Færslur: 2011 Mars
20.03.2011 09:36
Grímuglens og fimleikafjör
Mikið fjör var í gær upp í reiðhöll fyrir yngstu börnin, en þau mættu í grímubúningum á reiðnámskeiðið. Eftir tímann var svo boðið upp á pylsur, gos og kökur. Mjög skemmtilegur tími og krakkarnir himinlifandi. Komnar eru nokkrar myndir hér inn á heimasíðuna, en von er á fleiri myndum inn á síðuna vonandi í dag.
Á eftir litlu krökkunum haldin smá keppni í fimleikum á hesti. Keppnin var á nýja tréhestinum sem Tveir Smiðir gerðu. Hóparnir áttu að vera með atriði sem að þau sáu um að semja og átti atriðið að innihalda fimm skylduæfingar. Þau fundu sjálf nafn á hópinn sinn og bjuggu til búninga fyrir atriðið sitt. Krakkarnir sem tóku þátt í þessari keppni eru búnir að æfa misjafnlega lengi og sumir hafa ekkert æft, en allir mættu galvaskir og spenntir í reiðhöllina til að hafa gaman af þessu. Það eru þær Kathrin Martha Schmitt og Irina Kamp sem sjá um að þjálfa krakkana. Fjórir hópar tóku þátt í keppninni og fengu þeir allir smá viðurkenningu fyrir þátttöku í keppninni. Myndir frá keppninni komnar inn í myndaalbúmið.
19.03.2011 12:20
Grunnskólamót á morgunn - Ráslisti
Fegurðarreið 1. - 3. bekkur | ||||
Nafn | Skóli | Hönd | Hestur | |
1 | Ásdís Freyja Grímsdóttir | Húnavallaskóla | V | Gyðja frá Reykjum |
1 | Jódís Helga Káradóttir | Varmahlíðarskóla | V | Eldur frá Steini |
2 | Aníta Ýr Atladóttir | Varmahlíðarskóla | V | Demantur frá Syðri-Hofdölum |
2 | Freydís Þóra Bergsdóttir | Gr. Austan vatna | V | Gola frá Ytra-Vallholti |
3 | Jón Hjálmar Ingimarsson | Varmahlíðarskóla | V | Flæsa frá Fjalli |
3 | Vigdís María Sigurðardóttir | Gr. Austan vatna | V | Toppur frá Sleitustöðum |
4 | Stefanía Sigfúsdóttir | Árskóla | H | Lady frá Syðra Vallholti |
4 | Björg Ingólfsdóttir | Varmahlíðarskóla | H | Hágangur frá Narfastöðum |
5 | Ásdís Freyja Grímsdóttir | Húnavallaskóla | V | Gáta frá Saurbæ |
5 | Guðný Rúna Vésteinsdóttir | Varmahlíðarskóla | V | Tíbrá frá Hofsstaðaseli |
Tvígangur 4. - 7. bekkur | ||||
Nafn | Skóli | Hönd | Hestur | |
1 | Viktoría Eik Elvarsdóttir | Varmahlíðarskóli | V | Tenór frá Syðra-Skörðugili |
1 | Sigurður Bjarni Aadnegard | Blönduskóli | V | Prinsessa frá Blönduósi |
2 | Stefanía Malen Halldórsdóttir | Gr. Austan vatna | V | Farsæl frá Kýrholti |
2 | Sigríður Kristjana Þorkelsdóttir | Húnavallaskóli | V | Perla frá Reykjum |
3 | Hólmar Björn Birgisson | Gr. Austan vatna | V | Tangó frá Reykjum |
3 | Guðmunda Góa Haraldsdóttir | Árskóla | V | Gneysti frá Yzta-Mói |
4 | Aron Ingi Halldórsson | Gr. Austan vatna | V | Blakkur frá Sauðárkróki |
4 | Herjólfur Hrafn Stefánsson | Árskóla | V | Elgur frá Glæsibæ |
5 | Hólmfríður Sylvia Björnsdóttir | Árskóla | V | Fjóla f.Fagranesi |
5 | Anna Baldvina Vagnsdóttir | Varmahlíðarskóli | V | Móalingur frá Leirubakka |
6 | Anna Margrét Hörpudóttir | Árskóla | V | Sörli frá Kárastöðum |
6 | Freyja Sól Bessadóttir | Varmahlíðarskóli | V | Blesi frá Litlu-Tungu II |
7 | Sigurður Bjarni Aadnegard | Blönduskóli | V | Þokki frá Blönduósi |
7 | Viktoría Eik Elvarsdóttir | Varmahlíðarskóli | V | Hrappur frá Sauðárkróki |
8 | Helgi Fannar Gestsson | Varmahlíðarskóli | H | Stirnir frá Hallgeirseyjarhjáleigu |
8 | Ása Sóley Ásgeirsdóttir | Varmahlíðarskóli | H | Jarl frá Litlu-Hildisey |
9 | Guðmunda Góa Haraldsdóttir | Árskóla | V | Máni frá Árbakka |
9 | Sigríður Kristjana Þorkelsdóttir | Húnavallaskóli | V | Gyðja frá Reykjum |
Þrígangur 4. - 7. bekkur | ||||
Nafn | Skóli | Hönd | Hestur | |
1 | Rakel Eir Ingimarsdóttir | Varmahlíðarskóla | V | Garður frá Fjalli |
1 | Sólrún Tinna Grímsdóttir | Húnavallaskóla | V | Hnakkur frá Reykjum |
2 | Ingunn Ingólfsdóttir | Varmahlíðarskóla | H | Morri frá Hjarðarhaga |
2 | Ásdís Brynja Jónsdóttir | Húnavallaskóla | H | Ör frá Hvammi |
3 | Harpa Hrönn Hilmarsdóttir | Blönduskóla | V | Hvöt frá Miðsitju |
3 | Þórdís Inga Pálsdóttir | Varmahlíðarskóla | V | Kjarval frá Blönduósi |
4 | Ingunn Ingólfsdóttir | Varmahlíðarskóla | H | Hágangur frá Narfastöðum |
4 | Eva Dögg Pálsdóttir | Gr. Hunaþings vestra | H | Ljómi frá Reykjahóli |
