Færslur: 2015 Apríl
07.04.2015 09:44
Gæðingafimi í KS deildinni
Mótið verður haldið nk. miðvikudagskvöld í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og hefst keppnin kl. 20:00. Þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í þessari grein í KS-Deildinni og verður mjög spennandi að sjá hvernig tiltekst. Á facebook síðu KS deildarinnar segir að sést hafi til nokkura liða á æfingum í Svaðastaðahöllinni og greinilegt að mikið er lagt undir.
Liða- og einstaklingskeppni deildarinnar er orðin mjög jöfn og verður hart barist um þau stig sem í boði eru. Keppnin verður sýnd í beinni útstendingu á heimasíðu reiðhallarinnar svadastadir.is gegn vægu gjaldi.
Við hvetjum alla til að mæta í höllina á miðvikudagskvöldið og sjá þessa fyrstu keppni í gæðingafimi í KS-Deildinni. Af Þytsfélögum eru skráð til leiks Fanney Dögg, Jóhann Magnússon og Hallfríður Óladóttir.
1 Viðar Bragason - Lífland/Efri-Rauðalækur - Þytur frá Narfastöðum
2 Anna K. Friðriksdóttir - Íbess-Gæðingur - Glaður frá Grund
3 Gísli Gíslason - Draupnir/Þúfur - Trymbill frá Stóra-Ási
4 Fanney D. Indriðadóttir - TopReiter -Brúney frá Grafarkoti
5 Lilja Pálmadóttir - Hofstorfan/66°norður - Mói frá Hjaltastöðum
6 Líney M. Hjálmarsdóttir - Hrímnir - Þytur frá Húsavík
7 Guðmundur K Tryggvason - Lífland/Efri-Rauðalækur - Rósalín frá Efri Rauðalæk
8 Teitur Árnason - TopReiter - Óskahringur frá Miðási
9 Valdimar Bergsstað - Hrímnir - Hugleikur frá Galtanesi
10 Mette Mannseth - Draupnir/Þúfur - Hnokki frá Þúfum
11Jóhann B. Magnússon - Íbess-Gæðingur - Embla frá Þóreyjarnúpi
12 Bjarni Jónasson - Hofstorfan/66°norður - Dynur frá Dalsmynni
13 Hallfríður Óladóttir - TopReiter - Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum
14 Þórarinn Eymundsson - Hrímnir - Taktur frá Varmalæk
15 Elvar Einarsson - Hofstorfan/66°norður - Gjöf frá Sjávarborg
16 Baldvin A Guðlaugsson - Lífland/Efri-Rauðalækur - Öngull frá Efri Rauðalæk
17 Hanna Rún Ingibergsdóttir - Íbess-Gæðingur -Nótt frá Sörlatungu
18 Þorsteinn Björnssson - Draupnir/Þúfur - Króna frá Hólum
04.04.2015 15:34
Vinamót Hvammstanga
Vinamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra
verður haldið í reiðhöllinni Þytsheimar á Hvammstanga sunnudaginn 12. apríl kl 13:00.
Keppt verður í fegurðarreið 7-9 ára, tölt T7 10-13 ára og tölt T3 14-16 ára. Því miður er ekki hægt að keppa í skeiði þar sem aðstæður fyrir utan höllina leyfa það ekki.
Skráningar þurfa að berast fyrir kl 24:00 fimmtudaginn 9. apríl.
Við skráningu þarf að koma fram nafn keppanda - fæðingarár - hestamannafélag - nafn hests, uppruni og litur, upp á hvora hönd er riðið.
Skráningar sendist á thyturaeska@gmail.com
Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða á mótsstað áður en mótið hefst (kort ekki tekin).
Reglur vinamóts hestamannafélaga á Norðurlandi vestra
(Lagfært 11.02.2015)
Mótið er hugsað til að efla áhuga á hestaíþróttinni og gefa sem flestum kost á því að taka þátt. Keppt er eftir venjulegum hestaíþróttareglum og dæmt í samræmi við þær, keppni skal stjórnað af þul. Keppendur skulu hneigja sig í upphafi og lok keppni og hlíta fyrirmælum þular í hvívetna. Barnið þarf að vera skráð í hestamannafélag á Norðurlandi vestra eiga þátttökurétt.
1. Mótið heitir Vinamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra.
2. Keppnisgreinar eru:
Fegurðarreið 7-9 ára. Þar eru riðnir 2 hringir og látið fara fallega. 2 - 3 keppendur inná í einu. Allir þátttakendur komi inn á völlinn í lokin og fá viðurkenningu fyrir þátttöku.
Tvígangur 10-13 ára. Riðinn einn hringur á annað hvort brokki eða tölti og fet ½ hringur. Áseta og stjórnun dæmd. 2 - 3 keppendur inná í einu.
