Færslur: 2016 Janúar

30.01.2016 22:48

Fyrsta mót - Smali

Fyrsta mótið í Húnvetnsku liðakeppninni verður haldið föstudagskvöldið 05.02. og hefst kl. 19.00 í Þytsheimum, keppt verður í smala. Skráning er á netfang thytur1@gmail.com fyrir miðnætti miðvikudagskvöldsins 03.02. Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, flokkur, hestur og IS númer. Skráningargjöld eru 1.500 kr í smala fyrir fullorðna en 1.000 fyrir börn og unglinga. Greiða þarf skráningargjöld áður en mót hefst inn á reikning Þyts 0159-15-200343 kt. 550180-0499.

Keppt verður í barnaflokki (börn fædd 2003 - 2006 ), unglingaflokki (börn fædd 1999 - 2002), 3 flokki, flokkur sem er ætlaður þeim sem eru að byrja að keppa eða hafa litla keppnisreynslu. 2 flokki, fyrir þá sem hafa nokkra keppnisreynslu en eru ekki að stunda keppni að neinu ráði og 1. flokki sem er ætlaður þeim sem eru mikið í keppni. Það fara 9 hestar brautina aftur ef 15 eða fleiri keppendur eru í flokki, annars fara 5 í úrslit.
Einnig verður í boði pollaflokkur þar sem pollarnir okkar fá að spreyta sig í brautinni.

Stigin í smala inn í liðakeppnina í forkeppni eru þannig að 300 stig gefa 6 stig, 290 - 299 stig gefa 5,8 stig, 280 - 289 stig gefa 5,6 stig, 270 - 279 stig gefa 5,4 stig osfrv.
Úrslitin eru eins á öllum mótunum þeas 1 sæti = 10 stig, 2 sæti = 8 stig, 3 sæti = 6 stig, 4 sæti = 4 stig, 5 sæti = 2 stig, 6 sæti = 2 stig (ef B-úrslit), 7-10 = 1 stig

Einstaklingskeppni: 
1.sæti - 10 stig
2.sæti - 8 stig
3.sæti - 7 stig
4.sæti - 6 stig
5.sæti - 5 stig
6.sæti - 4 stig
7.sæti - 3 stig
8.sæti - 2 stig
9.sæti - 1 stig

 

Mynd af brautinni (sem er sú sama og í fyrra) og æfingatími fyrir keppendur kemur inn hvað úr hverju.


Smalinn:

Reglur smalans:

Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.

Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig. Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!

Brautin verður svipuð og undanfarin ár, gamla brautin er spegluð eins og hún var í fyrra, í staðin fyrir U-ið eru komnar 3 stangir sem þarf að ríða undir, þessar stangir koma úr nýju keppnisgreininni TREC. 2 m eru á milli stanganna og eru 14 refsistig við hverja stöng ef hún er felld. Fyrir að sleppa því að ríða undir stangirnar þá er það 3 x 28 refsistig. 
Síðan verða 2 hindranir (brokkspírur) sem þarf að fara yfir, við hverja fellda hindrun eru 14 refsistig. Hér fyrir neðan má sjá brautina 2015.
Í ár verður ekki hlið eða veifa sem þarf að taka upp og með sér í mark.

28.01.2016 14:19

Námskeið hjá Sigga Sig

Síðustu helgi hélt Fræðslunefnd Þyts námskeið með Sigurði Sigurðarsyni. 11 manns mættu á námskeiðið og á þeim sem fréttaritari síðunnar hefur hitt eru allir ánægðir með námskeiðið og sögðust hafa fengið mikið út úr því og fannst gott að fá aðra sýn og aðstoð við þjálfunina.




26.01.2016 13:30

Sýningahópur

Breyting á tíma sýningahópsins hjá Æskulýðsnefndinni, ætlum að prufa nýjan tíma þar sem þriðjudagstíminn stangast á við hestafimleikana. Ætlum að færa okkur yfir á fimmtudaga og byrja fimmtudaginn 4. febrúar frá kl. 17.00 - 17.35. 
Foreldrar barna sem hafa áhuga á að vera með á sýningunni okkar mega endilega hafa samband í síma 848-7219 Helga.

26.01.2016 12:28

Nýjar reglur fyrir Húnvetnsku liðakeppnina 2016

Farið verður yfir nýjar reglur á opnum fundi í félagshúsi Þyts kl 20:30 í kvöld.  Endilega fjölmennum og keyrum keppnistímabilið í gang saman.

 

Liðakeppni 2016 - Reglur


1) Dregið er í lið fyrir hvern flokk. Þannig að hvert lið hefur jafn marga (+/-1) keppendur í hverjum flokki.

2) Liðin sem keppa í ár eru 3 talsins. Appelsínugulaliðið, Grænaliðið og Fjólubláaliðið!

3) Hægt er að draga sig í lið þótt maður keppi ekki á fyrsta móti., þó er það ekki skilda. Skráðir keppendur eru dregnir á undan. 

