03.05.2025 19:05

Reynisbikarinn heim

Allur Reiðmannshópurinn á Hvammstanga með kennara sínum, Þorsteini Björnssyni.
 

Í vetur hefur 15 manna hópur hjá Þyti verið á endurmenntunarnámskeiðinu Reiðmaðurinn II frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Í lok námskeiðsins taka nemendurnir próf sem felst í því að þeir setja upp sýningu þar sem þeir þurfa að sýna allar gangtegundir hestsins síns og nokkrar æfingar sem þeir hafa lært á námskeiðinu. Tveir efstu úr prófinu fá svo að taka þátt í keppni um Reynisbikarinn á Reiðmannshelginni á Miðfossum. Sá dagur var í dag og voru það Eva-Lena Lohi og Gréta Brimrún Karlsdóttir sem unnu sér inn rétt til að taka þátt í þeirri keppni, sem er þá við tvo efstu nemendur úr námskeiðum hjá öðrum hestamannafélögum í landinu. Eva-Lena var á hesti sínum Draumi frá Hvammstanga og Gréta var á hryssu sinni Brimdísi frá Efri-Fitjum. Kennari hópsins var Þorsteinn Björnsson, sem jafnframt er kennari við Hólaskóla.

 
 

Það er skemmst frá því að segja að Eva-Lena vann keppnina í dag og kom því heim með Reynisbikarinn og Gréta varð í þriðja sæti. Það er því stoltur Þytshópurinn sem var á Miðfossum í dag.

 

Reynisbikarinn er nefndur eftir Reyni Aðalsteinssyni, sem hannaði og kom á koppinn þessu reiðmannsnámi. Hópurinn sem hefur verið við námið á Hvammstanga er gífurlega ánægður með kennsluna og árangur hennar og stefnir á að fara á lokanámskeiðið í haust, sem heitir Reiðmaðurinn III.

Flettingar í dag: 3514
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 3222
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 1871364
Samtals gestir: 86690
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 20:11:42