Færslur: 2008 Janúar

30.01.2008 08:29

Meistaradeild Norðurlands

 
 

Rásröð fyrir úrtöku KS deildarinnar í reiðhöllinni á Sauðárkróki er tilbúinn og hefst veislan miðvikudagskvöldið 30. janúar klukkan. 20.00. Úrtakan hefst á fjórgangi og líkur á fimmgangi. Það verður gaman að sjá hestakostinn sem knapar Norðurlands mæta með í úrtökuna. Meðfylgjandi er ráslisti í fjórgang og fimmgang.


4 gangur
1. Barbara Wenzl
2. Páll Bjarki Pálsson
3. Ásdís Helga Sigursteinsdóttir
4. Sölvi Sigurðarson
5. Víðir Kristjánsson
6. Þorsteinn Björnsson
7. Ísólfur Líndal
8. Camilla Petra Sigurðardóttir
9. Artemisa Beertus
10 Eyrún Ýr Pálsdóttir

5 gangur
1. Sölvi Sigurðarson
2. Artemisa Beertus
3. Camilla Petra Sigurðardóttir
4. Eyrún Ýr Pálsdóttir
5. Þorsteinn Björnsson
6. Páll Bjarki Pálsson
7. Víðir Kristjánsson
8. Ísólfur Líndal
9. Ásdís Helga Sigursteinsdóttir
10.Barbara Wenzl

29.01.2008 09:20

Æskulýðsstarf Þyts


Fundur verður haldinn á vegum æskulýðsnefndar Þyts í félagshúsi okkar í Kirkjuhvammi 9. febrúar 2008 kl 13:00.


Dagskrá; vetrarstarfið,námskeið,sýningar ofl.


Vonumst til að sjá sem flesta.


Æskulýðsnefnd Þyts

 AÐALSTYRKTARAÐILI ÞYTS

29.01.2008 08:33

Ráðstefna um menntamál hestamanna

Menntamálaráðuneytið og Landssamband hestamannafélaga bjóða til menntaráðstefnu föstudaginn 1. febrúar klukkan 13:00 ? 16:00 í ráðstefnusal F/G á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík

Rástefnustjóri: Karítas Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarskrifstofu Menntamálaráðuneytisins.

Dagskrá:

Klukkan 13:00

1. Setning

2. Menntakerfi íþróttahreyfingarinnar. Viðar Sigurjónsson, sviðstjóri fræðslusviðs ÍSÍ

3. Staðan í menntamálum í dag og Matrixa FEIF. Sigurður Sigursveinsson

4. Þróun menntunnar í hestamennsku á Íslandi, Reynir Aðalsteinsson

5. Framtíðarsýn í menntamálum hestamanna - 2-3 stutt erindi

6. Pallborðsumræður ? Framtíðarsýn menntunar í hestamennsku

Ráðstefnulok klukkan 16:00

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Skráning er á tölvupóstfangið lh@isi.is

25.01.2008 09:01

Þyts íþróttagallarnir

Jæja.. þá eru Þyts íþróttagallarnir komnir og eru bara mjög flottir. Síðustu helgi fór ég í Lífland og þeir eru að fá peysur núna í lok janúar sem verður hægt að fá í kvenna-, karla- og barnastærðum. Spennandi að sjá hvernig þær líta út. En eins og kom fram á síðasta fundi að þá fékk ég peysur í nóvember sem ég var ekki sátt við.

Kolla

24.01.2008 09:37

Tjarnartölt


Tjarnartölt verður haldið á Gauksmýrartjörn laugardaginn 26.janúar nk. og hefst kl.14:00.

Keppt verður í 3 flokkum: 1. flokkur , 2. flokkur og barna- og unglingaflokki. Skráningargjald er 1000 kr á skráningu.

Þá er keppt í hesthúsakeppni sem er liðakeppni, að minnsta kosti 4 knapar/hestar mynda lið (mega vera fleirri) sem hefur 5 mínútur til ráðstöfunar til að sýna listir sínar og hafa alla tjörnina sem sýningarsvæði. Dómari eða dómnefnd velur síðan besta liðið. Skráningagjald er 3.000 kr á lið.

