Færslur: 2012 Janúar
30.01.2012 15:27
Fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar 17. febrúar 2012
Vegna útfarar Reynis þann 10. febrúar nk hefur fyrsta móti í Húnvetnsku liðakeppninni verið frestað til föstudagsins 17. febrúar.
aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar
30.01.2012 14:46
Andlát: Reynir Aðalsteinsson
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi.
Reynir Aðalsteinsson
Yfirreiðkennari LBHÍ og tamningameistari
Lést í faðmi fjölskyldunnar á sjúkrahúsinu á Akranesi þann 25 janúar.
Útförin fer fram í Hallgrímskirkju 10. febrúar klukkan 13
Blóm vinsamlegast afþökkuð
Jónína Hlíðar Gunnarsdóttir
Aðalsteinn Reynisson
Ingunn Reynisdóttir Pálmi Geir Ríkharðsson
Soffía Reynisdóttir
Gunnar Reynisson Sigríður Ása Guðmundsdóttir
Reynir Reynisson
Einar Reynisson Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir
og barnabörn
www.eidfaxi.is
29.01.2012 21:54
Stórsýning Þyts 30. mars 2012
Ákveðið hefur verið að halda Stórsýningu Þyts föstudagskvöldið 30.mars nk. Viljum við hvetja fólk til að byrja að huga að hugsanlegum sýningaratriðum, stórum sem smáum.
Sýningin í fyrra var velheppnuð og voru fjölbreytt atriði eins og klárhross, stóðhestar, skrautreið, hestafimleikar, gæðingar, skeið, gæðingafimi omfl. Er það von okkar að sýningin í ár verði ekki síðri.
Nánari dagsetning á úrtöku fyrir sýninguna verður auglýst síðar. Myndir með frétt frá sýningunni í fyrra.
(verða fleiri kvenfélög með sýningaratriði en í fyrra????)
Nefnd Stórsýningar Þyts
25.01.2012 20:05
Reynir Aðalsteinsson er látinn
Þytsfélaginn Reynir Aðalsteinsson hefur kvatt þennan heim eftir stutta baráttu við erfið veikindi.
Stjórn hestamannafélagsins sendir fjölskyldunni sínar dýpstu samúðarkveðjur.
24.01.2012 19:44
Frestun á úrtöku KS deildarinnar
Spáð er vonsku veðri á Norðurlandi á morgun (annað kvöld) og því hefur stjórn Meistaradeildar Norðurlands ákveðið að fresta úrtöku sem dagsett var á morgun.
23.01.2012 21:24
KS deildin - úrtaka á miðvikudaginn
Það stefnir í hörku úrtöku á miðvikudaginn 25.janúar í Svaðastaðahöllinni. Fjórtán knapar eru skráðir til leiks að keppa um þau sex sæti sem laus eru. Þrír Þytsfélagar eru skráðir til leiks svo það verður mjög spennandi að fylgjast með úrtökunni.
Veislan hefst kl: 20:00 Frítt inn!
Ráslistar
Fjórgangur
1. Baldvin Ari Guðlaugsson
Senjor frá Syðri-Ey F. Prins frá E-Rauðalæk M. Dýa frá Skeggsstöðum
2. Elvar Logi Friðriksson
Stuðull frá Grafarkoti F. Gammur frá Steinnesi M. Sál frá Grafarkoti
3. Þorbjörn H Matthíasson
Blakkur frá Bergstöðum F. Faldur frá Glæsibæ M. Glóa frá Bergstöðum
4. Hekla Katarína Kristinsdóttir
Hrymur frá Skarði F. Galsi frá Sauðárkr M. Hremmsa frá Skarði
5. Þóranna Másdóttir
Ræll frá Gauksmýri F. Galsi frá Sauðárkr M. Rögg frá Y-Skógum
6. Sveinn Brynjar Friðriksson
Synd frá Varmalæk F. Sjóli frá Þverá M. Berglind frá Varmalæk
7. Viðar Bragason
Amanda Vala frá Skriðul F. Gammur frá Steinnesi M. Freysting frá Akureyri
8. Ísólfur Líndal Þórisson
Kristófer frá Hjaltastaðahv F. Stígandi frá Leysingjast M. Kosning frá Y-Reykjum
9. Arnar Bjarki Sigurðarson
Kolfinna frá Sunnuhvoli F. Kolskeggur frá Oddhóli M. Urður frá Sunnuhvoli
10. Þórarinn Ragnarsson
Hrafnhetta frá Steinnesi F. Gammur frá Steinnesi M. Hnota frá Steinnesi
11. Halldór Þorvaldsson
Safír frá Barði F. Markús frá Langholtsparti M. Gráskjóna frá Grásteini
12. Líney María Hjálmarsdóttir
Þytur frá Húsavík F. Ypsilon frá Holtsmúla I M. Hrafnkatla frá Húsavík
13. Þorsteinn Björnsson
Leynir frá Hólum F. Rökkvi frá Hárlaugsst M. Íþrótt frá Húnavöllum
14. Fanney Dögg Indriðadóttir
Grettir frá Grafarkoti F. Dynur frá Hvammi M. Ótta frá Grafrarkoti
Fimmgangur
1. Arnar Bjarki Sigurðarson
Arnar frá Blesastöðum2A F. Aron frá Strandarhöfði M. Aría frá Selfossi
2. Þóranna Másdóttir
Aska frá Dalbæ F. Trúr frá Auðholtshjáleigu M. Stemma frá Dalbæ
3. Viðar Bragason
Sísi frá Björgum F. Brjánn frá Reykjavík M. Draumadís frá Breiðabólsst
4. Þórarinn Ragnarsson
Mökkur frá Hólmahjáleigu F Hilmir frá Sauðárkr M. Kapra frá Hellu
5. Baldvin Ari Guðlaugsson
Jökull frá E-Rauðalæk F. Óður frá Brún M. Spyrna frá Hellulandi.
