14.01.2026 14:45
Fyrsta mót - gæðingatölt
![]() |
Fyrsta mót vetrarins verður laugardaginn 24. janúar nk kl. 14.00 í Þytsheimum á Hvammstanga. Það þarf að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudaginn 21. janúar. Skráning fer fram í gegnum skráningakerfi Sportfengs. Keppt verður í gæðingatölti í öllum flokkum. Pollar geta skráð sig til leiks, ef það eru margir pollar munum við skipta þeim upp í 2 hópa, þeir sem geta riðið sjálfir og hinn sem er teymt undir.
Slóðin inn á skráninguna er: Sportfengur og farið undir mót. Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, unglingaflokki og í barnaflokki Þeir sem skrá sig í 3 flokk, skrá sig í gæðingatölt ungmennaflokkur.
Skráningargjaldið er 4.000 fyrir fullorðna, 2.500 fyrir unglinga og börn. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Skráning í pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng. Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 5.000 kr.
Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er. kt: 550180-0499 Rnr: 0159-15-200343 Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com
Ráslistar munu birtast í Horseday appinu.

