Færslur: 2019 Desember
30.12.2019 23:08
Skeiðnámskeið
Námskeiðið verður haldið á þremur kvöldum, föstudagskvöldin 17. janúar, 31. janúar og 14. febrúar 2020 kl. 20:00 í Þytsheimum.
Fyrsti tíminn (17. janúar) er bóklegur en hinir tveir tímarnir (31. janúar og 14. febrúar) eru verklegir inni í reiðhöll eða úti á velli ef veður leyfir (gert er ráð fyrir að búið verður að laga gólfið í reiðhöllinni fyrir 31. janúar).
Verklegir tímar eru 40 mínútur, áætlaður fjöldi er 2-3 í einu í tímunum, en mun sá fjöldi ráðast að einhverju leyti af þátttöku.
Verðið er 6.000 kr fyrir tímann á mann en einnig stendur til boða að mæta einungis í bóklega tímann.
Fía tekur á móti skráningum á sofia.b.krantz@gmail.com.
Skrifað af Kolla
12.12.2019 22:21
Hrossaeigendur í Húnaþingi vestra athugið!
Vinsamlegast skoðið útigangshross ykkar á morgun, föstudaginn 13. desember. Dæmi eru um að hross hafi fennt í kaf í sveitarfélaginu. Ráðlagt er að útigangur hafi aðgang að heyi þegar frosthörku er að vænta í kjölfar svona norðanáhlaups. Björgunarsveitirnar eru reiðubúnar að hjálpa þurfi að bjarga hrossum úr fönn.
Skrifað af Fanney
12.12.2019 22:04
Félagsfundur og sýnikennsla
Mánudagskvöldið 16. des. n.k. ætlar Fanney Dögg Indriðadóttir að koma og vera með stutta sýnikennslu kl. 20 í Þytsheimum.
Eftir hana verður almennur félagsfundur þar sem farið verður yfir það sem er efst á baugi, vetrarstarfið og fleira.
Forsvarsmenn nefnda mæta og segja frá sínum störfum. Vonumst til að sjá sem flesta, þeir sem eru með hugmyndir geta komið þeim á framfæri. Þjöppum félagsmönnum saman fyrir komandi tímabil.
Jólaglögg og piparkökur í boði félagsins.
Sjáumst nefndin.
Skrifað af Kolla
06.12.2019 10:24
Þytsheimar
Gjaldskráin verður áfram eins nema að tímabilskortið fyrir þá sem ekki eru í Þyt hækkar í 30.000. http://www.thytur.123.is/page/9905/
Hitablásararnir í höllinni eru bilaðir og því verður fólk bara að klæða sig vel þar til að þeir verða komnir í lag.
Hitablásararnir í höllinni eru bilaðir og því verður fólk bara að klæða sig vel þar til að þeir verða komnir í lag.
Tímataflan fyrir Þytsheima verður klár í næstu viku.
Stjórn reiðhallarinnar.
Skrifað af Kolla
05.12.2019 10:46
Reiðkennsla hjá Ísólfi !!!
Frekari upplýsingar hjá Pálma.
Skrifað af Kolla
02.12.2019 12:50
Fræðsluerindi fyrir hestamenn !!!
Er ekki upplagt að líta aðeins upp úr jólaundirbúningnum og undirbúa sig aðeins fyrir komandi þjálfunartímabil??
Okkur í fræðslunefndinni finnst það og höfum fengið Sonju Líndal til að koma og fræða okkur um munn- og tannheilsu hesta sem og mismunandi mél og beislabúnað
Erindið verður haldið í Þytsheimum mánudagskvöldið 9. desember kl 20:00, aðgangseyrir 1.000 kr.
Fræðslunefnd
Okkur í fræðslunefndinni finnst það og höfum fengið Sonju Líndal til að koma og fræða okkur um munn- og tannheilsu hesta sem og mismunandi mél og beislabúnað
Erindið verður haldið í Þytsheimum mánudagskvöldið 9. desember kl 20:00, aðgangseyrir 1.000 kr.
Fræðslunefnd
Skrifað af Kolla
- 1
Flettingar í dag: 448
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417634
Samtals gestir: 74847
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:21:02