Færslur: 2009 September
29.09.2009 20:54
Þverárréttir
Fjölmargir hrossabændur létu það þó ekki aftra sér frá réttarstörfum og var fjölda hrossa réttað að venju. Kvenfélagið Ársól sá um veitingar í réttarskúrnum og var heitt kakó og vöfflur með sultu og rjóma kærkomið til að ylja í kuldanum.
Þá var búið að setja upp í kaffiskúrnum sýningu þar sem saga réttarinnar er sögð í máli og myndum. Safnað hefur verið saman ljósmyndum frá ýmsum tímum, þær elstu frá því stuttu eftir 1930 og margt forvitnilegt sem kom fram á sýningunni um réttar- og gagnastörf í Þverárhrepp hinum forna. Sýningin er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra. Myndirnar tók Pétur Jónsson
www.feykir.is
28.09.2009 15:22
Brotist inn í hesthús á Blönduósi
-Ég varð fyrir því fyrir tveimur árum að farið var inn í húsið hjá mér þessa helgi og járningargræjunum mínum var stolið. Núna tóku þeir hnakk og þrjú beisli. Það voru fjórir hnakkar í húsinu en aðeins var tekinn sá sem einhver verðmæti voru í. Það lítur því út fyrir að þarna séu hestamenn sem eiga leið í gegn að stela frá öðrum hestamönnum. Ég veit til þess að hestamenn á Hvammstanga hafa líka verið að lenda í þessu. Þetta er mikið tjón fyrir okkur og sárt til þess að vita að þarna séu hestamenn á ferð, segir Skarphéðinn.
Skarphéðinn segist hafa tekið eftir þjófnaðinum í gær og þá hafi hann látið aðra hesthúseigendur vita um innbrotið en ekki hafi orðið vart við að stolið hafi verið úr fleiri húsum. -Ég mun ekki láta taka mig svona í bólinu aftur og er ákveðin í því að tæma allt úr húsinu fyrir næstu Laufskálaréttarhelgi.
www.feykir.is
24.09.2009 13:46
Krónprisessa stóðréttanna - Víðidalstungurétt
Stóði Víðdælinga verður smalað föstudaginn 2.október næstkomandi. Er búist við fjölmenni. Stóðinu verður réttað í Víðidalstungurétt laugardaginn 3.október nk. Stóðið er rekið til réttar kl.10:00 og réttastörf hefjast.
Kl. 13:00 verður uppboð á völdum hrossum. M.a. verður boðið upp brúnskjótt hestfolald Unnar frá Blönduósi sem er undan Álfi frá Selfossi og 1.verðlauna hryssunni Uglu frá Kommu. Þarna er tækifærið að ná sér í framtíðarstóðhest. Þeir hafa ekki verið ófáir stóðhestarnir sem hafa komið frá Kommu á sl. árum
Kl. 14:30 verður dregið í happdrætti. Allir þeir sem kaupa sér kaffi hjá Kvenfélaginu Freyju fá happdrættismiða í kaupbæti. Fjöldi glæsilegra vinninga þar sem folald er aðalvinningurinn. Ekki dónalegt það.
Á laugardagskvöldið verður stóðréttadansleikur í Víðihlíð þar sem sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson leikur fyrir dansi.
Margir ferðaþjónustustaðir í nágrenninu eru með spennandi tilboð á mat og gistingu þessa helgi. . Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá ferðþjónustuaðilum í Húnaþingi vestra.
Verið velkomin í Víðidalstungurétt laugardaginn 3.október þar sem hestar og menn hittast. Þar verður gaman..............................
14.09.2009 08:31
Akkur frá Brautarholti
Viljum við þakka þeim Gesti Júlíussyni og Björgvini Þórissyni dýralæknum ásamt Helga Leif og Örnu fyrir umönnunina á hestinum síðustu daga.
Tryggvi segir á heimasíðu sinni www.hrima.is að það sé mjög sorglegt að horfa á eftir þessum mikla höfðingja þar sem hann hefur veitt honum mikla og góða kennslu og árangur frá því að þeir eignuðust hann í mars 2007.
Akkur hefur hlotið í kynbótadóm 8,23 fyrir sköpulag, 8,80 fyrir hæfileika og 8,57 í aðaleinkun
Sigurvegari í B. flokk hjá Þyt 2007 og 2009
Sigraði B. flokk á Ístölti Austurlands 2008
Þriðja sæti í B. flokk á Landsmóti 2008
Í úrslitum í B. flokk á Metamóti hjá Andvara 2007 og 2008
Fjórða sæti í B. flokk á FM 2009
Blessuð sé minning hans.
//hrima.is/
- 1