5 | Viktor Jóhannes Kristófersson | Gr. Hunaþings vestra | V | Flosi frá Litlu-Brekku |
5 | Ásdís Brynja Jónsdóttir | Húnavallaskóla | V | Ör frá Hvammi |
6 | Sólrún Tinna Grímsdóttir | Húnavallaskóla | V | Gáta frá Saurbæ |
6 | Edda F. Agnarsdóttir | Gr. Hunaþings vestra | V | Gæla frá Kolugili |
7 | Karítas Aradóttir | Gr. Hunaþings vestra | H | Elegant frá Austvaðsholti 1 |
7 | Rakel Eir Ingimarsdóttir | Varmahlíðarskóla | H | Hafþór frá Syðra-Skörðugili |
8 | Leon Paul Suska | Húnavallaskóla | V | Neisti frá Bolungarvík |
8 | Kristófer Már Tryggvason | Blönduskóla | V | Gammur frá Steinnesi, |
9 | Lara Margrét Jónsdóttir | Húnavallaskóli | V | Eyvör frá Eyri |
9 | Lilja María Suska | Húnavallaskóla | V | Þruma frá Steinnesi |
10 | Rakel Eir Ingimarsdóttir | Varmahlíðarskóli | V | Ronja frá Syðra-Garðshorni |
10 | Fríða Isabel Friðriksdóttir | Varmahlíðarskóla | V | Gormur frá Ytri-Löngumýri |
11 | Ásdís Ósk Elvarsdóttir | Varmahlíðarskóla | V | Ópera frá Brautarholti |
Fjórgangur 8. - 10. bekkur | ||||
Nafn | Skóli | Hönd | Hestur | |
1 | Lydía Ýr Gunnarsdóttir | Árskóla | H | Gæfa frá Hofsósi |
1 | Rósanna Valdimarsdóttir | Varmahlíðarskóla | H | Stígur frá Krithóli |
2 | Jón Helgi Sigurgeirsson | Varmahlíðarskóla | V | Bjarmi frá Enni |
2 | Fanndís Ósk Pálsdóttir | Gr. Húnaþings vestra | V | Geisli frá Efri-Þverá |
3 | Ragnheiður Petra Óladóttir | Árskóla | V | Brenna frá Felsseli |
3 | Hanna Ægisdóttir | Húnavallaskóla | V | Penni frá Stekkjardal |
4 | Haukur Marian Suska | Húnavallaskóla | V | Hamur frá Hamarshlíð |
4 | Gunnar Freyr Gestsson | Varmahlíðarskóla | V | Flokkur frá Borgarhóli |
5 | Eydís Anna Kristófersdóttir | Gr. Húnaþings vestra | V | Sómi frá Böðvarshólum |
5 | Jón Helgi Sigurgeirsson | Varmahlíðarskóla | V | Töfri frá Keldulandi |
6 | Friðrún Fanný Guðmundsdóttir | Húnavallaskóla | V | Kjarkur frá Flögu |
6 | Friðrik Andri Atlason | Varmahlíðarskóla | V | Hvella frá Syðri-Hofdölum |
7 | Sara María Ásgeirsdóttir | Varmahlíðarskóla | H | Jarl frá Litlu-Hildisey |
7 | Lilja Karen Kjartansdóttir | Gr. Húnaþings vestra | H | Glóðar frá Hólabaki |
8 | Ragnheiður Petra Óladóttir | Árskóla | V | Djásn frá Höfnum |
8 | Gunnar Freyr Gestsson | Varmahlíðarskóla | V | Dís frá Höskuldsstöðum |
9 | Elín Magnea Björnsdóttir | Árskóli | H | Stefnir frá Hofsstaðaseli |
9 | Bryndís Rún Baldursdóttir | Árskóla | H | Eldur frá Bessastaðagerði |
10 | Helga Rún Jóhannsdóttir | Gr. Húnaþings vestra | V | Þór frá Saurbæ |
10 | Ingibjörg Lóa Hjaltadóttir | Varmahlíðarskóla | V | Flosi frá Skefilsstöðum |
11 | Haukur Marian Suska | Húnavallaskóla | V | Þruma frá Steinnesi |
11 | Fanndís Ósk Pálsdóttir | Gr. Húnaþings vestra | V | Gyðja frá Miklagarði |
12 | Hanna Ægisdóttir | Húnavallaskóla | V | Skeifa frá Stekkjarda |
12 | Birna Olivia Agnarsdóttir | Gr. Húnaþings vestra | V | Merkúr frá Kolugili |
13 | Friðrún Fanný Guðmundsdóttir | Húnavallaskóla | V | Gleði frá Gili |
13 | Jón Helgi Sigurgeirsson | Varmahlíðarskóla | V | Samson frá Svignaskarði |
14 | Hákon Ari Grímsson | Húnavallaskóla | V | Gleði frá Sveinsstöðum |
14 | Sonja S. Sigurgeirsdóttir | Varmahlíðarskóla | V | Spori frá Ytri-Brennihóli |
15 | Ragna Vigdís Vésteinsdóttir | Varmahlíðarskóla | V | Glymur frá Hofsstaðaseli |
15 | Björn Ingi Ólafsson | Varmahlíðarskóla | V | Hrönn frá Langhúsum, |
16 | Þorgerður Bettina Friðriksdóttir | Varmahlíðarskóla | V | Gormur frá Ytri-Löngumýri |
16 | Rósanna Valdimarsdóttir | Varmahlíðarskóla | V | Vakning frá Krithóli |
Skeið | ||||
Nafn | Skóli | Hestur | ||
Ragnheiður Petra Óladaóttir | Árskóla | Brenna frá Felsseli | ||
Hanna Ægisdóttir | Húnavallaskóla | Blesa frá Hnjúkahlíð | ||
Bryndís Rún Baldursdóttir | Árskóla | Björk frá Íbishóli | ||
Ingibjörg Lóa Hjaltadóttir | Varmahlíðarskóla | Kráka frá Starrastöðum | ||
Sara María Ásgeirsdóttir | Varmahlíðarskóla | Jarpblesa frá Djúpadal | ||
Friðrik Andri Atlason | Varmahlíðarskóla | Gneysti frá Yzta-Mó | ||
Helga Rún Jóhannsdóttir | Gr. Húnaþings vestra | Hvirfill frá Bessastöðum |
17.03.2011 13:17
Kvennakvöld á Vertanum
Kvennakvöld verður haldið föstudagskvöldið 18. mars nk. kl. 20:30 á Vertanum Hvammstanga.
