Færslur: 2022 Febrúar
15.02.2022 04:52
Knapar ársins 2020 og 2021 hjá Þyt
Á vetrarmóti Þyts fengu stigahæstu knapar í hverjum flokki á árunum 2020 og 2021 sínar viðurkenningar. En skemmtilega vildi til að sömu knapar voru efstir í hverjum flokki á báðum árunum og afhenti stjórn Þyts þeim sínar viðurkenningar í hléi á mótinu en vonandi mun verða hægt að halda uppskeruhátíð á þessu ári svo ekki þurfi að afhenda þær aftur með þessum hætti.
Knapar ársins 2020 og 2021
1. flokkur
Jóhann Magnússon
2. flokkur Þorgeir Jóhannesson |
Í yngri flokkunum urðu knapar ársins í ungmennaflokki, Eysteinn Tjörvi Kristinsson, í unglingaflokki Guðmar Hólm Ísólfsson og í barnaflokki Jólín Björk Kamp Kristinsdóttir
Guðmar Hólm
Systkinin Jólín Björk og Eysteinn Tjörvi.
11.02.2022 16:48
Úrslit gæðingatölts á Vetrarmótaröð Þyts
Fyrsta mótið í vetrarmótaröð Þyts var haldið í gærkvöldi, föstudagskvöldið 11. febrúar. Keppt var í gæðingatölti, þátttaka var ágæt og mjög gaman hvað komu margir að horfa. Fólk greinilega til í að hittast, horfa á hross og spjalla. Tveir pollar mættu til leiks en það voru þau Margrét Þóra Friðriksdóttir á Kommu frá Hafnarfirði og Ýmir Andri Elvarsson á Esju frá Grafarkoti. Önnur úrslit má sjá hér fyrir neðan.
Gæðingatölt – 1. Flokkur
A úrslit
Sæti Hross Knapi Litur Einkunn
1 Fleinn frá Grafarkoti Herdís Einarsdóttir Brúnn/milli-einlitt 8,550
2 Garún frá Grafarkoti Fanney Dögg Indriðadóttir Brúnn/milli-stjörnótt 8,442
3 Sátt frá Sveinatungu Elvar Logi Friðriksson Leirljós/Hvítur/milli-stjörnótt 8,417
4 Rauðhetta frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Rauður/milli-skjótt 8,367
5 Sæla frá Sælukoti Hanifé Müller-Schoenau Grár/mósótturstjörnótt 8,275
6 Blíða frá Grafarkoti Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Grár/brúnneinlitt 8,175
Forkeppni
Sæti Hross Knapi Litur Einkunn
1 Fleinn frá Grafarkoti Herdís Einarsdóttir Brúnn/milli-einlitt 8,460
2 Rauðhetta frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Rauður/milli-skjótt 8,437
3 Sátt frá Sveinatungu Elvar Logi Friðriksson Leirljós/Hvítur/milli-stjörnótt 8,353
4 Garún frá Grafarkoti Fanney Dögg Indriðadóttir Brúnn/milli-stjörnótt 8,347
5 Sæla frá Sælukoti Hanifé Müller-Schoenau Grár/mósótturstjörnótt 8,200
6 Blíða frá Grafarkoti Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Grár/brúnneinlitt 8,077
Gæðingatölt – 2. Flokkur
A úrslit
Sæti Hross Knapi Litur Einkunn
1 Brynjar frá Syðri-Völlum Ingunn Reynisdóttir Brúnn/dökk/sv.einlitt 8,583
2 Glitri frá Grafarkoti Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Brúnn/milli-einlitt 8,475
3 Lukku-Láki frá Sauðá Stella Guðrún Ellertsdóttir Brúnn/milli-einlitt 8,467
4 Sesar frá Breiðabólsstað Fríða Marý Halldórsdóttir Brúnn/milli-einlitt 8,342
5 Birta frá Áslandi Þorgeir Jóhannesson Grár/mósóttureinlitt 8,275
6 Rökkvi frá Gröf Halldór P. Sigurðsson Jarpur/milli-einlitt 8,258
Forkeppni
Sæti Hross Knapi Litur Einkunn
1 Brynjar frá Syðri-Völlum Ingunn Reynisdóttir Brúnn/dökk/sv.einlitt 8,453
2 Glitri frá Grafarkoti Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Brúnn/milli-einlitt 8,387
3 Lukku-Láki frá Sauðá Stella Guðrún Ellertsdóttir Brúnn/milli-einlitt 8,320
4 Sesar frá Breiðabólsstað Fríða Marý Halldórsdóttir Brúnn/milli-einlitt 8,313
5 Birta frá Áslandi Þorgeir Jóhannesson Grár/mósóttureinlitt 8,303
6 Meyja frá Hvammstanga Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Bleikur/álóttureinlitt 8,293
7 Rökkvi frá Gröf Halldór P. Sigurðsson Jarpur/milli-einlitt 8,270
8 Hvatning frá Syðri-Völlum Pálmi Geir Ríkharðsson Rauður/milli-stjörnótt 8,177
9 Stjörnu-Blesi frá Hjaltastaðahvammi Linnea Sofi Leffler Rauður/milli-blesótt 8,143
Gæðingatölt – 3. Flokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Einkunn
1 Óskar Einar Hallgrímsson Frosti frá Höfðabakka Rauður/milli-blesótt 8,342
2 Jóhannes Ingi Björnsson Þór frá Stórhóli Jarpur/milli-einlitt 8,133
3 Eva-Lena Lohi Draumur frá Hvammstanga Brúnn/milli-skjótt 8,092
4 Freyja Ebba Halldórsdóttir Aron frá Litla-Hvammi I Brúnn/milli-einlitt 8,050
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Einkunn