4) Þeir sem ætla ekki að taka þátt í keppni vetrarins velja sér lið til þess að styðja. Leyfilegt er að breyta um stuðningslið á miðju keppnistímabili.

5) Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili. Einnig verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1. 2. eða 3. flokki við fyrstu skráningu eða þegar fólk dregur sig í lið ef fólk ákveður að draga sig í lið áður en það skráir sig til keppni.

6) 5 efstu knapar úr forkeppni telja til stiga fyrir hvert lið, stigin eru einkunnir hvers knapa.

7) Hver knapi getur aðeins skilað stigum fyrir sitt lið fyrir 1 hest á hverjum móti.

8) Efsti knapi í úrslitum í hverri grein og hverju liði telur til stiga. Ef riðin eru B-úrslit telja tveir knapar í hverri grein og hverju liði til stiga.
1. sæti = 10 stig, 2.sæti = 8 stig, 3. sæti = 6 stig, 4.sæti = 4 stig, 5. sæti = 2 stig, 6. sæti = 2 stig (ef B-úrslit) 7.-10. sæti 1 stig.

9) Flokkar: Barnaflokkur (börn fædd 2003-2006), unglingaflokkur (börn fædd 1999-2002), 3. flokkur er ætlaður þeim sem eru að byrja að keppa eða hafa litla keppnisreynslu, 2. flokkur er fyrir þá sem hafa nokkra keppnisreynslu er eru ekki að stunda keppni að neinu ráði, 1. flokkur er ætlaður þeim sem eru mikið í keppni og hafa mikla keppnisreynslu.

10) Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki er leyfilegt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig.

11) Í skeiði má hver knapi keppa á eins mörgum hrossum og hann vill en getur aðeins fengið stig fyrir einn hest eins og í öðrum greinum.

12) Pollaflokkur telur ekki til stiga.

13) Í vetur verður boðið upp á keppni í slaktaumatölti. Er sú grein viðbót vegna úrtöku fyrir "Meistarar meistaranna". Greinin er í raun aukalega og telur því ekki til stiga , hvorki í liðakeppni né einstaklingskeppni. Keppt verður í einum flokk og mega því allir taka þátt sem vilja. Sá keppandi sem nær bestum árangri og hefur náð tilsettum aldri vinnur sér inn þátttöku rétt í þessari grein á "Meistarar meistaranna".

26.01.2016 12:15

Námskeið í febrúar



Námskeið í febrúar 

,,Aftur á bak" 29 - 31 jan  FULLT
Vinna í hendi  5 - 7 feb. örfá pláss eftir
,,Aftur á bak" no 2. 12 - 14 febrúar

Kennsla er á föstudagskvöld og einkatímar á laugardag og sunnudag.
kennari Fanney Dögg.

Minnum á námskeið í mars 

Þjálfun gangtegunda

 (helgarnámskeið föstud-sunnudag)

Sýnikennsla og  verklegir tímar

Kennari: Hallfríður Sigurbjörg Óladótti


Skráning á netfanginu thyturfraedsla@gmail.com

fyrir hönd fræðslunefndar

Sigrún Eva  og Esther

25.01.2016 13:18

Vinnukvöld



Tiltekt í Þytsheimum fimmtudagskvöldið nk frá kl. 18.00. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta til að þrífa pallana, klósettin, veggina í höllinni, salinn og fleira. Gerum allt fínt þar sem vetrarstarfið er hafið.

Stjórnin

25.01.2016 09:37

Firmakeppnin



Til stendur að hafa kaffihlaðborð að lokinni firmakeppni þann 10. febrúar næstkomandi og leitum við til félagsmanna um að leggja til á kaffiborðið. Margt smátt gerir eitt stórt og er öllum frjálst að mæta með það sem vilja. 
Vinsamlegast látið Lauru vita á netfangið laura@hunathing.is eða í síma 848-0258 eða Nínu í síma 895-2564 ef þið sjáið ykkur fært að koma með eitthvað á hlaðborðið.

24.01.2016 19:00

Fundur vegna komandi liðakeppni.

Þriðjudagskvöldið næsta ætlar liðakeppnisnefndin að kynna fyrirkomulag liðakeppni vetrarins.  

Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Við munum hittast uppi í félagshúsinu okkar kl 20:30.

Endilega látið þetta berast um sveitir!

23.01.2016 23:40

Mánudagshópar

Athugið athugið

Komið er út nýtt skipulag fyrir mánudagshópa:

 

Keppnisþjálfun 1 kl 17:15
Sirrý
Margrét Jóna
Margrét Ylfa
Dagbjört

 

Keppnisþjálfun 2 kl 18:00
Guðmar
Bryndís
Rakel
Ingvar

 

Knapamerki 1 kl 18:45
Ingvar Óli
Margrét Jóna
Rakel Gígja
Eysteinn
Elísa
Lilja

 

21.01.2016 12:07

Efnagreining ehf býður uppá heyefnagreiningar fyrir hestamenn.

Heyefnagreining 1. Prótein, tréni, meltanleiki (NIR greining) og útreiknaðar fóðureiningar. Kostar 3500 kr. án vsk pr sýni.