Til að skemmta okkur (sem verður létt verk) hefur verið ráðin sérleg skemmtidíva og spákona með fleiru.
Engin önnur en Sigríður Klingenberg, eða Sigga Kling eins og hún kallar sig. Nú setjum við allar sem ein upp rauðasta rauða varalitinn okkar, pússum spariskóna og skautum á vit góðs matar, drykkja, hláturs og gleði.
Allar konur velkomnar J
Verð við inngang : skemmtun kr. 2000
Verð á girnilegu hlaðborði kr. 990
Athugið það er ekki POSI við innganginn en það verður posi fyrir matnum !!
Konur takið kvöldið frá, mætum og látum gleðina taka öll völd!!!!!
17.03.2011 10:04
KS-deildin - tölt úrslit
Það var spennandi keppni sem fram fór í KS deildinni í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki í gærkvöldi, ritari síðunnar fór þarna á sitt fyrsta mót í þessari deild og skemmti sér vel. Árni Björn Pálsson sigraði á hryssunni List frá Vakurstöðum.
Eyjólfur Þorsteinsson leiðir keppnina sem fyrr með 24,5 stig en fast á hæla honum kemur Bjarni Jónasson með 20,5 stig.
Úrslit urðu eftirfarandi:
A-úrslit
1. Árni Björn Pálsson 8,39
2. Ólafur Magnússon 7,78
3. Eyjólfur Þorsteinsson 7,61
4. Bjarni jónasson 7,61
5. Sölvi Sigurðarson 6,72
B-úrslit
5. Sölvi Sigurðarson 7,00
6. Tryggvi Björnsson 6,94
7. Baldvin Ari Guðlaugsson 6,78
8. Hörður Óli Sæmundarson 6,72
9. Ísólfur L Þórisson 6,50
Forkeppni
1. Árni Björn Pálsson List frá Vakurstöðum 7,50
2. Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum 7,30
3. Eyjólfur Þorsteinsson Klerkur frá Bjarnanesi 7,30
4. Bjarni jónasson Komma frá Garði 7,13
5. Hörður Óli Sæmundarson Lína frá Vatnsleysu 6,83
6. Tryggvi Björnsson Júpiter frá Egilsstaðabæ 6,70
7. Sölvi Sigurðarson Nanna frá Halldórsstöðum 6,70
8. Ísólfur L Þórisson Freymóður frá Feti 6,43
9. Baldvin Ari Guðlaugsson Blær frá Kálfholti 6,37
10. Mette Mannseth Stormur frá Herríðarhóli 6,30
11. Magnús Bragi Magnússon Vafi frá Y-Mói 6,27
12. Elvar Einarsson Lárus frá S-Skörðugili 6,27
13. Þorsteinn Björnsson Haukur frá Flugumýri 2 6,13
14. Riikka Anniina Gnótt frá Grund 2 6,07
15. Þórarinn Eymundsson Fold frá Miðsitju 6,00
16. Ragnar Stefánsson Sif frá Söguey 5,63
17. Jón Herkovic Formúla frá Vatnsleysu 5,47
Stigasöfnun eftir þrjár greinar
1 Eyjólfur Þorsteinsson 24,5
2 Bjarni Jónasson 20,5
3 Ólafur Magnússon 16
4 Árni Björn Pálsson 16
5 Tryggvi Björnsson 12
6 Þórarinn Eymundsson 11
7 Hörður Óli Sæmundarson 10
8 Sölvi Sigurðarson 7,5
9 Baldvin Ari Guðlaugsson 7
10 Ísólfur Líndal 6,5
11 Mette Mannseth 4
12 Erlingur Ingvarsson 3
15.03.2011 19:09
Staðan í einstaklingskeppninni í Sparisjóðs-liðakeppninni
Fyrir lokamótið í Sparisjóðs-liðakeppninni stendur einstaklingskeppnin svona:
1. flokkur
1. Tryggvi Björnsson 26 stig
2. Ísólfur L Þórisson 18 stig
3-4. Reynir Aðalsteinsson 15 stig
3-4. Elvar Einarsson 15 stig
5. Elvar Logi Friðriksson 14 stig
2. flokkur
1. Halldór Pálsson 14 stig
2-3. Sveinn Brynjar Friðriksson 12 stig
2-3. Pálmi Geir Ríkharðsson 12 stig
4. Vigdís Gunnarsdóttir 10 stig
5. Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir 8 stig
3. flokkur
1. Ragnar Smári Helgason 4,5 stig
2-4. Selma Svavarsdóttir 3 stig
2-4. Kristján Jónsson 3 stig
2-4. Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir 3 stig
Unglingaflokkur
1-2. Jóhannes Geir Gunnarsson 8 stig
1-2. Ásdís Ósk Elvarsdóttir 8 stig
3, Fríða Marý Halldórsdóttir 5,5 stig
4-5. Rakel Ólafsdóttir 5 stig
4-5. Birna Ósk Ólafsdóttir 5 stig
14.03.2011 22:43
Grunnskólamót 20. mars á Sauðárkróki
Sunnudaginn 20. febrúar verður Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra haldið í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki og hefst mótið klukkan 13:00 Æskilegt er að skráningar berist fyrir miðnætti á miðvikudag, 16. mars á netfangið thyturaeska@gmail.com
