Færslur: 2025 Mars
30.03.2025 22:17
Úrslit þriðja mótsins í Mótaröð Þyts
![]() |
![]() |
Laugardaginn 29.03 var haldið þriðja mótið í Mótaröð Þyts og keppt var í tölti T7 og T3 og fimmgangi opnum flokki.
Pollarnir eru komnir í tvo flokka, þau sem eru teymd og þau sem geta riðið sjálf. Alveg stórkostlegt að sjá hvað það eru margir pollar að mæta á mótin. Pollarnir sem teymt var undir voru Dagbjört Ósk Ásgeirsdóttir/Emil Jóhann Ásgeirsson og Melódia frá Köldukinn, Emil Jóhann Ásgeirsson, Halldóra Friðriksdóttir Líndal og Ljúfur frá Lækjarmóti II, Júlía Jökla Kristjánsdóttir og Herjann frá Syðra-Kolugili, Júlíana Björk Birkisdóttir, Sólon Helgi Ragnarsson og Griffla frá Grafarkoti, Sólveig Gyða Jóhannesdóttir og Brimdís frá Efri – Fitjum, Stefán Brynjar Harðarsson og Skutla frá Efri-Þverá. Pollarnir sem riðu sjálf voru, Helga Mist Magnúsdóttir og Birtingur frá Stóru Ásgeirsá, Ingunn Bára Ólafsdóttir og Þokki frá Sæfelli, Margrét Þóra Friðriksd. Líndal og Frár frá Lækjarmóti, Stefanía Ósk Birkisdóttir, Viktoría Jóhannesdóttir Kragh og Prins frá Þorkelshóli 2.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Tölt T3 - 1. flokkur
![]() |
A úrslit
SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn
1. Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Fortíð frá Ketilsstöðum Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 7,00 (eftir sætaröðun)
2. Elvar Logi Friðriksson Teningur frá Víðivöllum fremri Rauður/sót-einlitt Þytur 7,00 (eftir sætaröðun)
3 Herdís Einarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,83
4-5 Hallfríður Sigurbjörg ÓladóttirÁlfasteinn frá Reykjavöllum Bleikur/fífil-einlitt Þytur 6,67
4-5 Hörður Óli Sæmundarson Mói frá Gröf Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,67
6 Pálmi Geir Ríkharðsson Brynjar frá Syðri-Völlum Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 6,33
Forkeppni
SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn
1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Fortíð frá Ketilsstöðum Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 6,83
2-3 Herdís Einarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,67
2-3 Elvar Logi Friðriksson Teningur frá Víðivöllum fremri Rauður/sót-einlitt Þytur 6,67
4 Hörður Óli Sæmundarson Mói frá Gröf Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,57
5 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Álfasteinn frá Reykjavöllum Bleikur/fífil-einlitt Þytur 6,50
6 Pálmi Geir Ríkharðsson Brynjar frá Syðri-Völlum Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 6,37
Fullorðinsflokkur - 2. flokkur
![]() |
A úrslit
SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn
1 Greta Brimrún Karlsdóttir Brimdís frá Efri-Fitjum Bleikur/fífil-einlitt Þytur 7,00
2 Kolbrún Stella Indriðadóttir Garún frá Grafarkoti Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 6,67
3 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Grein frá Sveinatungu Grár/rauðurblesótt Þytur 6,44
4 Eva-Lena Lohi Draumur frá Hvammstanga Brúnn/milli-skjótt Þytur 6,22
5 Fríða Marý Halldórsdóttir Muninn frá Hvammstanga Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,00