Þrígangur 10-13 ára. Riðið einn hringur tölt, einn hringur brokk og ½ hringur fet. Áseta og stjórnun dæmd. 2 - 3 keppendur inná í einu.
Fjórgangur 14-16 ára. Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur. Einn hringur hægt tölt, einn hringur brokk, ½ hringur fet, einn hringur stökk og einn hringur fegurðar tölt.
Þrautabraut 7-9 ára. Knapi einbeitir sér að ásetu, stjórnun og færni. Hringurinn er 3 metrar í þvermál. Engin tímataka. Allir þátttakendur komi inn á völlinn í lokin og fá viðurkenningu fyrir þátttöku.
Smali 10-13 ára og 14-16 ára. Smalabrautin skal vera skýr og hættulaus og forðast skal allan óþarfa glannaskap. Keppt skal eftir tíma og skal bæta 4 sekúndum við tíma fyrir hverja keilu sem felld er eða sleppt. Ef sleppt er hliði bætast 2x4 sekúndur við. Gult spjald er jafnt og 10 sekúndur og má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.
Bannað er að fara á stökki yfir pallinn
Tölt 10-13 ára. (T7) Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðin frjáls ferð á tölti, einn hring, alls samtals tveir hringir .
Tölt 14-16 ára. (T3) Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og fegurðartölt einn hringur, samtals þrír hringir.
Skeið 14-16 ára mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað. Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir.
Keppni í skeiði er með fyrirvara um veður og aðstæður á hverjum stað.
Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.
3. Keppandi má koma með hest hvaðan sem er, hesturinn/hesteigandi þarf ekki að vera í hestamannafélagi.
4. Heimilt er að sami hestur sé skráður í 2 greinar, en ekki í sama aldursflokki.
5. Foreldrar mega ekki vera inn á keppnisvellinum meðan á keppni stendur.
6. Keppendur í tví- og þrígangi í flokki 10-13. ára, verða að velja annað hvort tvígang eða þrígang að keppa í. Óheimilt að sami keppandi keppi í báðum greinum.
7. Í tölti, tví-, þrí- og fjórgangi mega keppendur keppa á fleiri en einum hesti, en í úrslitum verður einungis einn hestur frá hverjum knapa.
8. Ef tveir eru jafnir í 5. og 6. sæti skulu báðir mæta í úrslit og verðlauna bæði sætin sem 5. sæti.
9. Járningar, 10 mm skeifur og 250 gr. hlífar eða 8 mm og botnar.
10. Í smala er ekki leyft að ríða við stangir, annars gilda almennar íþróttakeppnisreglur.
11. Í tölti í flokki 10-13 ára og 14-16 ára og fjórgangi 14-16 ára skulu riðin B og A úrslit ef keppendur eru fleiri en 16.
Stigagjöf
Einn keppandi frá hverju hestamannafélagi fær stig óháð því hvort hann nær inn í úrslit eða ekki. Ef fleiri en einn keppendi frá sama hestamannafélagi er í úrslitum fær hestamannafélagið einungis stig fyrir efsta sætið, síðan næsta félag inn í úrslit og svo framvegis.
Tvígangur, þvígangur, fjórgangur, tölt:
1. sæti gefur 10 stig til viðkomandi hestamannafélags
2. sæti gefur 8 stig
3. sæti gefur 7 stig
4. sæti gefur 6 stig
5. sæti gefur 5 stig.
Stig fyrir skeið (öll stigin geta farið til sama hestamannafélags, þetta er aukabúgrein).
1. sæti gefur 5 stig
2. sæti gefur 4 stig
3. sæti gefur 3 stig
4. sæti gefur 2 stig
5. sæti gefur 1 stig.
Stig fyrir þrautabraut og fegurðarreið í flokki 7-9 ára:
Hestamannafélögin fá 2 stig fyrir fyrsta keppanda sem keppir á mótinu , ef það eru fleiri keppendur frá sama hestamannafélagi þá stigar bara 1 keppandi óháð fjölda.
01.04.2015 11:40
Stóðhestavelta
Viðburðurinn verður núna á laugardaginn, 4. apríl í Sprettshöllinni. Húsið opnar kl. 18:30.
Tilboð í miðasölu eru þessi:
· 1 aðgöngumiði + 1 happdrættismiði = 4.000 kr.
· 6 happdrættismiðar = 4.000 kr.
Happdrættisvinningarnir eru glæsilegir og þakkar landsliðsnefnd þeim er leggja til vinningana kærlega fyrir veglega þátttöku í verkefnum landsliðsins.
1. Vinningur - Ölnir frá Akranesi Gefandi Margrétarhof. Sigurvegari í 5 vetra flokki á landsmóti 2014.
2. Vinningur - Eldur frá Torfunesi. Gefandi Anna Fjóla Gísladóttir. Aðaleinkunn 8.60 þriðja sæti í 5 vetra flokki á landmóti 2012.