6. Fanney Dögg Indriðadóttir
Kasper frá Grafarkoti F. Klettur frá Hvammi M. Kæti frá Grafarkoti
7. Halldór Þorvaldsson
Draupnir frá Dalsmynni F. Frami frá Hólum M. Iða frá Dalsmynni
8. Hekla Katarína Kristinsdóttir
Hringur frá Skarði F. Þóroddur frá Þóroddsst M. Móa frá Skarði
9. Sveinn Brynjar Friðriksson
Glaumur frá Varmalæk F. Smári frá Skagsströnd M. Gletting frá Varmalæk
10. Þorbjörn H Matthíasson
Gýgja frá L-Garði F. Snerrir frá Bæ I M. Anna frá L-Garði
11. Líney María Hjálmarsdóttir
Ronía frá Íbishóli F. Huginn frá Haga I M. Gnótt frá Y-Skörðugili
12. Þorsteinn Björnsson
Kylja frá Hólum F. Glampi frá Vatnsleysu M. Þýða frá Hólum
13. Elvar Logi Friðriksson
Maríuerla frá Gauksmýri F. Roði frá Múla M. Erla frá Gauksmýri
14. Ísólfur Líndal Þórisson
Kvaran frá Lækjarmóti F. Sveinn-Hervar frá Þúfu M. Rauðhetta frá Lækjarmóti
Stjórn MN
22.01.2012 09:22
Tjarnartölti frestað
Tjarnartöltinu frestað vegna veðurs og ófærðar um óákveðinn tíma.
Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur
19.01.2012 21:42
Húnvetnska liðakeppnin 2012
Mót Húnvetnsku liðakeppninnar verða:
17. febrúar - Fjórgangur
25. febrúar - Smali og skeið á Blönduósi
16. mars - Fimmgangur og tölt T7 í 3. flokki og T3 í unglingaflokki
14. apríl - Tölt T3 (fegurðartölt í staðin fyrir yfirferðartölt)
Sjá nánar um töltgreinarnar hér: http://lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/lh_logogreglur_2011.pdf bls 83
Reglur keppninnar árið 2012:
Liðin eru fjögur; lið 1, 2, 3 og 4. Liðsskipan er ekki bundin við lögheimili og er fólki því í sjálfsvald sett hvaða liði það vill vera í.
Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili. Einnig verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1., 2. eða 3. flokki í upphafi tímabils en þær nýjungar verða í ár að keppendur mega hækka sig um flokk hvenær sem er á tímabilinu, en aðeins hækka sig. Ef knapi velur að hækka sig getur hann ekki lækkað sig aftur á tímabilinu. Þetta hefur þau áhrif í einstaklingskeppninni að knapi getur ekki flutt með sér stig á milli flokka.
Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig.
Á lokamóti mótaraðarinnar má ekki bætast nýr aðili við liðið nema að hann hafi verið skráður félagsmaður í Neista eða Þyt fyrir fyrsta mót mótaraðarinnar, þ.e. 10. febrúar 2012.
Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.
1. flokkur, ef keppendur eru 16 eða fleiri eru B-úrslit riðin. Fjórir efstu eru öruggir í A-úrslit, sá fimmti þarf að vinna sig upp í úrslitin.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 14 stig
2. sæti - 12 stig
3. sæti - 11 stig
4. sæti - 10 stig
5. sæti - 9 stig
Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 8 stig
7.sæti - 7 stig
8.sæti - 6 stig
9.sæti - 5 stig
Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.
2. flokkur, sömu reglur í sambandi við A- og B-úrslit. Stigagjöf er þó öðruvísi.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 10 stig
2. sæti - 8 stig
3. sæti - 7 stig
4. sæti - 6 stig
5. sæti - 5 stig
Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 4 stig
7.sæti - 3 stig
8.sæti - 2 stig
9.sæti - 1 stig
Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.
3. flokkur, aðeins riðin A-úrslit. (flokkurinn er ætlaður fyrir knapa sem eru minna keppnisvanir)
Stig í úrslitum eru gefin þannig:
1.sæti - 6 stig
2.sæti - 4 stig
3.sæti - 3 stig
4.sæti - 2 stig
5.sæti - 1 stig
Barna- og unglingaflokkur (17 ára og yngri, fædd 1995 og seinna) aðeins riðin A-úrslit.