Forkeppni
SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn
1 Greta Brimrún KarlsdóttirBrimdís frá Efri-FitjumBleikur/fífil-einlittÞytur6,63
2 Rakel Gígja RagnarsdóttirGrein frá SveinatunguGrár/rauðurblesóttÞytur6,33
3 Eva-Lena LohiDraumur frá HvammstangaBrúnn/milli-skjóttÞytur6,27
4 Kolbrún Stella IndriðadóttirGarún frá GrafarkotiBrúnn/milli-stjörnóttÞytur6,13
5 Fríða Marý HalldórsdóttirMuninn frá HvammstangaBrúnn/milli-einlittÞytur6,03
6 Ásta Guðný UnnsteinsdóttirMeyja frá HvammstangaBleikur/álóttureinlittÞytur5,93
7-8 Guðný Helga BjörnsdóttirNarfi frá BessastöðumMóálóttur,mósóttur/ljós-skjóttÞytur5,77
7-8 Margrét Jóna ÞrastardóttirGrámann frá GrafarkotiGrár/rauðureinlittÞytur 5,77
9-10 Ragnar Smári HelgasonKilja frá GrafarkotiRauður/milli-blesóttÞytur 5,67
9-10 Karen Ósk GuðmundsdóttirÓlga frá BlönduósiBrúnn/milli-einlittÞytur 5,67
11 Jóhannes Ingi BjörnssonLjúfa frá Auðunnarstöðum IIBrúnn/milli-stjörnóttÞytur 4,57
Unglingaflokkur
![]() |
A úrslit
SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn
1 Kara Sigurlína Reynisdóttir Máni Freyr frá Keflavík Rauður/milli-tvístjörnótt Þytur 5,22
2 Ayanna Manúela Alves Nn frá Hvammstanga Rauður/milli-einlitt Þytur 4,22
Forkeppni
SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn
1 Kara Sigurlína Reynisdóttir Máni Freyr frá KeflavíkRauður/milli-tvístjörnótt Þytur 5,10
2 Ayanna Manúela Alves Nn frá HvammstangaRauður/milli-einlitt Þytur 4,10
Tölt T7 - 3. flokkur
![]() |
A úrslit
SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn
1 Dagbjört Diljá Einþórsdóttir Kolka frá Hjarðarholti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,83
2 Valgeir Ívar Hannesson Illugi frá Þorkelshóli 2 Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 5,25
3 Kristín Guðmundóttir Auður frá Dalsmynni Jarpur/milli-einlitt Þytur 5,17
4 Lilja Maria Suska Katla frá Fornalæk Brúnn/milli-einlitt Neisti 0,00
Forkeppni
SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn
1 Dagbjört Diljá Einþórsdóttir Kolka frá Hjarðarholti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,70
2 Kristín Guðmundóttir Auður frá Dalsmynni Jarpur/milli-einlitt Þytur 5,20
3 Valgeir Ívar Hannesson Illugi frá Þorkelshóli 2Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 5,13
4 Lilja Maria SuskaKatla frá Fornalæk Brúnn/milli-einlitt Neisti 4,70
Barnaflokkur
![]() |
A úrslit
SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn
1 Herdís Erla Elvarsdóttir Garri frá Grafarkoti Rauður/milli-blesótt Þytur 6,58
2 Gígja Kristín Harðardóttir Sigursæll frá Hellnafelli Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,33
3 Sigríður Emma Magnúsdóttir Abel frá Flagbjarnarholti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,25
4 Ýmir Andri Elvarsson Austri frá Litlu-Brekku Rauður/milli-einlittglófext Þytur 5,08
Forkeppni
SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn
1 Herdís Erla Elvarsdóttir Garri frá Grafarkoti Rauður/milli-blesótt Þytur 6,03
2 Gígja Kristín Harðardóttir Sigursæll frá HellnafelliBrúnn/milli-einlitt Þytur 5,63
3 Ýmir Andri Elvarsson Austri frá Litlu-BrekkuRauður/milli-einlittglófext Þytur 4,93
