Færslur: 2008 Janúar
30.01.2008 08:29
Meistaradeild Norðurlands
29.01.2008 09:20
Æskulýðsstarf Þyts
Fundur verður haldinn á vegum æskulýðsnefndar Þyts í félagshúsi okkar í Kirkjuhvammi 9. febrúar 2008 kl 13:00.
Dagskrá; vetrarstarfið,námskeið,sýningar ofl.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Æskulýðsnefnd Þyts
29.01.2008 08:33
Ráðstefna um menntamál hestamanna
Menntamálaráðuneytið og Landssamband hestamannafélaga bjóða til menntaráðstefnu föstudaginn 1. febrúar klukkan 13:00 ? 16:00 í ráðstefnusal F/G á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík
Rástefnustjóri: Karítas Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarskrifstofu Menntamálaráðuneytisins.
Dagskrá:
Klukkan 13:00
1. Setning
2. Menntakerfi íþróttahreyfingarinnar. Viðar Sigurjónsson, sviðstjóri fræðslusviðs ÍSÍ
3. Staðan í menntamálum í dag og Matrixa FEIF. Sigurður Sigursveinsson
4. Þróun menntunnar í hestamennsku á Íslandi, Reynir Aðalsteinsson
5. Framtíðarsýn í menntamálum hestamanna - 2-3 stutt erindi
6. Pallborðsumræður ? Framtíðarsýn menntunar í hestamennsku
Ráðstefnulok klukkan 16:00
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Skráning er á tölvupóstfangið lh@isi.is
25.01.2008 09:01
Þyts íþróttagallarnir
Kolla
24.01.2008 09:37
Tjarnartölt
Tjarnartölt verður haldið á Gauksmýrartjörn laugardaginn 26.janúar nk. og hefst kl.14:00.
Keppt verður í 3 flokkum: 1. flokkur , 2. flokkur og barna- og unglingaflokki. Skráningargjald er 1000 kr á skráningu.
Þá er keppt í hesthúsakeppni sem er liðakeppni, að minnsta kosti 4 knapar/hestar mynda lið (mega vera fleirri) sem hefur 5 mínútur til ráðstöfunar til að sýna listir sínar og hafa alla tjörnina sem sýningarsvæði. Dómari eða dómnefnd velur síðan besta liðið. Skráningagjald er 3.000 kr á lið.
Keppt er um veglega farandgripi sem eru gefnir af: Líflandi, Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Húsasmiðjunni og Sveitasetrinu Gauksmýri.
Farandgripirnir eru smíðaðir af Ágústi Þorbjörnssyni.
Gefendur annarra verðlauna eru K. Richter ( Kerckhaert skeifur) og Tveir smiðir ehf.
Skráning og upplýsingar í síma 451-2927 eða 869-7992 eða gauksmyri@gauksmyri.is.
Ef veður hamlar eða ísinn er ekki nógu traustur þannig að fresta þarf TJARNARTÖLTI mun tilkynning birtast á heimasíðu Gauksmýrar www.gauksmyri.is
Jafnframt er tilboð á gistingu og mat fyrir menn og hesta hjá Sveitasetrinu Gauksmýri. ( sjá nánar Hestahelgi www.gauksmyri.is ) auk þess sem veitingar eru til sölu á Sveitasetrinu.
Tilvalið fyrir keppnismenn og hinn almenna hestamann að fjölmenna og taka þátt í þessu fyrsta ísmóti vetrarins. Toppaðstaða fyrir menn og hesta.
Tekið af www.gauksmyri.is
11.01.2008 15:09
Reiðnámskeið
Reiðnámskeið verður haldið í reiðhöllinni Höfðabakka helgina 23. - 24. febrúar og seinni helgin verður í lok apríl.
Farið verður í rökrétta uppbyggingu reiðhestsins og bætt samskipti manns og hests.
Um er að ræða 2 helgar, 8 skipti.
Reiðkennari er Ísólfur Líndal
Upplýsingar og skráning i síma 899-1146 eða ifi@simnet.is
06.01.2008 20:30
Þrettándagleðin
Þrettándagleðin var í gær laugardaginn 5. janúar. Farið var í blysför frá Söluskálanum og endað upp í Kirkjuhvammi á keppnisvellinum. Álfadrottning, álfakóngur og hirðmeyjar leiddu gönguna á hestum gegnum bæinn og gaman var að sjá hvað það voru margir sem fylgdu á hestum í blysförinni. Grýla, leppablúði og jólasveinar skemmtu krökkunum í göngunni og björgunarsveitin Húnar kveikti upp í brennu að göngu lokinni.
Myndir komnar inn á myndasíðuna.
03.01.2008 10:32
Veglegur styrkur til hestamannafélagsins
02.01.2008 12:57
Þrettándagleði 2008
Blysför verður farin frá Söluskálanum Hvammstanga kl. 16:00 laugardaginn 5. janúar. Björgunarsveitin Húnar verða með kyndla og stjörnuljós til sölu áður en ganga hefst.
Álfakóngur, álfadrottning og hirðmeyjar leiða gönguna gegnum bæinn að félagssvæði Þyts í Kirkjuhvammi og þar mun Björgunarsveitin Húnar kveikja uppí brennu að lokinni göngu.
Jólasveinar, Grýla og Leppalúði verða með í för.
Brenna, söngur og dans.
Kakó, kaffi og vöfflur til sölu.
Vonumst til að sjá sem flesta.
P.S. Ef veðurútlit er slæmt á þrettándanum gæti dagsetningin breyst. Og verður það nánar auglýst á heimasíðu félagsins
Ágætu íbúar vinsamlegast ekki skjóta upp flugeldum á meðan blysför stendur þar sem hross geta auðveldlega fælst og valdið slysum
ATH: ENGINN POSI Á STAÐNUM!!!!!!
Æskulýðsnefnd Þyts
- 1