3. Vinningur - Stormur frá Herríðarhóli. Gefandi Ólafur Arnar Jónsson. Sigurvegari í tölti á landsmóti 2014, íslandsmeistari í tölti.
4. Vinningur - Topreiter hnakkur. Gefandi Topreiter.
5. Vinningur - ferðavinningur. Gefandi Úrval útsýn
Einnig viljum við minna á Stóðhestaveltuna. Lang stærsta stóðhestavelta sem haldin hefur verið á folatollum - allir hagnast! 100 folatollar undir heiðursverðlauna, fyrstu verðlauna og stórefnilega unghesta verða í pottinum. ENGIN NÚLL - aðeins KR. 25.000 hver tollur.
Rétt er að benda á að vert er að tryggja sér miða hið fyrsta þar sem oftar en ekki hefur selst upp á þennan magnaða viðburð!
Spennan fyrir pottinum er gríðarleg!
Hérna er listinn yfir þá stórglæsilegu stóðhesta sem verða í pottinum:
IS Númer/ Stóðhestur/ Gefandi
IS2008136409 Abraham frá Lundum Sigbjörn Björnsson
IS2001158503 Andri frá Vatnsleysu Sigurður V. Matthíasson
IS2001137637 Arður frá Brautarholti Snorri Kristjánsson
IS2012187060 Ari frá Skjálg Sigursteinn Sumarliðason
IS2010186013 Ari frá Stóra-Hofi Bæring Sigurbjörnsson
IS2010187436 Arion frá Miklholti Sigurjón Rúnar Bragason
IS2008155510 Askur frá Syðri Reykjum Haukur Baldvinsson
IS2013182793 Atlas frá Selfossi Sigursteinn Sumarliðason
IS2002136409 Auður frá Lundum Sigbjörn Björnsson
IS2007187660 Álffinnur Syðri Gegnishólum Bergur og Olil
IS2003187057 Álmur frá Skjálg Guðlaug Kristín Karlsdóttir
IS2000186130 Ás frá Ármóti Hafliði Halldórsson
IS2004187644 Barði frá Laugabökkum Kristinn Valdimarsson
IS2005125038 Blysfari frá Fremri hálsi Dan og Ingimar Baldvinsson
IS2005158843 Blær frá Miðsitju Tryggvi Björnsson
IS2000188473 Borði frá Fellskoti Páll Bragi Hólmarsson
IS2005156292 Dofri frá Steinnesi Finnur Ingólfsson
IS2011187105 Draupnir frá Stuðlum Haukur Baldvinsson
IS2006155022 Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá Elías Guðmundsson
IS2000184814 Eldjárn frá Tjaldhólum Snorri Snorrason
IS2010135065 Erill frá Einhamri Guðmundur Björgvinsson
IS2009165655 Farsæll frá Litla-Garði Magnús Ingi Másson
IS2009182279 Flaumur frá Sólvangi Elsa Magnúsdóttir
IS2005176176 Flugnir frá Ketilstöðum Bergur og Olil
IS2007125183 Freyr frá Vindhóli Guðmundur Þór Gunnarsson
IS2002165311 Fróði frá Staðartungu Jón Pétur Ólafsson
IS1996156290 Gammur frá Steinnesi Magnús Jósefsson
IS2006165663 Gangster frá Árgerði Stefán Birgir Stefánsson
IS1998187054 Gári frá Auðsholtshjáleigu Gunnar Arnarsson
IS1996181791 Geisli frá Sælukoti Grétar Jóhannes Sigvaldason
IS2010157668 Glaumur frá Geirmundarstöðum Limsfélagið
IS2003182454 Glóðafeykir frá Halakoti Svanhvít Kristjánsdóttir
IS1997125217 Glóðar frá Reykjavík Guðjón Sigurðsson
IS2009184174 Glæsir frá Fornusöndum Tryggvi Geirsson
IS2011137210 Goði frá Bjarnarhöfn Brynjar Hildibrandsson
IS2004165630 Grunnur frá Grund Örn Stefánsson
IS1996186060 Grunur frá Oddhóli Sigurbjörn Bárðarson
IS2008181977 Hafsteinn frá Vakurstöðum Halldóra Baldvinsdóttir
IS1997158469 Hágangur frá Narfastöðum Ingólfur Helgason
IS2010182570 Herkúles frá Ragnheiðarstöðum Helgi Jón Harðarson
IS2005186050 Héðinn Skúli frá Oddhóli Silvía Sigurbjörnsdóttir
IS2010137336 Hildingur frá Bergi Jón Bjarni Þorvarðarson