Keppt verður í:
1. - 3. bekkur fegurðarreið
4. - 7. bekkur tví- eða þrígangur (sjá grein nr. 6. í reglum hér neðar)
8. - 10. bekkur fjórgangur
8. - 10. bekkur skeið
Við skráningu skal koma fram:
nafn, bekkur og skóli knapa - - nafn hests og uppruni, aldur og litur - - keppnisgrein og upp á hvora hönd skal riðið. Taka skal skýrt fram hjá 4. - 7. bekk hvort keppa á í tví- eða þrígangi.
Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða á mótsstað (með peningum - kort ekki tekin) áður en mót hefst.
Reglur keppninnar eru:
Grunnskólamót
Mótið er hugsað til að efla áhuga á hestaíþróttinni og gefa sem flestum kost á því að taka þátt. Keppt er eftir venjulegum hestaíþróttareglum og dæmt í samræmi við þær, keppni skal stjórnað af þul. Keppendur skulu hneigja sig í upphafi og lok keppni og hlíta fyrirmælum þular í hvívetna. Allir grunnskólanemar á Norðurlandi vestra eiga þátttökurétt.
1. Mótið heitir Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra.
2. Keppnisgreinar eru:
Ø Fegurðarreið 1. - 3. bekkur. Þar eru riðnir 3 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 - 3 keppendur inná í einu.
Ø Tvígangur 4. - 7. bekkur. Riðnir tveir hringir á annað hvort brokki eða tölti og fet ½ hringur. Áseta og stjórnun dæmd.
Ø Þrígangur 4. - 7. bekkur. Riðið einn hringur brokk, einn hringur tölt og fet ½ hringur. Áseta og stjórnun dæmd.
Ø Fjórgangur 8. - 10. bekkur. Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur. Einn hringur hægt tölt, einn hringur yfirferðar tölt, ½ hringur fet , einn hringur brokk og einn hringur stökk.
Ø Þrautabraut 1. - 3. bekkur. Áseta, stjórnun og færni dæmd. Engin tímataka. Hringurinn 3 metrar í ummál.
Ø Smali 4. - 7. og 8 .- 10. bekkur. Smalabrautin skal vera skýr og hættulaus og forðast skal allan óþarfa glannaskap. Keppt skal eftir tíma og skal bæta 4 sekúndum við tíma fyrir hverja keilu sem felld er eða sleppt. Ef sleppt er hliði bætast 2x4 sekúndur við. Gult spjald er jafnt og 10 sekúndur og má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.
Ø Tölt 4. - 7. bekkur. Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og fegurðarreið einn hringur, samtals þrír hringir .
Ø Tölt 8. - 10. bekkur. Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og greitt tölt einn hringur, samtals þrír hringir .
Ø Skeið 8. - 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað. Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir.
v Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.
3. Keppandi má koma með hest hvaðan sem er, hesturinn/hesteigandi þarf ekki að vera í hestamannafélagi viðkomandi skólahverfis.
4. Heimilt er að sami hestur sé skráður í 2 greinar.
5. Foreldrar mega ekki vera inn á keppnisvellinum meðan á keppni stendur
6. Keppendur í tví- og þrígangi í 4. - 7. bekk. verða að velja annað hvort tvígang eða þrígang að keppa í. Óheimilt að sami keppandi keppi í báðum greinum.
7. Í tölti, tví-, þrí- og fjórgangi mega keppendur keppa á fleiri en einum hesti, en í úrslitum verður einungis einn hestur frá hverjum knapa.
8. Ef tveir eru jafnir í 5. og 6. sæti skulu báðir mæta í úrslit og verðlauna bæði sætin sem 5. sæti.
9. Járningar, 10 mm skeifur og 250 gr. hlífar eða 8 mm og botnar.
10. Í smala er ekki leyft að ríða við stangir, annars gilda almennar íþróttakeppnisreglur.
Stig
Stigatafla fyrir alla greinar nema skeið,
Ef allir keppendur í úrslitum eru frá sama skóla fær skólinn einungis stig fyrir efsta sætið, síðan næsti skóli inn í úrslit og svo framvegis.
1. sæti gefur 10 stig til viðkomandi skóla
2. sæti gefur 8 stig
3. sæti gefur 7 stig
4. sæti gefur 6 stig
5. sæti gefur 5 stig.
Stigatafla fyrir skeið, öll stigin geta farið á sama skóla, þetta er aukabúgrein.