Keppt er um veglega farandgripi sem eru gefnir af: Líflandi, Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Húsasmiðjunni og Sveitasetrinu Gauksmýri.
Farandgripirnir eru smíðaðir af Ágústi Þorbjörnssyni.

Gefendur annarra verðlauna eru K. Richter ( Kerckhaert skeifur) og Tveir smiðir ehf.

Skráning og upplýsingar í síma 451-2927 eða 869-7992 eða gauksmyri@gauksmyri.is.
Ef veður hamlar eða ísinn er ekki nógu traustur þannig að fresta þarf TJARNARTÖLTI mun tilkynning birtast á heimasíðu Gauksmýrar www.gauksmyri.is

Jafnframt er tilboð á gistingu og mat fyrir menn og hesta hjá Sveitasetrinu Gauksmýri. ( sjá nánar Hestahelgi www.gauksmyri.is ) auk þess sem veitingar eru til sölu á Sveitasetrinu.
Tilvalið fyrir keppnismenn og hinn almenna hestamann að fjölmenna og taka þátt í þessu fyrsta ísmóti vetrarins. Toppaðstaða fyrir menn og hesta.


Tekið af www.gauksmyri.is

11.01.2008 15:09

Reiðnámskeið

Reiðnámskeið verður haldið í reiðhöllinni Höfðabakka helgina 23. - 24. febrúar og seinni helgin verður í lok apríl.

Farið verður í rökrétta uppbyggingu reiðhestsins og bætt samskipti manns og hests.

Um er að ræða 2 helgar, 8 skipti.

Reiðkennari er Ísólfur Líndal

Upplýsingar og skráning i síma 899-1146 eða ifi@simnet.is

06.01.2008 20:30

Þrettándagleðin

 álfadrottningin og álfakóngurinn

Þrettándagleðin var í gær laugardaginn 5. janúar. Farið var í blysför frá Söluskálanum og endað upp í Kirkjuhvammi á keppnisvellinum. Álfadrottning, álfakóngur og hirðmeyjar leiddu gönguna á hestum gegnum bæinn og gaman var að sjá hvað það voru margir sem fylgdu á hestum í blysförinni. Grýla, leppablúði og jólasveinar skemmtu krökkunum í göngunni og björgunarsveitin Húnar kveikti upp í brennu að göngu lokinni.

Myndir komnar inn á myndasíðuna.

03.01.2008 10:32

Veglegur styrkur til hestamannafélagsins

Stjórn Menningarsjóðs Sparisjóðs Húnaþings og Stranda styrkti hestamannafélagið að fjárhæð kr. 2.000.000,- . Styrkurinn er veittur til byggingar reiðhallarinnar og fékk hestamannafélagið baráttukveðjur frá stjórninni til áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja.

Glæsilegt það...

02.01.2008 12:57

Þrettándagleði 2008

Blysför verður farin frá Söluskálanum Hvammstanga kl. 16:00 laugardaginn 5. janúar. Björgunarsveitin Húnar verða með kyndla og stjörnuljós til sölu áður en ganga hefst.

Álfakóngur, álfadrottning og hirðmeyjar leiða gönguna gegnum bæinn að félagssvæði Þyts í Kirkjuhvammi og þar mun Björgunarsveitin Húnar kveikja uppí brennu að lokinni göngu.

Jólasveinar, Grýla og Leppalúði verða með í för.

Brenna, söngur og dans.

Kakó, kaffi og vöfflur til sölu.

Vonumst til að sjá sem flesta.

P.S. Ef veðurútlit er slæmt á þrettándanum gæti dagsetningin breyst. Og verður það nánar auglýst á heimasíðu félagsins

www.123.is/thytur

Ágætu íbúar vinsamlegast ekki skjóta upp flugeldum á meðan blysför stendur þar sem hross geta auðveldlega fælst og valdið slysum



ATH: ENGINN POSI Á STAÐNUM!!!!!!

Æskulýðsnefnd Þyts

  • 1
Flettingar í dag: 448
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417634
Samtals gestir: 74847
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:21:02