IS2005137959 Hlynur frá Haukatungu Syðri Aron Einar Sigurðsson
IS2009167169 Hringur frá Gunnarsstöðum Þórarinn Ragnarsson
IS2007137718 Hrynur frá Hrísdal Mari Hyyrynen
IS2003155008 Hugleikur frá Galtanesi Valdimar Bergsstað
IS2008156500 Hvinur frá Blönduósi Tryggvi Björnsson
IS2011187579 Höttur frá Austurási Haukur Baldvinsson
IS2007186992 Jarl frá Árbæjarhjáleigu Kristinn Guðnason
IS2002166640 Kamban frá Húsavík Glódís Rún Sigurðardóttir
IS2008165689 Kapall frá Kommu Finnur Ingólfsson
IS2001165890 Kaspar frá Kommu Sigurður Sigurðarson
IS2004156286 Kiljan frá Steinnesi Benedikt Benediktsson
IS2005182700 Kinnskær frá Selfossi Edda Rún Ragnarsdóttir
IS2000181814 Kjarni frá Þjóðólfshaga Sigurður Sigurðarson
IS2005101001 Konsert frá Korpu Birgir Már Ragnarsson
IS2007187752 Krapi frá Selfossi Valdimar Bergsstað
IS2006165794 Krókur frá Ytra- Dalsgerði Kristinn Hugason
IS2008187654 Krókus frá Dalbæ Ari Björn Thorarensen
IS2003156956 Kvistur frá Skagaströnd Sveinn Ingi Grímsson
IS2009138737 Laxnes frá Lambanesi Reynir Örn Pálmason
IS1999181675 Leiknir frá Vakurstöðum Halldóra Baldvinsdóttir
IS2011187118 Leikur frá Vesturkoti Finnur Ingólfsson
IS2010180716 Ljósvaki frá Valstrýtu Guðjón Árnason
IS2009157651 Lukku-Láki frá Stóra Vatnsskarði Finnur Ingólfsson
IS1993187449 Markús frá Langholtsparti Ásta Lára Sigurðardóttir
IS2006135469 Narri frá Vestri-Leirárgörðum Þórarinn Eymundsson
IS2009157780 Nói frá Saurbæ Þórarinn Eymundsson
IS2008186002 Nói frá Stóra Hofi Bæring Sigurbjörnsson
IS2010177270 Organisti frá Horni Ómar Antonsson
IS2012181961 Óðinn frá Kvistum Ólafur B. Ásgeirsson
IS2005157994 Óskasteinn frá Ibishóli Magnús Bragi Magnússon
IS2008182653 Sjálfur frá Austurkoti Páll Bragi Hólmarsson
IS2007186104 Sjóður frá Kirkjubæ Guðmundur Björgvinsson
IS2010187189 Sjúss frá Óseyri Haukur Baldvinsson
IS2009101044 Skaginn frá Skipaskaga Jón Árnason
IS2011181811 Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga Sigurður Sigurðarson
IS2009186694 Skyggnir frá Skeiðvöllum Aðalsteinn Sæmundsson
IS2000135815 Sólon frá Skáney Haukur Bjarnason
IS2006187114 Spuni frá Vestukoti Hulda Finnsdóttir
IS2009137717 Steggur frá Hrísdal Gunnar Sturluson
IS2001136756 Stormur frá Leirulæk Guðmundur Björgvinsson
IS2009156955 Styrmir frá Skagaströnd Guðmundur Björgvinsson
IS1999158707 Svaki frá Miðsitju Anna Bára Ólafsdóttir
IS2010177785 Svarthöfði frá Hofi Frímann Ólafsson
IS2011187057 Svörður frá Skjálg Sigursteinn Sumarliðason
IS2008187115 Sæmundur frá Vesturkoti Finnur Ingólfsson
IS1997186183 Sær frá Bakkakoti Ólafur Ólafsson
IS2005135936 Trymbill frá Stóra Ási Gísli Gíslason
IS2004137340 Uggi frá Bergi Jón Bjarni Þorvarðarson
IS2003176174 Vakar frá Ketilsstöðum Bergur og Olil
IS2001186915 Vilmundur frá Feti Ólafur A Guðmundsson
IS2009188691 Vökull frá Efri Brú Sigurður Halldórsson
IS2010186682 Völsungur frá Skeiðvöllum Viðar Ingólfsson
IS2001135008 Þeyr frá Akranesi Finnur Ingólfsson
IS2008187937 Þór frá Votumýri Gunnar Már Þórðarson
IS1999188801 Þóroddur frá Þóroddsstöðum Finnur Ingólfsson
IS1998186906 Þristur frá Feti Hulda Geirsdóttir
IS2005135813 Þytur frá Skáney Haukur Bjarnason
Landsliðsnefnd LH
- 1
- 2