1. sæti gefur 5 stig
2. sæti gefur 4 stig
3. sæti gefur 3 stig
4. sæti gefur 2 stig
5. sæti gefur 1 stig.
Æskulýðsnefnd Þyts
14.03.2011 13:19
KS-deildin - tölt ráslisti
Töltkeppni Meistaradeildar Norðurlands, KS-deildarinnar fer fram nk. miðvikudagskvöld í Svaðastaðahöllinni og hefst mótið kl. 20.
Þar etja kappi margir af okkar reynslumestu knöpum sem mæta til leiks með glæsilega gæðinga.
Ráslisti kvöldsins er eftirfarandi:
1. Erlingur Ingvarsson Mist frá Torfunesi
2. Jón Herkovic Vera frá Fjalli
3. Ísólfur L Þórisson Freymóður frá Feti
4. Ragnar Stefánsson Glymur frá E-Mýrum
5. Mette Mannseth Stormur frá Herríðarhóli
6. Þorsteinn Björnsson Haukur frá Flugumýri 2
7. Baldvin Ari Guðlaugsson Blær frá Kálfholti
8. Sölvi Sigurðarson Nanna frá Halldórsstöðum
9. Þórarinn Eymundsson Fold frá Miðsitju
10. Árni Björn Pálsson List frá Vakurstöðum
11. Hörður Óli Sæmundarson Lína frá Vatnsleysu
12. Magnús Bragi Magnússon Bylgja frá Dísarstöðum 2
13. Tryggvi Björnsson Júpiter frá Egilsstaðabæ
14. Elvar Einarsson Lárus frá S-Skörðugili
15. Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum
16. Eyjólfur Þorsteinsson Klerkur frá Bjarnanesi
17. Bjarni jónasson Komma frá Garði
18. Riikka Anniina Gnótt frá Grund 2
14.03.2011 09:06
Skemmtikvöld kvenna
Kæru konur!!
Kvennakvöld verður haldið föstudagskvöldið 18. mars nk. kl. 20:30 á Vertanum Hvammstanga.
Til að skemmta okkur (sem verður létt verk) hefur verið ráðin sérleg skemmtidíva og spákona með fleiru.
Engin önnur en Sigríður Klingenberg, eða Sigga Kling eins og hún kallar sig. Nú setjum við allar sem ein upp rauðasta rauða varalitinn okkar, pússum spariskóna og skautum á vit góðs matar, drykkja, hláturs og gleði.
Allar konur velkomnar J
en vel væri þegið ef þið vilduð vera svo vænar að skrá ykkur hjá Döllu í síma 892-5445, Öllu í síma 868-8080 eða hjá Sóley í síma 848-8804 fyrir 15. mars nk . Svo að undirbúningur verði sem bestur.
Verð við inngang : skemmtun kr. 2000
Verð á girnilegu hlaðborði kr. 990
Konur takið kvöldið frá, mætum og látum gleðina taka öll völd!!!!!
12.03.2011 01:04
Sparisjóðs-liðakeppnin fimmgangur úrslit
Stórglæsilegu kvöldi lokið í fimmgangi í Sparisjóðs-liðakeppninni ( Húnvetnska liðakeppnin), kvöldið endaði á rosalegum úrslitum í 1. flokk þar sem 5 stóðhestar öttu kappi. Magnús Bragi Magnússon á gæðingnum Vafa frá Ysta-Mó sigraði með einkunnina 7,14, í öðru sæti varð Tryggvi Björnsson á Kaftein frá Kommu með einkunnina 7,07 en hann kom upp úr b-úrslitum. Lið 3 sigraði kvöldið með 39,5 stig eftir endurútreikning á stigum.
Liðakeppnin stendur þannig að lið 3 er enn efst með 129,5 stig, í öðru sæti er lið 1 með 113 stig, í þriðja sæti er lið 2 með 103 stig og í fjórða sæti kemur lið 4 með 65,5 stig
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. flokkur
A - úrslit
eink fork/úrsl
1. Magnús Bragi Magnússon og Vafi frá Ysta-Mó 6,67 / 7,14
2. Tryggvi Björnsson og Kafteinn frá Kommu 6,47 / 7,07
3. Ísólfur Líndal Þórisson og Kraftur frá Efri-Þverá 6,57 / 6,83
4. Ólafur Magnússon og Ódeseifur frá Möðrufelli 6,77 / 5,90
5. Reynir Aðalsteinsson og Sikill frá Sigmundarstöðum 6,83 / 4,83
B-úrslit
5. Tryggvi Björnsson og Kafteinn frá Kommu 6,47 / 6,83
6. Elvar Einarsson og Vestri frá Borgarnesi 6,37 / 6,62
7-8 Líney María Hjálmarsdóttir og Þerna frá Miðsitju 6,23 / 6,48
7-8 Randi Holaker og Skáli frá Skáney 6,17 / 6,48
9. Sverrir Sigurðsson og Rammur frá Höfðabakka 6,23 / 6,19
2. flokkur
A-úrslit
eink fork/úrsl
1. Sveinn Brynjar Friðriksson og Glaumur frá Varmalæk I 6,13 / 6.90
2. Patrik Snær Bjarnason og Sváfnir frá Söguey 6,10 / 6,62
3. Pálmi Geir Ríkharðsson og Heimir frá Sigmundarstöðum 6,10 / 6,33
4. Halldór Pálsson og Goði frá Súluvöllum 5,53 / 6,12 (vann b-úrslit)
5. Vigdís Gunnarsdóttir og Ræll frá Gauksmýri 5,97 / 6,05
B-úrslit
5. Halldór Pálsson og Goði frá Súluvöllum 5,53 / 6,14
6. Gerður Rósa Sigurðardóttir og Katarína frá Tjarnarlandi 5,93 / 6,05
7. Halldór P Sigurðsson og Gósi frá Miðhópi 5,53 / 5,83