4 Sigríður Emma Magnúsdóttir Abel frá FlagbjarnarholtiBrúnn/milli-einlitt Þytur 4,77
Fimmgangur F2 - 1. flokkur
![]() |
A úrslit
SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn
1 Inga Dís Víkingsdóttir Greifi frá Söðulsholti Bleikur/fífil-stjörnótthringeygt eða glaseygt Snæfellingur 6,45
2 Jóhann Magnússon Þekking frá Bessastöðum Rauður/ljós-skjótt Þytur 6,21
3-4 Lilja Maria Suska Ugla frá Fornalæk Jarpur/milli-einlitt Neisti 6,10
3-4 Elvar Logi Friðriksson Værð frá Víðivöllum fremri Jarpur/rauð-einlitt Þytur 6,10
5 Fríða Marý Halldórsdóttir Marel frá Hvammstanga Brúnn/milli-skjótt Þytur 5,36
Forkeppni
SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn
1 Inga Dís Víkingsdóttir Greifi frá Söðulsholti Bleikur/fífil-stjörnótthringeygt eða glaseygt Snæfellingur 6,47
2 Lilja Maria SuskaUgla frá Fornalæk Jarpur/milli-einlitt Neisti 6,30
3 Jóhann Magnússon Þekking frá Bessastöðum Rauður/ljós-skjótt Þytur 6,27
4 Elvar Logi Friðriksson Værð frá Víðivöllum fremri Jarpur/rauð-einlitt Þytur 5,93
5 Fríða Marý Halldórsdóttir Marel frá Hvammstanga Brúnn/milli-skjótt Þytur 5,43
6 Magnús Ásgeir Elíasson Dimmir frá Stóru-Ásgeirsá Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 5,37
7 Katharina Teresa Kujawa Eyvör frá Herubóli Bleikur/fífil-einlitt Þytur 5,07
8 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Gæla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 4,87
9 Ragnar Smári Helgason Dimma frá Lindarbergi Brúnn/mó-stjörnótt Þytur 4,33
10 Karen Ósk Guðmundsdóttir Melódía frá Köldukinn 2 Bleikur/fífil-einlitt Þytur 4,17
27.03.2025 09:37
Vegleg gjöf til Þyts
Hestamannafélagið Þytur þakkar frábæru konunum í Nytjamarkaðnum, öðru nafni Gærunum, fyrir að styrkja félagið og Þytsheima með veglegri gjöf. Um er að ræða risasjónvarp í veitingaaðstöðu Þytsheima, sem nýtist m.a. við námskeiðahald, fundi og svo hafa félagsmenn líka mætt og horft saman á beinar útsendingar frá mótum vetrarins. Takk kærlega fyrir okkur.
Meðfylgjandi mynd er frá kynbótanámskeiði um síðustu helgi. Þorvaldur Kristjánsson var fyrirlesari og nýttist sjónvarpið mjög vel í hans fyrirlestri. Um komandi helgi verður knapaþjálfunarnámskeið með Bergrúnu Ingólfsdóttur og mun sjónvarpið örugglega nýtast vel á opnum fyrirlestri annaðkvöld, sem er hluti af námskeiðinu. Jafnframt er mót í vetrarmótaröð Þyts á laugardaginn og mun sjónvarpið örugglega nýtast fyrir þá sem vilja fylgjast með skeiðmóti Meistaradeildar Líflands á sama tíma.
Enn og aftur takk fyrir okkur.
![]() |
26.03.2025 18:52
Dagskrá 3. mótsins í Mótaröð Þyts
Mótið hefst kl. 11.00 laugardaginn 29.03.
Forkeppni og úrslit:
Barnaflokkur - T7
Unglingaflokkur - T3
Pollaflokkur
Matarhlé 20 mínútur
Forkeppni:
Fimmgangur - 1. flokkur
Tölt T7 - 3. flokkur
Tölt T3 - 2. flokkur
Tölt T3 - 1. flokkur
Hlé 10 mínútur
Úrslit:
Fimmgangur
Tölt T7 - 3. flokkur
Tölt T3 - 2. flokkur
Tölt T3 - 1. flokkur
24.03.2025 08:17
Aðalfundi frestað
Aðalfundur Þyts sem haldinn var í gærkvöldi, var frestað og boðaður hefur verið framhalds aðalfundur, sem haldinn verður í síðasta lagi 22. apríl. Nánar auglýst síðar.