1 Óskar Einar Hallgrímsson Frosti frá Höfðabakka Rauður/milli-blesótt 8,287
2 Eva-Lena Lohi Draumur frá Hvammstanga Brúnn/milli-skjótt 8,087
3 Jóhannes Ingi Björnsson Þór frá Stórhóli Jarpur/milli-einlitt 8,060
4 Freyja Ebba Halldórsdóttir Aron frá Litla-Hvammi I Brúnn/milli-einlitt 7,953
Gæðingatölt-unglingaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Einkunn
1 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt 8,517
2 Ágústa Sóley Brynjarsdóttir Örn frá Holtsmúla 1 Rauður/milli-einlitt 8,333
3 Svava Rán Björnsdóttir Gróp frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt 8,283
4 Jólín Björk Kamp Kristinsdótti Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Rauður/milli-stjörnótt 8,275
5 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Hefð frá Fremri-Fitjum Brúnn/milli-einlitt 8,267
6 Margrét Ylfa Þorbergsdóttir Sprunga frá Neðra-Núpi Brúnn/milli-skjótt 7,933
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Einkunn
1 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt 8,387
2 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Hefð frá Fremri-Fitjum Brúnn/milli-einlitt 8,247
3 Svava Rán Björnsdóttir Gróp frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt 8,210
4 Ágústa Sóley Brynjarsdóttir Örn frá Holtsmúla 1 Rauður/milli-einlitt 8,200
5 Jólín Björk Kamp Kristinsdótti Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Rauður/milli-stjörnótt 8,177
6 Jólín Björk Kamp Kristinsdótti Djásn frá Aðalbóli 1 Rauður/milli-stjörnótt 8,043
7 Margrét Ylfa Þorbergsdóttir Sprunga frá Neðra-Núpi Brúnn/milli-skjótt 7,877
Gæðingatölt-barnaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Ayanna Manúela Alves Kiljan frá Múla Brúnn/milli-skjótt 7,700
2 Herdís Erla Elvarsdóttir Esja frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt 7,425
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Einkunn
1 Herdís Erla Elvarsdóttir Esja frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt 8,113
2 Ayanna Manúela Alves Kiljan frá Múla Brúnn/milli-skjótt 7,737
Styrktaraðili mótsins www.isoonline.is
Næsta mót verður 12. mars og keppt verður í V5
10.02.2022 03:45
Dagskrá Gæðingatöltsins
Dagskrá - Vetrarmótaröð Þyts - gæðingatölt
Mótið hefst kl. 18.00 og sjá má ráslista inn í LH Kappa appinu.
Dagskrá
Forkeppni og úrslit í beinu framhaldi:
börn
unglingar
Pollar
Forkeppni:
3.flokkur
2.flokkur
1.flokkur
30 mín hlé
úrslit:
3.flokkur
2.flokkur
1.flokkur
Styrktaraðili mótsins er:
https://www.isoonline.is/ |
08.02.2022 11:14
Þrifkvöld í höllinni
Stefnt er á þrifkvöld í höllinni annaðkvöld, miðvikudaginn 09.02 strax eftir barnastarfið kl.19.00. Þrífa þarf, klósettin og pallana og það sem við komumst yfir miðað við fjölda þátttakenda. Mikið ryk allsstaðar...
Frábært ef félagsmenn gætu fjölmennt því margar hendur vinna létt verk !!!
04.02.2022 07:04
Fyrsta mót vetrarins !!!
Fyrsta mót vetrarins verður föstudaginn 11. febrúar nk kl. 18.00 í Þytsheimum á Hvammstanga, og verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudaginn 9. febrúar. Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs.
Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, unglingaflokki og barnaflokki. Pollar skrá sig einnig til leiks.
Keppt verður í gæðingatölti í öllum flokkum. Greinin er þannig að riðnir skulu tveir hringir, sýna skal hægt tölt 1 hring snúið við og sýnt frjáls ferð 1 hringur. Sjá nánar frá bls 53 í reglunum https://www.lhhestar.is/static/files/Log_LH/log2021/nytt-skjal-heildarlog-birt-mai2021.pdf
Slóðin inn á skráninguna er: Sportfengur og farið undir mót. Þeir sem ætla að keppa í 3. flokki, skrá sig í ungmennaflokk í Sportfeng. Skráningargjaldið er 3.000 fyrir fullorðna, 2.000 fyrir unglinga og 500 fyrir börn. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Skráning í pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng. Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000 kr.
Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er. kt: 550180-0499 Rnr: 0159-15-200343 Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com
- 1