27.05.2025 18:20

Opna íþróttamóti Þyts frestað

Opna íþróttamóti Þyts hefur verið frestað til 18. og 19. júlí nk. vegna dræmrar þátttöku. Mótið verður haldið á Kirkjuhvammsvelli og skráning auglýst nánar þegar nær dregur. Þeir sem voru búnir að skrá mega senda tölvupóst á thytur1@gmail.com til að fá skráningargjald endurgreitt. 

Mótanefnd áskilar sér rétt til að sameina flokka eða fella niður ef ekki næst næg þáttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.500 kr. Fyrir börn og unglinga 2.500 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 4.000 kr á hest. Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst.

Greinar:
4-gangur V2 og tölt T3 1. flokkur
4-gangur V5 og tölt T7 2. flokkur
4-gangur V2 og tölt T3 ungmennaflokkur (18-21 árs á keppnisárinu)
4-gangur V2 og tölt T3 unglingaflokkur (14-17 ára á keppnisárinu)
4-gangur V5 og tölt T7 barnaflokkur (10-13 ára á keppnisárinu)
Pollaflokkur (9 ára og yngri á árinu) Verkefni: 3 til 5 keppendur inn á vellinum í einu. Þulur stjórnar keppni, riðið að lágmarki 3 hringir.
5-gangur 1. flokkur F2
Tölt T4 (einn flokkur)
Gæðingaskeið
100 metra skeið

 

Flettingar í dag: 4911
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 3995
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 2113033
Samtals gestir: 89882
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 22:58:14