8. Unnsteinn Andrésson og Lokkur frá Sólheimatungu 5,47 / 5,62
9. Gréta Brimrún Karlsdóttir og Kátína frá Efri-Fitjum 5,57 / 4,45
3. flokkur
A - úrslit
eink fork/úrsl
1-2 Sigrún Þórðardóttir og Dröfn frá Höfðabakka 4,33 / 4,98
1-2 Ragnar Smári Helgason og Spurning frá Gröf 3,90 / 4,98
3. Guðmundur Sigurðsson og Stakur frá Sólheimum 3,47 / 4,07
4. Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir og Freyr frá Litlu-Ásgeirsá 3,13 / 3,83
5. Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir og Bassi frá Áslandi 3,47 / 3,38
Unglingaflokkur
Eink fork/úrsl
A-úrslit
1. Birna Ósk Ólafsdóttir og Kolbeinn frá Sauðárkróki 5,93 / 6,67
2. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Ópera frá Brautarholti 6,10 / 6,56
3-4 Valdimar Sigurðsson og Berserkur frá Breiðabólsstað 5,47 / 6,28 (vann B-úrslit)
3-4 Fríða Marý Halldórsdóttir og Sómi frá Böðvarshólum 5,50 / 6,28
5. Kristófer Smári Gunnarsson og Krapi frá Efri-Þverá 5,50 / 5,67
B-úrslit
5. Valdimar Sigurðsson og Berserkur frá Breiðabólsstað 5,47 / 6,33
6. Jóhannes Geir Gunnarsson og Þróttur frá Húsavík 5,37 / 5,89
7. Eydís Anna Kristófersdóttir og Geisli frá Efri-Þveá 5,30 / 5,56
8-9 Lilja Karen Kjartansdóttir og Tangó frá Síðu 5,13 / 5,44
8-9 Róbert Arnar Sigurðsson og Leiknir frá Löngumýri 4,93 / 5,44
Mótanefnd þakkar öllum þeim frábæru Þytsfélögum sem komu að mótinu. Myndir komnar inn í myndaalbúmið hér á síðunni.
10.03.2011 09:33
Sparisjóðs-liðakeppnin (Húnvetnska liðakeppnin) fimmgangur og tölt unglinga ráslistar
Mótið hefst kl. 17.00,
Dagskrá
Unglingaflokkur
3. flokkur
10 mín hlé
2. flokkur
5 mín hlé
1. flokkur
20 mín hlé
b-úrslit unglingaflokkur
b-úrslit 2. flokkur
b-úrslit 1. flokkur
15 mín hlé
a-úrslit 3. flokkur
a-úrslit unglingar
a-úrslit 2. flokkur
a-úrslit 1. flokkur
Mótanefnd vill ítreka það við knapa að mæta tímanlega og láta innkallarann vita af sér.
Skráningargjöld verður að greiða fyrir mót og eru þau 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499.
Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.
Ráslistar:
1.flokkur
Holl Hönd Knapi Hestur Lið
1 H Randi Holaker Skáli frá Skáney 4
1 H Tryggvi Björnsson Kafteinn frá Kommu 1
2 V Jóhann Magnússon Hugsýn frá Þóreyjarnúpi 2
2 V Sverrir Sigurðsson Glæta frá Nípukoti 1
3 V Ragnar Stefánsson Fruma frá Akureyri 4
3 V Ísólfur Líndal Þórisson Kraftur frá Efri-Þverá 3
4 V Sæmundur Sæmundsson Smellur frá Garðsá 3
4 V Magnús Ásgeir Elíasson Daði frá Stóru-Ásgeirsá 3
5 V Einar Reynisson Kaleikur frá Grafarkoti 2
5 V Fanney Dögg Indriðadóttir Sjón frá Grafarkoti 3
6 V Elvar Logi Friðriksson Harpa frá Margrétarhofi 3
6 V Líney María Hjálmarsdóttir Þerna frá Miðsitju 3
7 H Jóhanna Friðriksdóttir Alki frá Stóru-Ásgeirsá 3
7 H James Bóas Faulkner Stella frá Efri-Þverá 3
8 V Magnús Bragi Magnússon Vafi frá Ysta-Mó 2
8 V Ingólfur Pálmason Aría frá Hvoli 1
9 V Jón Kristófer Sigmarsson Súper-Stjarni frá Stóru-Ásgeirsá 4
9 V Jón Herkovic Formúla frá Vatnsleysu 4
10 V Aðalsteinn Reynisson Þeyr frá Syðri-Völlum 2
10 V Elvar Einarsson Vestri frá Borgarnesi 3
11 V Tryggvi Björnsson Blær frá Miðsitju 1
11 V Jóhann Magnússon Lávarður frá Þóreyjarnúpi 2
12 V Ólafur Magnússon Ódeseifur frá Möðrufelli 4
12 V Ragnar Stefánsson Neisti frá Hauganesi 4
13 V Agnar Þór Magnússon Röskur frá Lambanesi 4
13 V Reynir Aðalsteinsson Sikill frá Sigmundarstöðum 2
14 V Herdís Einarsdóttir Kasper frá Grafarkoti 2
14 V James Bóas Faulkner Serbus frá Miðhópi 3
15 V Líney María Hjálmarsdóttir Ronia frá Íbishóli 3
15 V Einar Reynisson Glæta frá Sveinatungu 2
16 H Randi Holaker Skvísa frá Skáney 4
16 H Sverrir Sigurðsson Rammur frá Höfðabakka 1
17 V Fanney Dögg Indriðadóttir Ímynd frá Gröf 3
2. flokkur
Holl Hönd Knapi Hestur Lið
1 H Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Óvissa frá Galtanesi 1
1 H Halldór Pálsson Goði frá frá Súluvöllum 2
2 H Halldór P. Sigurðsson Erpur frá Efri-Þverá 1
3 V Vigdís Gunnarsdóttir Ræll frá Gauksmýri 3
3 V Jónína Lilja Pálmadóttir Magnea frá Syðri-Völlum 2