23.03.2025 22:06
Námskeið í kynbótadómum
![]() |
Í dag var haldið námskeið í kynbótadómum, flott námskeið sem skipulagt var af fræðslunefnd Þyts. Nýja sjónvarpið kom að góðum notum á þessu námskeiði en fyrir 2 mánuðum ca fengu nokkrir Þytsfélagar hugmynd að kaupa sjónvarp fyrir kennslu og fleira í Þytsheimum. Sótt var um styrk til Gæranna sem styrktu kaupin að fullu og verður seint fullþakkað þessi frábæri stuðningur þeirra við félagið.
![]() |
![]() |
22.03.2025 22:17
Mótaröð Þyts - Tölt og fimmgangur
![]() |
Þriðja mót vetrarins verður laugardaginn 29. mars nk og hefst kl. 11.00 í Þytsheimum á Hvammstanga, og verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudaginn 26. mars. Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs. Keppt verður í tölti T3 í 1. 2. og unglingaflokki, T7 í 3. flokki og barnaflokki og í opnum flokki í fimmgangi F2.
Til að skrá sig er farið á vefslóð: Sportfengur og farið undir mót. Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, unglingaflokki og í barnaflokki
Skráningargjaldið er 4.000 fyrir fullorðna, 2.500 fyrir unglinga og börn. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Skráning í pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng. Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 5.000 kr.
Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er. kt: 550180-0499 Rnr: 0159-15-200343 Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com
Ráslistar munu birtast í Horseday appinu á föstudeginum.
22.03.2025 09:45
Aðalfundur Þyts
Minnum á að á morgun 23. mars. verður aðalfundur Þyts haldinn, kl. 20:00 í kaffistofu reiðhallar.
Kosið verður um formann og meðstjórnanda. Hvetjum alla til þess að mæta, enginn hefur boðið sig fram til formanns og því mikilvægt að allir mæti.
Dagskrá fundarins.
1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar.
3. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar.
4. Lagabreytingar ef um slíkt er að ræða.
5. Kosningar skv. 4. gr. (Stjórn félagsins skipa 5 menn kjörnir á aðalfundi til tveggja ára í senn. Formaður er kosinn sérstaklega annað árið ásamt einum meðstjórnanda. Þrír meðstjórnendur kosnir hitt árið. Stjórn skiptir að öðru leiti með sér verkum.
Einnig eru kosnir tveir varamenn í stjórn til eins árs, tveir skoðunarmenn til eins árs ásamt 2 varaskoðunarmönnum.)
6. Kosningar á þing USVH og LH þegar við á.
7. Önnur mál.
18.03.2025 12:32
Kynbótanámskeið með Þorvaldi Kristjánssyni, sunnudaginn 23. Mars
Kynbótanámskeið með Þorvaldi Kristjánssyni, sunnudaginn 23. Mars
![]() |
Núna verður hægt að skrá á námskeiði með Þorvaldi Kristjánssyni um byggingadóma kynbótahrossa.
Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um þau atriði sem horft er til þegar eiginleikar byggingar eru metnir og hvernig þeir eru dæmdir. Einnig verður farið yfir tengsl byggingar og hæfileika og það hvernig best er að stilla hrossi upp fyrir byggingardóm. 10:00 - 12:00 fyrirlestur 12:00 - 13:00 hádegismatur 13:00 - 15:00 verklegar æfingar
Hestamannafélagið Þytur og HSVH munu styrkja námskeiðið. Verð: 10.000 á mann fyrir félagsmenn, 12.000 fyrir aðra.
Staðsetning: Reiðhöllinn á Hvammstanga Hægt að skrá sig hjá Jessie: 773-5352 / jehu@mail.holar.is
Skráningarfrestur til föstudaginn 21. mars
14.03.2025 14:12
Aðalfundur Þyts 2025
Aðalfundur hestamannafélagsins Þyts verður haldinn sunnudaginn 23. mars í veitingaraðstöðu Þytsheima.
Venjulega aðalfundarstörf, nánar auglýst síðar.
Stjórnin.
- 1