02.08.2022 05:41

Samantekt frá LM

 
  

Þytsfélagar stóðu sig vel á landsmóti og voru félaginu til mikils sóma, verður að nefna fyrst ofurkonuna Helgu Unu Björnsdóttur en hún fékk reiðmennskuverðlaun FT en reiðmennskuverðlaun FT eru veitt á Lands- og Fjórðungsmótum. Verðlaunað er fyrir framúrskarandi reiðmennsku og framkomu með hesta sína, hvort sem er í keppnisgreinum eða á kynbótasýningum mótsins. Að öll framkoma sé til fyrirmyndar innan sem utan vallar, gagnvart hestum, starfsfólki og keppendum, ásamt því að hestar séu vel uppbyggðir og þjálfaðir.

Umsögn sem fylgdi verðlaununum er eftirfarandi:

„Helga sýndi 12 hross á mótinu í kynbótadómi, þar á meðal efstu hryssurnar í fimm og sex vetra flokkum, þær Hildi frá Fákshólum og Sögn frá Skipaskaga.

Hún tók einnig þátt í íþróttagreinunum með mjög góðum árangri og var meðal annars efst eftir forkeppni í fjórgangi á Hnokka frá Eylandi og reið Flugu frá Hrafnagili í B-úrslitum í tölti T1.

Reiðmennska Helgu einkennist af dirfsku og afköstum, en ekki síst af léttleika, sanngirni og skilningi. Allt lítur út fyrir að vera auðvelt, sjálfsagt og fyrirhafnarlítið fyrir knapann sem er gæðamerki reiðmennskunnar hjá Helgu.

Hestarnir hennar bera þess merki að hafa fengið góða uppbyggingu og vandaða þjálfun sem veldur því að þegar á brautina er komið leggja þau sig fram fyrir knapann sinn. Þau ganga í góðri líkamsbeitingu sem leiðir af sér fasmikla framgöngu án þvingunar.

Framkoma Helgu utan vallar er einnig til fyrirmyndar.

Helga, þú ert meðal okkar alfremstu! Það er unun að sjá þig á baki og í félagsskap hestanna þinna, hvort sem það er við upphitun eða í brautinni. Þú ert til fyrirmyndar! Til hamingju.”

 

Í unglingaflokki kepptu, Aðalbjörg Emma Maack, Guðmar Hólm Ísólfsson og Indriði Rökkvi Ragnarsson og stóðu þau sig öll með prýði. Guðmar og Jökull frá Efri-Rauðalæk komust í milliriðil og enduðu í 16. sæti með eink 8,48.

Í ungmennaflokki kepptu Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson, Margrét Jóna Þrastardóttir og Rakel Gígja Ragnarsdóttir. Eysteinn og Rakel komust áfram í milliriðil og endaði Rakel Gígja og Trygglind frá Grafarkoti í 19. sæti með eink. 8,33 en Eysteinn reið sig í milliriðli beint í A úrslit og enduðu þeir í 7. sæti með eink 8,51

Í B flokki kepptu Hörður Óli Sæmundarson, Jóhann Magnússon og Jakob Svavar Sigurðsson og komst Jakob Svavar á Brynjari frá Syðri-Völlum í milliriðil og þaðan í B úrslit og endaði Brynjar frá Syðri Völlum í 10. sæti með eink 8,71. Knapi í úrslitum var Helga Una Björnsdóttir. 

í A flokki kepptu Hörður Óli á hrossunum Áfanga frá Víðidalstungu og Móa frá Gröf og Jóhann Magnússon á Rauðhettu frá Bessastöðum. Komumst ekki áfram í milliriðil en stóðu sig vel í feikna sterkum A flokki. 

Hér eru myndir sem Kolla Gr tók á mótinu og Eydís Ósk á úrtöku. 

 

                                                

 
 

 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 
 
 
 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 188
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 854
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 276794
Samtals gestir: 9157
Tölur uppfærðar: 2.12.2022 18:34:57