4 V Alma Gulla Matthíasdóttir Fatíma frá Mið-Seli 3
4 V Paula Tilla Hrina frá Blönduósi 1
5 H Eline Schriver Gná frá Dýrfinnustöðum 4
5 H Anna-Lena Aldenhoff Tvistur frá frá Hraunbæ 2
6 V Pálmi Geir Ríkharðsson Heimir frá Sigmundarstöðum 2
6 V Greta Brimrún Karlsdóttir Kátína frá Efri-Fitjum 3
7 V Patrik Snær Bjarnason Sváfnir frá Söguey 1
7 V Unnsteinn Andrésson Lokkur frá Sólheimatungu 1
8 V Sveinn Brynjar Friðriksson Glaumur frá Varmalæk 1 3
8 V Ingunn Reynisdóttir Lykill frá Syðri-Völlum 2
9 V Herdís Rútsdóttir Vornótt frá Ásgeirsbrekku 3
9 V Þóranna Másdóttir Gátt frá Dalbæ 2
10 V Gerður Rósa Sigurðardóttir Katarína frá Tjarnarlandi 3
10 V Kolbrún Stella Indriðadóttir Vipra frá Grafarkoti 2
11 V Guðný Helga Björnsdóttir Hvirfill frá Bessastöðum 2
11 V Garðar Valur Gíslason Glaður frá Stórhóli 3
12 V Halldór Pálsson Lúta frá frá Bergsstöðum 2
12 V Jónína Lilja Pálmadóttir Konráð frá Syðri-Völlum 2
13 V Þórólfur Óli Aadnegard Prinsessa frá Blönduósi 4
13 V Halldór P. Sigurðsson Stjörnudís frá Efri-Þverá 1
14 V Jóhann Albertsson Maríuerla frá Gauksmýri 2
3.flokkur
Hópur Hönd Knapi Hestur Lið
1 V Guðmundur Sigurðsson Stakur frá Sólheimum 1 1
1 V Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir Freyr frá Litlu-Ásgeirsá 1
2 V Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir Bassi frá Áslandi 1
2 V Ragnar Smári Helgason Spurning frá Gröf 2
3 V Lena-Marie Pettersson Fjöður frá Grund 1
3 V Sigrún Eva Þórisdóttir Stígandi frá Hvoli 1
4 H Sigrún Þórðardóttir Dröfn frá Höfðabakka 1
Unglingaflokkur
Hópur Hönd Knapi Hestur Lið
1 H Kristófer Smári Gunnarsson Djákni frá Höfðabakka 1
1 H Birna Olivia Ödqvist Hrói frá Höfðabakka 3
2 V Fríða Björg Jónsdóttir Hrafn frá Fornusöndum 1
2 V Viktor Jóhannes Kristófersson Flosi frá Litlu-Brekku 3
3 V Kristófer Már Tryggvason Gammur frá Steinnesi 1
3 V Viktoría Eik Elvarsdóttir Hrappur frá Sauðárkróki 3
4 V Rakel Ósk Ólafsdóttir Reising frá Miðhópi 1
4 V Aron Orri Tryggvason Seiður frá Breið 1
5 V Jóhannes Geir Gunnarsson Þróttur frá Húsavík 3
5 V Eydís Anna Kristófersdóttir Geisli frá Efri-Þverá 3
6 H Eva Dögg Pálsdóttir Ljómi frá Reykjarhóli 1
6 H Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir Mímir frá Syðra-Kolugili 3
7 V Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Prins frá Gröf II 1
7 V Róbert Arnar Sigurðsson Leiknir frá Löngumýri 1 1
8 V Ásdís Ósk Elvarsdóttir Ópera frá Brautarholti 3
8 V Sigurður Bjarni Aadnegard Þokki frá Blönduósi 4
9 H Friðrún Fanný Guðmundsdóttir Eljar frá Oddhóli 4
9 H Kristófer Smári Gunnarsson Krapi frá Efri-Þverá 1
10 V Fanndís Ósk Pálsdóttir Gyðja frá Miklagarði 1
10 V Birna Olivia Ödqvist Merkúr frá Kolugili 3
11 H Helga Rún Jóhannsdóttir Frabín frá Fornusöndum 2
11 H Lilja Karen Kjartansdóttir Tangó frá Síðu 1
12 V Fríða Marý Halldórsdóttir Sómi frá Böðvarshólum 1
12 V Birna Ósk Ólafsdóttir Kolbeinn frá Sauðárkróki 1
13 H Valdimar Sigurðsson Berserkur frá Breiðabólsstað 2
14 V Guðmar Freyr Magnússun Frami frá Íbishóli 2
14 V Eydís Anna Kristófersdóttir Renna frá Þóroddsstöðum 3
Mótanefnd
09.03.2011 14:34
Hestadagar í Reykjavík
Hestamannafélögin á stórhöfuðborgarsvæðinu Andvari, Gustur, Hörður, Fákur, Sörli og Sóti hafa skipulagt fjölbreytta dagskrá á Hestadögum í Reykjavík 28.mars til 2.apríl þar sem allir landsmenn ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Laugardaginn 2.apríl ættu hestamenn að taka sérstaklega frá því þá verður mikið um dýrðir. Dagskráin hefst með skrúðgöngu hestamannafélaganna upp Laugaveginn og sem leið liggur í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn í Laugardal. Þar verður sett upp "Hestaþorp" með fjölbreyttri dagskrá, gangtegundasýning, járningasýning, hestateymingar, ýmislegt handverk verður boðið til sölu og margt fleira. Lokapunktur hátíðarinnar verður ístöltið "Þeir allra sterkustu" sem fer fram í Skautahöllinni í Reykjavík laugardagskvöldið 2.apríl. Þar munu margir af sterkustu knöpum og hestum mæta til leiks.
