sig í 10 vikur. Rætt um valgrein í samstarfi við Grunnskólann sem gæti rúmast innan stundartöflu. Logi bendir á að þetta gæti einnig stuðlað að nýliðun í greininni sem er alltaf mikilvæg.

Pálmi tekur umræðu um LH þing. Hann ræðir um mikið átakaþing þar sem sitjandi formaður fékk mótframboð án þess að sérstakar ástæður lægju að baki. Eftir að hafa setið þingið segir Pálmi að stóru félögin í Reykjavík hafi greinilega tekið sig saman um að reyna að koma sínum manni að. Í kjölfarið að sitjandi formaður vann kosninguna með naumindum leystist stjórn LH upp og þurfti að finna nokkra nýja stjórnarmenn. Pálmi bendir á að þingið er mikil vinnuhelgi og fólk þurfi að mæta undirbúið. Hann bendir á þann möguleika að bjóða félögum að taka þátt í þinginu, ekki endilega bara þeim sem sitja í stjórn. Þeir sem hafa áhuga og eru tilbúnir að taka slaginn fari á þingið.

Jónína ræðir um 10 ára afmæli hallarinnar á næsta ári. Hún kallar eftir því að í haust verði farið að undirbúa það. Einnig bent á að 70 ára afmæli félagsins er á næsta ári.

Pálmi fékk beiðni frá félagsmanni um að fjölga í nefndum. Hann segir einnig frá símtali eftir síðasta félagsfund þar sem félagsmaður bað um að fá að vinna í nefnd. Pálmi varð við beiðninni. Pálmi segir frá því að hann sé ekki hlynntur því að hringja í fólk til að fá það í nefndir. Fólk tilkynnir ef það vill fá sig laust.

Jónína Lilja ræðir um Sportfeng. Hún er eins og staðan er í dag eina manneskjan sem kann á Sportfenginn. Hún kallar eftir námskeiði fyrir félagsmenn. Rætt um í kjölfarið að þarft er að fjölga starfsmönnum á mótum. Vinnan lendir mikið alltaf á sama fólkinu. Jónína hvött til að standa fyrir námskeiði fyrir félagsmenn.

Aðalheiður segir frá vinnu firmakeppninnar. Hún bendir á að þátttakan í ár hefði verið með minnsta móti. Aðalheiður leggur fram spurningu hvort grundvöllur sé fyrir því að halda áfram með firmakeppnina. Rætt um hvort breytt dagsetning hafi sett strik í reikninginn. Þátttaka í firmakeppni hefur verið mismikil síðustu ár en flest ár innan góðra marka. Rætt um að hugsanlega væri hægt að breyta fyrirkomulagi hennar.

Pálmi ræðir um mikilvægi þess að við munum að hrósa hvort öðru fyrir vel unnin störf.

Pálmi minnist á mótaröðina sem hefur verið í vetur í samstarfi við Skagfirðinga. Hann hvetur fólk til að mæta á síðasta mótið og klára veturinn með stæl. Sýnum félagsanda og standa saman.

Spurt hvers vegna skagfirðingar hafa ekki verið að taka þátt í mótaröðinni. Logi segir að aðsókn félagsmanna í skagafirði sé mjög slök og léleg þátttaka í viðburðum sé ekki að einskorðast við þessa mótaröð.

Pálmi segir frá því að skipuð var nefnd um keppnisvöllinn. Pálmi kemur með tillögu til USVH á þinginu um að USVH muni styðja við félagið í því að fá sveitastjórn til að styðja við framkvæmdir á keppnisvellinum. Sveitastjórn hefur þegar fengið bréf um málið og tók vel í það.

Rætt um hvaða framkvæmdir liggi fyrir og að fundur yrði haldin í tengslum við vinnuna þegar málið er komið lengra.

Jónína spyr hvernig gangi með reiðveginn í Víðidalnum. Jóhannes segir að hann verði klár fyrir sumarið. Hann er fær eins og staðan er en verður klár í sumar. Jóhannes segir frá þeim framkvæmdum sem liggja fyrir á næstunni. Spurst fyrir um ræsi yfir Hvammsánna. Pálmi segir að málið hafi verið sent í fyrrnefndu bréfi til sveitastjórnar. Stjórn mun ítreka erindið. Jóhann ræðir um að framkvæmdir ættu frekar að vera að vori en að hausti. Jóhannes svarar að erfitt sé að fá verktaka á þeim tíma og sami verktakinn er iðulega valinn sökum vandaðra vinnubragða og góðs samstarfs.

Logi kallar eftir því að stjórn fari í það að vinna með sveitastjórn að vinnu á svæðinu fyrir ofan bæinn með reiðleiðir og gönguleiðir í huga.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Flettingar í dag: 1719
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1418906
Samtals gestir: 74874
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:11:55