18.08.2022 09:39

Opna íþróttamóti Þyts aflýst

Ekkert verður af opna íþróttamóti Þyts þetta árið vegna dræmrar þátttöku, því miður er ekki næg þátttaka til að standa undir kostnaði en óvenju fáir hafa skráð sig til leiks.

Mótanefnd leggur til að mótið verði haldið í júní á næsta ári þar sem ekkert stórmót er á árinu 2023.

Þeir sem voru skráðir til leiks og búnir að borga skráningargjaldið mega senda tölvupóst á kolbrunindrida@gmail.com með reikningsupplýsingum svo hægt sé að endurgreiða skráningargjöldin.

Flettingar í dag: 1736
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 643
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1906590
Samtals gestir: 87579
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 08:09:50