Þeir aðilar sem hafa áhuga á að vera með í Hestaþorpi á laugardeginum 2.april hafið samband við Ingibjörgu á straumver@gmail.com
Dagskrá Hestadaga í Reykjvík má finna á www.hestadagar.is09.03.2011 11:47
Skagfirska mótaröðin - ráslisti
Dagskrá: kl. 19:30.- 2. flokkur.
- 1. flokkur
Hlé
- B-úrslit 1.flokk.
- úrslit 2. flokki
- A-úrslit 1. flokki.
Ráslisti 2. flokkur:
1. Greta B Karlsdóttir - Kátína frá Efri-Fitjum V.
1. Cloria Kuch - Segull frá Halldórsstöðum V.
2. Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir - Lyfting frá Hjaltastöðum V.
2. Herdís Rútsdóttir - Vornótt frá Ásgeirsbrekku V.
3. Ásdís Ósk Elvarsdóttir - Hrappur frá Sauðárkróki
Ráslisti 1. flokkur:
- Daníela Pógatschnig - Smári frá Kollaleiru
- James Bóas Faulkner - Flugar frá Barkarstöðum
- Elvar Logi Friðriksson - Harpa frá Margarétarhofi
- Mette Mannseth - Háttur frá Þúfum
- Eyrún Ýr Pálsdóttir - Hreimur frá Flugumýri
- Elvar E Einarsson - Taktur frá Hestasýn
- Símon Ingi Gestsson - Sleipnir frá Barði
- Riikka Anniina - Stirnir frá N-Vindheimum
- Daníel Larsen - Kjarni frá Lækjamóti
- Silvía Sigurbjörnsdóttir - Þröstur frá Hólum
- Björn Jóhann Steinarsson - Þyrnir frá Borgarhóli
- Brynjólfur Þór Jónsson - Prins frá Reykjum
- Ísólfur Líndal Þórisson - Ræll frá Gauksmýri
- Rósa Birna Þorvaldsdóttir - Vísir frá Þúfu
- Hallfríður S Óladóttir - Rán frá Skefilsstöðum
- Ragnhildur Haraldsdóttir - Freyþór frá Hvoli
- Linda Rún Pétursdóttir - Skinna frá Grafarkoti
- Hanna Charge - Stormur frá Steinum
- Mette Mannseth - Hnokki frá Þúfum
- Elvar Logi Friðriksson - Sjón frá Grafarkoti
- Elvar E Einarsson - Kóngur frá Lækjamóti
- Guðmundur Margeir Skúlason - Fannar frá Hallkelsstaðarhlíð
- Aníta Aradóttir - Villandi frá Feti
- Jón Herkovic - Formúla frá Vatnsleysu
09.03.2011 08:59
Hrossaræktendur - hestamenn
Frummælendur:
Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, Guðlaugur V. Antonsson hrossaræktarráðunautur BÍ
Haraldur Þórarinsson, formaður LH
Samtök Húnvetnska Hrossabænda
07.03.2011 12:14
Lokaskráningardagur á morgun
Lokaskráningardagur á morgun í Sparisjóðs-liðakeppnina. Keppt verður í fimmgangi 1. 2. og 3. flokki og tölti unglinga. Mótið verður haldið í Þytsheimum Hvammstanga föstudaginn 11. mars nk. Í fimmgangi verða tveir inn á í einu og verður stjórnað af þul. Prógrammið er, tölt, brokk, stökk, fet og skeið (skeiðið eru tveir sprettir fjær áhorfendum og einn í einu). Í tölti verður ekki snúið við og er prógrammið hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt.
Skráning sendist á email kolbruni@simnet.is og lokaskráningardagur er þriðjudagurinn 8. mars. Fram þarf að koma kennitala knapa, flokkur, IS númer hests og í hvaða liði keppandinn er. Einnig þarf að koma fram upp á hvaða hönd skal riðið.
Skráningargjald er 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.
Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.
Mótanefnd
06.03.2011 23:00
Reiðhallarsýning í Þytsheimum
Laugardagskvöldið 2.apríl nk. verður haldin reiðhallarsýning í Þytsheimum. Reiðhöllin var eins og allir vita vígð árið 2010 og var um leið haldin fyrsta reiðhallarsýningin í Þytsheimum.
Í ár verða mörg áhugaverð atriði á boðstólnum og má þar nefna ræktunarbú, stóðhesta, skeið, hópatriði, hestafimleika ofl.
Sýningarnefnd óskar eftir því að allir þeir sem hafa hug á að taka þátt í sýningunni, eða eru með hugmyndir að atriðum hafi samband við nefndarmenn í síðasta lagi föstudagskvöldið 11.mars.
Indriði s. 8602056 Sverrir s.6619651
Vigdís s. 8951146 og Guðný s. 8937981
Sýningarnefnd Hestamannafélagsins Þyts