Heyefnagreining 3. Prótein, tréni, meltanleiki og útreiknaðar fóðureiningar. Kalsíum, magnesíum, kalí, natríum, fosfór, brennisteinn, járn, zink, kopar, mangan og selen. Kostar 8500.- kr. án vsk pr sýni.

Viðmið fyrir meðalgott hestahey fylgir með niðurstöðum.

Getum einnig útvegað leiðbeiningu ef óskað er en það kostar örlítið meira (1000 kr. fyrir minni greiningu en 1500 kr. fyrir stærri).

Þið þurfið að senda okkur sýni fyrir 5. hvers mánaðar og við lofum niðurstöðum fyrir 20. hvers mánaðar. Gott er að sýnin séu 100-300 grömm (fer eftir hvað þau eru blaut). Ekki er kostur fyrir okkur að fá of stór sýni, fyrir utan að þá verður sendingarkostnaður fyrir ykkur meiri.

Setjið heysýnið í poka og bindið fyrir og sendið okkur í pósti. Ef um fleiri en eitt sýni er að ræða frá sama aðila þarf að aðgreina sýnin. Sendið með upplýsingar um eiganda, nafn, heimilisfang, kt, sími, tölvupóstfang og hvaða greiningu þið óskið eftir að fá.

Við vonum sannarlega að hestamenn taki við sér og sendi okkur heysýni og það skapist stemmning innan hestamannafélaga að senda okkur sýni. Við munum taka saman hve mörg sýni berast frá hverju félagi í hverjum mánuði og ef sýni berast frá 10 % félagsmanna fá þeir aðilar 10 % afslátt af dýrari heyefnagreiningunni en hún mun þá kosta 7650 kr. án vsk.

Blóðgreiningar.

Mikið hefur verið í umræðunni selenskortur í hestum og jafnvel járnskortur. Getum greint í blóði bæði selen og járn en innifalið í þeirri mælingu er einnig kalsíum, magnesíum, kalí, natrínum, fosfór, mangan, zink, kopar, kóbolt og mólýbden. Blóðmæling kostar 7200.- kr. án vsk.

Sama gildir um blóðgreininguna að við keyrum blóðgreiningu einu sinni í mánuði, setjum af stað keyrslu 5. hvers mánaðar og niðurstöður berast fyrir 20. hvers mánaðar. Auðvelt er að geyma sýnin fryst.

Vinsamlega sendið sýnin til:
Efnagreining ehf
Ásvegi 4, Hvanneyri
311 Borgarnes

Nánari upplýsingar hjá Elísabetu í síma 6612629.

18.01.2016 09:42

Helgarnámskeið með Sigurði Sigurðarsyni


Næstu helgi verður námskeið með Sigurði Sigurðarsyni í Þytsheimum. Skráningarfrestur er fram að hádegi fimmtudaginn 21.01. Skrá þarf á netfangið thyturfraedsla@gmail.com Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Sigrún Eva í síma 868-2740.


12.01.2016 15:37

Firmakeppni Þyts 2016


Firmakeppni Þyts 2016 verður haldin á öskudaginn 10. febrúar nk í Þytsheimum.

Nánar auglýst síðar

Firmakeppnisnefnd.

08.01.2016 15:42

Námskeið með Sigurði Torfa.



Járningarnámskeið með Sigurði Torfa verður dagana 29.-31. janúar. 12-16 tímar, bóklegt og verklegt.
Námskeiðið er byggt upp eftir óskum hvers og eins, þ.e. reynt að hafa eins persónumiðað og hægt er.

Skráning hafin á thyturfraedsla@gmail.com og er lokaskráningardagur 15.01 nk.

06.01.2016 11:07

Fyrirlestur með Ingimari.



Ingimar Sveinsson verður með fyrirlestur í Þytsheimum miðvikudaginn 13. janúar kl. 18. Ingimar þarf vart að kynna, hann var um árabil kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og er höfundur bókarinnar "Hrossafræði Ingimars". Hann setur saman efni tveggja fyrirlestra fyrir okkur og erindin taka samtals ca. 3 klst. Súpa og brauð í boði fyrir áheyrendur. Það kostar kr. 2000 fyrir Þytsfélaga en kr. 2500 fyrir aðra. Við hvetjum alla til að mæta og hlusta á fróðleik og borða súpu í góðum félagsskap.

05.01.2016 10:32

Þorrablót Þyts 2016



Ætlum að hafa upp í Þytsheimum ,,þorrablótið okkar" laugardagskvöldið 23. janúar nk, kl. 19:00 - 23:00. Hver kemur með sinn þorramat eða mat og drykk að eigin vali og eigum saman skemmtilegt kvöld í leik og spjalli, öll fjölskyldan.

Þar sem við þurfum að greiða leigu fyrir Þytsheima verður aðgangseyrir kr. 500, - 14 ára og eldri emoticon



Sjáumst hress og kát !!!

  • 1
Flettingar í dag: 448
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417634
Samtals gestir: 74847
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:21:02