1.sæti - 6 stig
2.sæti - 4 stig
3.sæti - 3 stig
4.sæti - 2 stig
5.sæti - 1 stig
Skeið:
Í skeiði má hver knapi keppa á eins mörgum hrossum og hann vill en getur aðeins fengið stig fyrir einn hest eins og í öðrum greinum. Þessi keppni gefur mismunandi stig í liðakeppninni og einstaklingskeppninni. Aðeins keppt í einum flokki og stig eftirfarandi:
Liðakeppni: einstaklingskeppni:
1.sæti - 10 stig 5 stig
2.sæti - 8 stig 4 stig
3.sæti - 7 stig 3 stig
4.sæti - 6 stig 2 stig
5.sæti - 5 stig 1 stig
6.sæti - 4 stig 1 stig
7.sæti - 3 stig 1 stig
8.sæti - 2 stig 1 stig
9.sæti - 1 stig 1 stig
Smalinn:
Reglur smalans:
Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.
Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.
Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!
aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar
mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar
16.01.2012 22:20
Tjarnartölt
Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur halda sameiginlega ísmót á Gauksmýrartjörn sunnudaginn 22. janúar nk og hefst mótið kl 14:00 ( athugið breytta dagsetningu vegna söngvarakeppni Grunnskólans) Ef færi leyfir ekki að halda mótið á Gauksmýrartjörninni þá mun mótið verða flutt á völlinn á Gauksmýri.
Keppt verður í tölti í 3 flokkum:
1. 1.flokki
2. 2.flokki
3. Barna og unglingaflokki.
5 keppendur í úrslit i öllum flokkum.
Skráning hjá Jóhanni á netfangið jalberts@gauksmyri.is eða Kolbrúnu Stellu á netfangið kolbruni@simnet.is. Skrá þarf fyrir föstudaginn 20.jan , hægt að hafa þetta opið til sunnudagsmorguns. Engin skráningargjöld. Nánari upplýsingar hjá Jóa í síma 869-7992
Hægt að koma hestum í hús á Gauksmýri meðan húsrúm leyfir.
Veitingasala verður í veitingasalnum á Gauksmýri.
Allir að mæta og taka þátt í fyrsta móti ársins og hafa gaman saman.
Ef fella þarf mótið niður birtist það á heimsíðu Þyts á sunnudagsmorgun.
Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur
16.01.2012 12:24
Þorrablót í Þytsheimum
Ágæta hestafólk.
Hvernig væri að koma saman laugardagskvöldið 21. janúar 2012, kl. 19:00 - 23:00 í Þytsheimum.
Hver kemur með sinn þorramat eða mat og drykk að eigin vali og eigum saman skemmtilegt kvöld í leik og spjalli, öll fjölskyldan.
Þar sem við þurfum að greiða leigu fyrir Þytsheima verður aðgangseyrir kr. 500, - á hvern fullorðinn
Væri ekki tilvalið að dusta rykið af höfuðfötum, húfum og höttum og mæta með á blótið.
Sjáumst hress og kát
Hestakonur.
14.01.2012 20:10
Garðar Hannesson níræður í dag
Heiðursfélaginn okkar Garðar Hannesson er níræður í dag. Á myndinni hér að ofan má sjá þau hjónin, Fjólu Eggertsdóttur 89 ára og Garðar níræður, glæsileg hjón. Garðar hélt upp á daginn með því að taka á móti gestum í félagsheimilinu á Hvammstanga. Nokkrir Þytsfélagar heiðruðu Garðar með hópreið frá hesthúsahverfinu niður að félagsheimili þar sem hann og Fjóla tóku á móti þeim. Hér fyrir neðan og inn í myndaalbúmi má sjá nokkrar myndir frá deginum.
12.01.2012 14:22
Keppnisknapinn
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á fimm helga námskeið fyrir keppendur í íþrótta- og gæðingamótum.
06.01.2012 22:30
Þrettándagleði
Farið var í skrúðgöngu frá skólanum um Hvammstanga og upp í reiðhöll. Í broddi fylkingar voru álfakóngur og -drottning ásamt tveimur hirðmeyjum svo voru jólasveinar og grýla og leppalúði með í för. Gaman var að sjá hversu margir tóku þátt.
Grýla hafði ekki hugmynd um hvernig hún ætti að snúa í hnakknum. Leppalúði stendur bara stjarfur hjá.
Það var teymt undir börnunum, sem féll í mjög góðan jarðveg.
Svo söng Bergþóra Einarsd. eitt lag og Ingunn og Valdi líka eitt lag, öll við undirleik Elinborgar. Þökkum við þeim vel fyrir mjög fallegan flutning.
Að lokum sungu svo allir krakkarnir úr skólanum nokkur lög við undirleik Pálínu.
Bestu þakkir fyrir skemmtilega stund.
06.01.2012 10:29
Ísmót á Gauksmýrartjörn
Stefnt er að því að halda ísmót á Gauksmýrartjörn 21. janúar nk. ef aðstæður leyfa.
Nánar auglýst þegar nær dregur.
- 1
- 2