06.06.2022 13:43

Dagskrá og vinnukvöld

 

Tiltektarvika

Við ætlum að laga til og gera fínt nokkur kvöld í þessari viku 7.-10. júní á milli kl. 17:00-19:00. Það þarf að setja bönd í stað plasts á skeiðbrautinni, mála fánastangirnar, plokka og laga til. Við viljum biðja alla sem geta að mæta eitt eða tvö kvöld. Einnig hvetjum við hesteigendafélagið til þess að snyrta í kringum sig í vikunni.

Dagskrá Gæðingamóts Þyts og úrtöku Þyts fyrir Landsmót má sjá hér fyrir neðan.

Boðið verður upp á annað forkeppnisrennsli í öllum flokkum eftir úrslitin á sunnudaginn fyrir þá sem vilja, skráning fyrir seinna rennslið verður á laugardaginn og henni verður að vera lokið fyrir kl. 19:00. Bæði rennslin gilda fyrir úrtökuna á Landsmót, þ.e. efstu þrír knapar eftir bæði rennslin vinna sér inn þátttökurétt á Landsmót. 

Við viljum einnig minna þá knapa sem eru með farandbikara að koma með þá með sér. 

Mótið hefst á knapafundi kl. 09.30 í félagshúsi Þyts. 

Laugardagur

09:30 Knapafundur

10:00 A-flokkur

Ungmennaflokkur

Pollaflokkur

Matarhlé (45 mín)

B-flokkur

Unglingaflokkur

Gæðingatölt

Kaffihlé

Skeið

Sunnudagur

10:00

Seinna rennsli forkeppni

A flokkur

Unglingaflokkur 

Úrslit:

A úrslit B-flokkur

Matarhlé

A- úrslit Ungmennaflokkur

A- úrslit Unglingaflokkur

A- úrslit Gæðingatölt 

A úrslit A – flokkur

 

Seinna rennsli forkeppni 

Flettingar í dag: 928
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 1015
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 274095
Samtals gestir: 9053
Tölur uppfærðar: 29.11.2022 18:25:27