13.01.2010 22:39

Húnvetnska liðakeppnin

Mótanefnd liðakeppninnar fundaði nýverið með liðsstjórum allra liðanna og var farið yfir  reglur keppninnar og hér fyrir neðan má sjá niðurstöðuna sem allir voru mjög sammála um. Framundan er spennandi keppni og styttist í fyrsta mót sem verður 5. febrúar í Hvammstangahöllinni.


Mót Húnvetnsku liðakeppninnar verða:

5. febrúar
- Fjórgangur
19. febrúar - Smali á Blönduósi

12. mars - Fimmgangur
9. apríl - Tölt

Reglur keppninnar árið 2010:

Liðin skiptast þannig,
Lið 1: Hvammstangi, Miðfjörður og Hrútafjörður
Lið 2: Vatnsnes, Vesturhóp og Línakradalur (Gamli Kirkjuhvammshr. og Þverárhreppur)
Lið 3: Víðidalur og Fitjárdalur
Lið 4: Austur-Húnavatnssýsla
Skiptingin er aðeins til viðmiðunar fyrir fólk en ekki bundin við lögheimili. Keppendur verða að finna sitt lið og láta hjartað ráða för
J


1. flokkur,
ef keppendur eru 16 eða fleiri eru B-úrslit riðin. 4 efstu eru öruggir í A-úrslit, sá fimmti þarf að vinna sig upp í úrslitin.

Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 12 stig
2. sæti - 10 stig
3. sæti - 9 stig
4. sæti - 8 stig
5. sæti - 7 stig

Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 5 stig
7.sæti - 4 stig
8.sæti - 3 stig
9.sæti - 2 stig

Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

2. flokkur,
sömu reglur í sambandi við A- og B-úrslit. Stigagjöf er þó öðruvísi.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 8 stig
2. sæti - 6 stig
3. sæti - 5 stig
4. sæti - 4 stig
5. sæti - 3 stig

Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 2 stig
7.sæti - 1 stig
8.sæti - 1 stig
9.sæti - 1 stig

Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

Barna- og unglingaflokkar (17 ára og yngri, fædd 1993 og seinna)

1.sæti - 5 stig
2.sæti - 4 stig
3.sæti - 3 stig
4.sæti - 2 stig
5.sæti - 1 stig

Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili.
Einnig verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1. eða 2. flokki í upphafi tímabils og má ekki fara á milli flokka á tímabilinu.

Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig.

Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.


Flettingar í dag: 1286
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1418473
Samtals gestir: 74871
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:50:38