Færslur: 2012 Maí
13.05.2012 13:12
Úrslit íþróttamóts Skugga 2012
Þrír Þytsfélagar fóru á Íþróttamót Skugga og stóðu sig með stakri prýði en það voru þau Ísólfur, Vigdís og James. Úrslit mótsins má sjá á heimasíðu Skugga í pdf skjali hér.
09.05.2012 09:45
Kynbótasýning hrossa á Hvammstanga
Kynbótasýning hrossa hefst á Hvammstanga miðvikudaginn 23. maí 2012
Dómar verða miðvikudag og fimmtudag og yfirlitssýning á föstudegi. Þetta getur þó breyst ef skráningar verða ekki í samræmi við áætlanir.
Best er að senda skráningar á tölvupósti - rhs@bondi.is - en einnig má hringja í síma 451 -2602.
Síðasti skráningardagur er föstudagur 18. maí.
Við skráningu þurfa að koma fram upplýsingar um hrossið, hvort hrossið á að fara í fullnaðardóm eða bara byggingu eða hæfileika, nafn og kennitala sýnanda, nafn og kennitala þess sem greiðir reikning og óskir um tíma ef einhverjar eru.
Nafn og kennitala þess sem reikningur skal skrifast á verður að fylgja skráningu !
Gjald er 18.500 kr fyrir fullnaðardóm en 13.500 kr ef bara á að dæma annað hvort byggingu eða hæfileika.
Greiðist inn á banka 307-26-2650 (kt 471101-2650) samhliða skráningu og senda kvittun á rhs@bondi.is með upplýsingum fyrir hvaða hross er verið að greiða.
Kynnið ykkur vel reglur um járningar, spattmyndir, dna ofl .
Úr öllum stóðhestum sem koma til dóms svo og foreldrum þeirra þarf að vera búið að taka dna-sýni til staðfestingar á ætterni !!
Auk þess þarf að vera búið að spattmynda alla stóðhesta 5 vetra og eldri og taka úr þeim blóðsýni.
Nánari upplýsingar og tímasetningar á www.rhs.is þegar nær dregur.
Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda
08.05.2012 16:22
Vinnukvöld
Vinnukvöld er fyrirhugað miðvikudagskvöldið 9. maí frá kl. 18:30 á vallarsvæðinu. Verður farið í að jafna út möl sem verið er að setja á upphitunar- og skeiðbraut ásamt því að steinhreinsa. Félagar eru vinsamlegast beðnir um að taka með sér malarhrífu og skóflu ef þeir eiga til.
08.05.2012 13:53
Óskilahross
Óskilahross er á Neðra-Vatnshorni, jarpskjóttur hestur, alveg ómerktur.
Upplýsingar í síma 848-0003 Ingvar
08.05.2012 12:08
Opið íþróttamót Skugga 12. maí
07.05.2012 13:00
Meira af framkvæmdum
07.05.2012 12:08
Landsmót 2012
Nokkrir Þytsfélagar vildu láta það berast að þeir eru búnir að kaupa rafmagnsstæði í stæði B á bilinu frá 39 - 48 ef það eru einhverjir fleiri Þytsfélagar sem vilja vera með í hópnum.
Nú eru aðeins um 50 dagar í Landsmót hestamanna í Reykjavík. Já tíminn líður hratt og nú fer hver að verða síðastur að kaupa miða á mótið, í stúku og hjólhýsastæði með rafmagni á forsöluverði.
Forsölunni lýkur 15.maí og eftir þann tíma munu öll verð hækka. Afsláttur til félagsmanna BÍ og LH munu þó haldast inni, sem og afslátturinn fyrir N1 korthafa.
Dagskrá mótsins er komin inná vefinn www.landsmot.is og þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir gesti og keppendur.
Hestamenn og aðrir gestir eru hvattir til að tryggja sér bestu verðin og munið að forsölu lýkur 15.maí!
Sjáumst á Landsmóti í Reykjavík!
04.05.2012 12:32
Framkvæmdir á kynbótabraut
Þessa dagana stendur Þytur fyrir
heilmiklum framkvæmdum á kynbótabrautinni.
Leitað var eftir hugmyndum nokkurra kynbótaknapa um hvernig mætti gera brautina
sem best úr garði. Var út frá því ákveðið að brjóta brautina upp, hefla og
setja loks 5 cm lag af fínni möl ofan á. Hingað til hefur brautin verið
vikurbraut og er því enn þónokkur vikur undir malarlaginu sem veitir góða
dempun.
Upphitunarbraut hefur einnig verið brotin upp og verður sama efni sett á hana
og í brautina sjálfa þannig að nú er hægt að hita upp á samskonar efni og er í
kynbótabrautinni sjálfri.
Til viðbótar hefur kynbótabrautin verið færð lengra til suðurs ásamt því að
opnað hefur verið fyrir aðra innkomu inn á brautina að norðan.
Fleiri myndir hér
Héraðssýning kynbótahrossa verður á Hvammstanga dagana 21. - 25. maí nk.
- 1
- 2